Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 16
ur nokkuð sjálfsánægður og sæll með sig. „Nei, hamingjan góða... nei. En án þess ég vilji móðga þig, þá ertu þó enginn Adonis.“ „Heldurðu kannski, að þú sért það sjálf- ur eða hvað?“ „Það kemur ekki málinu við. Þú hlýtur að skilja, að það sem ég mun skrifa um þig verður helber uppspuni, eða réttara sagt: ég ýki smágallana á útliti þínu.“ „Galla? Hef ég einhverja galla?“ „Að sjálfsögðu hefurðu þ'að. Allir menn hafa vissa drætti, sem hægt er að skop- stæla.“ „Má ég vita, hverjir þeir eru hjá mér?“ spurði Galibot snöggt. „Gjarnan." Baric virti andlit vinar síns fyrir sér gaumgæfilega. „1 fyrsta lagi eru augun í þér of lítil.“ „Of lítil,“ hálf-hrópaði Garibot. „Of lítil! Þetta hefur enginn maður sagt áður.“ „Sennilega af því þú hefur aldrei spurt neinn að því...“ Garibot athugaði nú andlit sitt vandlega í spegli. „Ég get alls ekki fallizt á það, að augun í mér séu of lítil. Þú segir þetta bara til að stríða mér.“ „Nei, en hvað um það ... Við segjum þá bara, að þú sért töfrandi fríður ásýnd- um ...!“ „Ég er ekkert að halda því fram, að ég sé það. En ég get bara ekki þolað að þú segir, að ég sé með grísaraugu.“ „Æjá, æjá, ég skil,“ stundi Baric þreytu- lega. „Við látum þá augun í þér í friði, ef þú vilt í staðinn fallast á, að þú hafir ljótan litarhátt.“ „Ljótan litarhátt? Ertu með öllum mjalla, maður? Þetta getur ekki verið meining þín í alvöru?" „Jú, það get ég fullvissað þig um. Líttu í spegilinn. Þú ert rauðblesóttur í framan og þéttsetinn af graftarnöbbum.“ Garibot horfði dolfallinn og fjúkandi vondur á rithöfundinn: „Segðu það held- ur umbúðalaust, að þú álítir mig ganga með húðsjúkdóm!" „Það er alltof sterkt til orða tekið. Þetta er áreiðanlega ekki annað en venjulegt eksem.“ „Vogarðu þér að halda því fram, að ég sé með eksem ... Slíkur sjúkdómur hefui aldrei átt sér stað í minni fjölskyldu." „Einhvern tíma er allt fyrst.“ „Að þú skulir geta verið þekktur fy111 að gera slíkt veður út af fáeinum bóluu1' sem stafa af því, að ég át heldur mik1 feitmeti um jólin. — Og roðinn í andh - inu er einungis af því, að ég er í 8ös J1 skapi þessa stundina. Nei, þú verður a finna aðra og haldbetri hluti til að gagn' rýna í útliti mínu.“ „Það verður sjálfsagt erfitt, þegar Þu ert annars vegar,“ svaraði þá Baric, seiu nú var hættur við fyrirætlun sína, en hugs' aði sér aðeins að gera grín að vininuff1, „En kannski er ekki rétt að gleyma nefinU á þér. Það er sveimér myndarlegt —- e þú þolir að heyra mig segja það.“ „Segðu hvað sem þér sýnist, en það a bara ekki við mig. Nefið á mér er í fu ' komlega réttu hlutfalli við aðra andli s- hluta.“ . „Að hugsa sér, er það það? — Kanns 1 fæ ég þá leyfi til að segja það?“ „Já, gjörðu svo vel!“ hrópaði Galih° • „Þú verður að viðurkenna, að .. Baric, sem hafði með öllu glatað Þ0 ^1 mæðinni, reis nú á fætur. „Búið mál! L skal viðurkenna allt, sem þú mælist til, en þetta er til einskis gagns. Þú vilt þinn hluta af tekjunum af bókinni, en Þ vilt ekkert gera til að vinna bug a ^a markalausu sjálfsáliti þínu. Ég eyðileg bara tímann með því að sitja hér Ég fer og leita uppi einhvern annan hógværari mann og geri samning v hann ...“ . Galibot tók eilítið viðbragð, þagnaði un stund, en sagði síðan í bænarrómi: „Æ, vertu nú ekki að taka þetta sv°n illa upp, elsku vinur. Kannski var Þe rangt af mér, en þú hlýtur að skiUa' a það er ekki sérlega skemmtilegt fyrir ^11.® __ að útbásúna smávegis ágalla sína — 0 * um til athlægis. Þú verður sjálfu1 ákveða þetta. Skrifaðu þá hvað sem P sýnist; ég kýs heldur að koma hver nærri, fyrr en ég les bókina.“ u Um leið og þeir vinirnir kvöddust, a aði Galibot: 60 heimili sblaði5

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.