Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 5
sóttur til kynbóta. Á því sviði hlýtur hann einnig að hafa haft mikla hæfileika, því að hann stofnaði til hingaðkomu hvorki meira né minna en 200 hvolpa árlega um sjö ára skeið. Enn þann dag í dag geta svo til allir verðlaunahundar í tamningaprófraunum slíkra fjárhunda „rakið ættir sínar“ til Gamla Hamps. En auk áreiðanlegheitanna og hyggind- anna var Hampur gamli gæddur hinu sterka, seiðandi, allt að því dáleiðandi augnaráði, sem er aðal hins afburðagóða fjárhunds. Fyrsta flokks fjárhundur læt- ur sér ekki nægja að hlaupa kringum hjörðina og gelta. Hann festir við sig augnaráð forustusauðarins og heldur því svo föstu, að hann getur bókstaflega ekki unnað en farið að vilja hundsins. Eitt af því sem m. a. einkennir hvað bezt afkom- endur Gamla Hamps er líka hæfileiki þeirra til einbeitni, en hann er talinn alveg ein- stakur. Samvinnan milli border-colliers og eig- undans er talin fágæt. Þegar hundurinn hleypur í kringum féð og rekur það í átt til húsbóndans, lætur hann stjórnast af blístri, sem berst lengra en nokkurt her- skipunarhróp. Sérhver kemur sér upp sér- stöku kerfi af slíkum blísturshljóðum. bjúpt hljóð getur t. d. þýtt: Til hægri! Langdregið og hátt blístur: Til vinstri! Látt og hvellt flaut: Stanz! Jafnvel blindir hundar geta gætt fjár, ef þeir hafa verið vandir við að hlýðnast slíkum blísturs-skipunum. Fyrir tveim ár- Um var blindur hundur, Own Bob, látinn ®angast undir fjárgæzlu-próf hjá R. H. Lracken. Hundurinn spratt á fætur, er honum var gefið venjulegt merki þar um; e£ eftir blístursmerkjum Brackens rak aann fjárhópinn inn í stekkinn. Áhorf- endurnir, sem fylgzt höfðu með þessari ^gætlega leystu prófraun, hrópuðu sig hása fögnuði, þegar Own Bob hlaut fyrstu láta snemma í Ijós og eftirtektar, — varðgæzlu. Það er næstum hlálegt að Sja fjögurra mánaða hvolpa reyna að j^Uiala saman öndum og kjúklingum á °adabæjunum. En þjálfun þeirra og upp- erölaun’í keppninni. Margir border-colliar ^íileikann til sræzlu ^ElM Skozki fjárhunduíinn (Border-collie). eldi getur þó ekki hafizt fyrr en þeir eru tveggja ára gamlir. Þá er hundurinn sendur upp í skozka hálendið og látinn um- gangast reynda fjárhunda og smalana. Frá fjögurra ára aldri og til átta ára lif- ir hann blómaskeið sitt. En þar eð border- colliinn í Skotlandi verður oft að hlaupa meira en 40 kílómetra á degi hverjum, um eitthvert erfiðasta svæði yfirferðar sem hugsazt getur, endist hann varla mörg ár til slíkra þrekrauna. Eldri hundar eru því oft látnir gegna störfum heima. við bæina, sem minni kröfur gera til lík- amsburða þeirra. Hinn þekkti hunda-uppalandi James Wilson í Peeblesshire er alltaf á hnotskóg eftir efnilegum border-collie-hvolpum. Andstætt flestum öðrum velur hann aldrei smávaxna, fjöruga hvolpa, sem gaman hafa að fljúgast á, en kýs heldur þann hvolpinn, sem situr einsamall úti í horni. „Sá hundur er vís til að taka starf sitt alvarlega," segir hann. Border-colliarnir eru mjög hreyknir af hæfileikum sínum og móðgast eins og her- togafrúr, ef þeim finnst þeir vera afskipt- ir á einhvern hátt. Eitt sinn átti Wilson verðlaunahund, Craig að nafni, og fór með hann á árlegt mót til prófunar. En enda þótt Craig hefði átt að eiga sigurinn vísan, gat hann einhverra hluta vegna ekki staðið í stöðu sinni þennan dag sem skyldi. Hann lötraði áfram og skipti sér varla af lömbunum, fremur en þau kæmu honum ekkert við. En Wilson hafði ekki fyrr tekið eftir þessu en hann kallaði til annan hund. Þá var Craig ekki lengi að hlaupa fram fyrir hinn nýja keppinaut ILISBLAÐIÐ 181

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.