Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 34

Heimilisblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 34
bjóst brátt við því að verða rændur, þegar Rinaldini birtist þar ljóslifandi.“ „Hvernig er hann í hátt?“ spurði borg- arinn fljótmæltur. „Hann er lítill, samanrekinn, dökkur yfirlitum, augun blá, hárið jarpt, nefið íbogið og með yfirskegg.“ „Er það svo?“ spurði málfærslumaður- inn. „Eftir því sem aðrir skýra frá, þá á hann að vera hár og beinvaxinn, með slétta höku, svört augu, dökkt hár og beint nef.“ „Ég hef sjálfur séð hann og talað við hann,“ hélt Rinaldo áfram. „Hann lítur eins út og ég hef lýst honum. Hann yfir- heyrði mig lengi. Ég varð að segja honum frá því reiðufé og þeim dýrgripum, sem ég hafði með mér. I staðinn fékk ég þetta verndarbréf. Sjáið þér bara. Það er hér.“ „Hver skollinn,“ sagði málfærslumaður- inn. Hann las upphátt: „Viaggio securo — Rinaldini." „Fá orð, fyrirtaks náungi,“ skaut skjala- ritarinn inn í. ,Ég er Guði þakklátur, að ég skyldi sleppa svona frá þessu,“ sagði Rinaldo og settst aftur. „Þér getið verið það, herra markgreifi," sagði borgarinn. „Það er þó ófyrirgefanlegt, að yfirvöld- in skuli ekki meina þessum mönnum að stunda iðn sína,“ hélt Rinaldo áfram. Verið þolinmóður,“ sagði málfærslumað- urnn. „Ég veit um það samkvæmt örugg- um heimildum, að 500 manna lið frá Tos- kana og 800 úr Páfaríkinu munu halda gegn Rinaldini. Hann verður umkringdur, ráðizt á hann öllum áttum og honum áreið- anlega tortímt." ,Hversu fjölmennur ætli óaldarflokkur- inn sé?“ spurði borgarinn. „Hver veit það? Sumir segja 200, aðrir enn þá meira. Þetta eru allt mestu ofur- hugar,“ sagði Rinaldo. Um kvöldið hélt Rinaldo á burt og sendi Sebastiano og hans lið af stað með þá skip- un að ná Rovezzo, barón, á sitt vald og fá hann Eintio í hendur. — Rinaldo lét fylgdarmenn sína halda til Montamara- héraðs og lagði sjálfur af stað til Urbino í pílagrímsbúningi. Þar komst hann að raun um, að Roccella, prins, var ekki í varðhaldi, en hafði oi 1 að leggja fram háa fjárhæð sem tryggi11^11' Rinaldo spurði uppi bústað hans og £er ist um kvöldið svo djarfur að ganga Pal inn. Prinsinn stökk á fætur og spurði: ,>HV eruð þér?“ „Rinaldini sendir mig til yðar.“ „Það ert þú sjálfur. Ég þekki þig-‘ , „Já, það er ég. Ég veit, hvílík van kvæði ég hef bakað yður og kem til þeSS a bjóða ykur hjálp mína. Ég er fús að leg®’-1' líf mitt í sölurnar til þess að hjálpa yeU og Aureliu." „Dauði þinn, Rinaldini, getur ekkj i°sag okkur úr vanæræðunum. Við erum ásök fyrir samningamakk við þig. Sæmd banlS ins míns er glötuð. Ef þú vilt gera &e greiða. þá bið ég þið um að fara héðan ° hafa þig á burt úr borginni.“ „Ef þér viljið hreinsa yður af grun ^ samningamakk við mig, þá skuluð P selja mig í hendur réttvísinni. Ég verð ky hér, herra prins.“ „Að hvaða gagni kæmi það? Auk ÞeSS ® vélræði fjarri hverjum sönnum riddara.“ , „Þá ætla ég sjálfur að ganga á vald ie vísinnar.“ „Gæti það orðið mér að einhverju £aí^. Frændi minn, Legat kardináli, hefur ið málið að sér, og ég vona, að rannso inni, sem stefnt er gegn mér, verði lo innan skamms. „Hamingjan fylgi dómurum yðar, her1 prins.“ „Ætlar þú að taka fram fyrir hen réttvísinnar, Rinaldini ?“ „Ég gríp aðeins fram fyrir ^enf01J þeim, sem beita fyrir sig lagakróku Herra prins! Ef ég get ekkert gert fý * yður, þá leyfið mér þó að minnsta kos i gera eitthvað fyrir Aureliu. Hér er aV un á tíu þúsund sekínur. Ég gef yður P í nýjan heimanmund.“ „Nýjan heimanmund?" ^ „Já, baróninn hlýtur brátt að ver a^ valdi minna manna. Hann verður s inn, ef hann næst lifandi. Aurelia er a laus allra mála.“ heimili 78 SBLAÐ15

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.