Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1959, Side 30

Heimilisblaðið - 01.07.1959, Side 30
fyrir flugslysinu. Þegar honum varð ljóst, að hann gæti ekki gengið, leysti hann stúlk- una frá öllum loforðum. Hún mótmælti, en ekki sérstaklega sannfærandi. — Jón, sem gjarnan vildi trúa, að hún elskaði hann, skildi samt að þær tilfinningar, sem hún hafði kannske borið í brjósti til hans, hefðu eyðilagzt ásamt flugvélinni hans.“ „Þvílík vesalmennska," sagði Elín ósjálf- rátt. ,,Það bætti ekki úr skák fyrir Jóni, að skömmu seinna fór hún í langa sjóferð með gömlum ríkum manni og vinum hans. Eftir það varð Jón ennþá niðurdregnari. En nú hef ég heyrt að hún sé á heimleið. Ég hef ekki sagt honum það, því ég vona að hún sýni ekki sitt rauðhærða höfuð hér nokkurn tíma framar.“ ,,Rauðhærð,“ sagði Elín ósjálfrátt. Hrólfur brosti. „Það er satt, þér hafið áð- ur komizt í kast við rauðhærða stúlku — uppi hjá Pétri yðar. En ég vildi bara aðvara yður, Elín. Ef hún kemur hingað, reynið þá að vísa henni á dyr, því hún er hættuleg. Ef hana vantar vin með þykkt peningaveski, þá gæti hugsazt að hún reyndi að klófesta Jón aftur.“ Elín leit alvarlega á hann. „Já, en ég get ekki rekið hana á dyr.“ „Nei,“ sagði hann og hló, „ekki bókstaf- lega. En reynið að vera alltaf einhvers stað- ar nálægt, svo hún fái ekki tækifæri til að vera ein með honum.“ „Ég skal gera mitt bezta,“ sagði Elín, en var heldur vantrúuð á svipinn. „Já, gerið það.“ Hann kvaddi hana með handabandi. „En nú verð ég að fara. Við sjáumst eftir nokkra mánuði, og ef þér viljið mér eitthvað, þá skuluð þér skrifa. Hér er heimilisfangið. Ég leigði mér hús við flóann.“ ★ Þegar Hrólfur var farinn, gekk Elín hugs- andi út á svalirnar. Það var kominn nýr þáttur í tilfinningar' hennar gagnvart Jóni. Það var til stúlka, sem hann elskaði, og sem hafði svikið hann, þegar hann þarfnaðist hennar mest. Hana tók það sárt hans vegna, en um leið sveið henni að það skyldi vera til slík stúlka — að það skyldi raunveruleg3 vera til stúlka, sem var honum svo mikils virði — og væri kannske ennþá. Hann sat í yzta horninu á svölunum, virtist vera í þungum þönkum. En þega1' hann heyrði hana koma, sneri hann sér a^ henni og kinkaði kolli til hennar með upP' gerðar kæti. „Jæja, eruð það þér, ungfrú Hallowell- Er Hrólfur farinn? Sagði hann yður að harU1 væri að fara í ferðalag? Það er leiðinlegb finnst yður það ekki? En skemmtilegt fyr11 hann. Flórída er dásamlegur staður. Sá setf1 hefði vængi og gæti flogið með, segið þer það ekki líka?“ Hann var svo kátur. Og öll þessi mælsk3 líktist honum alls ekki. En kannske var þalj beiskja, sem var orsök þess, beiskja yfir þvl að geta ekki gert eins og Hrólfur. „Mig langar alls ekkert í vængi til fljúga með til Flórída,“ sagði Elín. Og við sjálfa sig bætti hún við: Ekki nema ég gasb tekið þig með — burt frá þessari stúlkukind’ sem hefur sært þig, og sem kannske á eftú að valda þér ennþá meiri sársauka. „Ekki?“ sagði Jón og hló. „Æ, jú, Flór' ída — Flórída! Þér hafið kannske aldrel komið þangað, en það er nú einmitt staður' inn fyrir imga elskendur." Hún ætlaði að fara að segja, að hún vser1 ekki ung og ástfangin, en þorði ekki almen111' lega að tala um það efni. Hún sagði því a^' eins: „Já, ég get ímyndað mér það. Ég be aldrei verið þar.“ „Þér, ungfrú Hallowell,“ sagði hann Elín fékk sting í hjartað, þegar hún hey1’^1 llt .ð þetta „rmgfrú Hallowell," sem hann var a í einu byrjaður að nota, og lagði meira segja áherzlu á það, hann sem var vanur a' segja „Elín“ — „þér ættuð að vera á svona stað, þar sem ungt og kátt fólk er, og Þar sem er líf og fjör, í staðinn fyrir að vera hér og hugsa um lifandi lík eins og rni$-, Hann sagði þetta þrjózkulega. Hún skild hann svo vel. Elín var aðeins tuttugu og elllS árs, en hin örugga kvenlega tilfinning henn ar sagði henni, hvað amaði að Jóni: HaIlJ1 hafði séð Hrólf kyssa hana, og þó að honu111 í sjálfu sér væri sama, það hafði honuU1 sárnað, vegna þess að það minnti hann a’ að hann sjálfur var alveg útilokaður frá n HEIMILISBLA Ðl$ 162

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.