Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 6
DAGBOKARÞATTUR frá 23. september 1748 til 2. janúar 1749 Eftir séra SKAFTA ARNASON. SÉRA Skafti Árnason (f. 1720, d. 1782) var sonur séra Árna Skaftasonar prests á Sauðanesi, þar sem hann þjónaði í 53 ár (1717—1770), og fyrri konu hans, Val- gerðar Pétursdóttur frá Torfastöðum í Vopnafirði. Skafti hóf skólalærdóm hjá föðurbróður sínum, séra Þorleifi Skaftasyni, sem þá var orðinn prestur og prófastur í Múla í Aðaldal, en hafði áður verið dómkirkju- prestur á Hólum, gegnt rektorsstörfum þar við skólann og öðru hverju verið officialis (þ. e. staðgengill biskupsins í Hólabiskups- dæmi. Hjá honum lærði Skafti í fimm ár og var síðan næstu fjögur ár í Hólaskóla (1741—1745). Þar var hann samtíða Lúð- vík Harboe, sem kom til Islands árið 1741 og hafði aðsetur á Hólum næstu þrjá vetur, svo sem kunnugt er. Skafti hefur því not- ið góðs af endurbótunum, sem gerðar voru á Hólaskóla að tilhlutan Harboes. En fjórða og síðasta vetur Skafta á skólanum komst hann í klandur og mikið þjark út af hnupli, sem honum varð á ásamt öðrum skólapilti þar á staðnum, og fengu þeir ekki að taka próf við burtför sína þaðan um vorið. En ári síðar fengu þeir báðir sakaruppgjöf að konungsboði. Nokkru síðar (haustið 1748) sigldi Skafti til Kaupmannahafnar, og frá þeir tíma er dagbókarþátturinn, sem fer hér á eftir. Námsmenn, sem fóru í háskólann í Kaup- mannahöfn á þessum tíma og allt fram á miðja 19. öld, urðu að ganga undir sérstakt inntökupróf við sjálfan háskólann (examen artium), sem svarar til stúdentsprófsins nú á tímum. Að því loknu urðu menn stúdent- skólunum hér á landi, s. s. Hóla-, Skál- holts-, Hólavalla- og Bessastaðaskóla voru því ekki stúdentspróf, heldur veittu ÞaU rétt til að taka slíkt próf, m. ö. o. inntöku- próf í háskólann (og auk þess til að veia prestur hér á landi). Námsvottorð fvá eiU' hverjum viðurkenndum manni háskólu- gengnum veitti líka sama rétt og lokapr01 skólanna. Skapti hefur því ekki þurft a° vera á flæðiskeri staddur þrátt fyrir pr°t' leysið á Hólum. Nokkru eftir að Skafti kom til KayP' mannahafnar hófst þetta próf hjá honunu eins og sjá má af dagbókinni. Að Þy1 loknu var hann skráður í stúdentatölu ha- skólans, sem hann getur einnig um. Aftul á móti nefnir hann ekki einu orði, að hann hefði fengið konungsleyfi til að ver°a prestur (29. nóv. sama vetur). „Brot hans þar talið æskubrek" (sbr. Isl. æviskrár)- Næsta vor fór hann aftur heim til ls lands (1749), var vígður ári síðar til a vera aðstoðarprestur hjá föður sínum, íeicií Hof í Vopnafirði 1757 og var þar prestui til dauðadags, 3. marz 1782. Séra Skafti Árnason var mikilh£etul maður og drengskaparmaður hinn mes • Margt merkisfólk er og hefur verið me°a afkomenda hans. —oOo— Þá er næst að gera grein fyrir þessun1 þætti hér á eftir með fáum orðum. , Hann hefur ekki verið prentaður aoUl; svo ég viti til. Handritið er í handritasa Landsbókasafnsins, ÍB. 460, 8vo. Br eflaust frá eigin hendi höfundarins og n10 er ekki kunnugt um neitt afrit. Það er 11 ar en fyrr ekki. Burtfararprófin frá lærðu-ttohefti, 12 blaðsíður, þétt ritaðar með smá11 50 heimilisbla®1®

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.