Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 20
Svo mælti Sólon Krösus var konungur í Lydíu í Litlu-Asíu og var feikilega auðugur. Meðal þeirra mörgu, sem gerðu sér gott af gestrisni hans, var eitt sinn vitringurinn Sólon, hinn gríski frá Aþenu. Nokkrum dögum eftir komuna, lét Krösus fara með hann um allar fjárhirzlurnar til að sýna honum auðævi sín. En þegar Sólon hafði litið á það allt, án þess að láta í Ijós hrifningu á veraldargengi Krösusar, eins og venja manna var, spurði konungur hann, hvern hann áliti hamingjusamastan allra þeirra, sem hann hefði fram til þessa augum litið. Sólon svaraði: „Hvað það snertir, kon- ungur, álít ég Aþenubúann Tellos vera þann mann. Hann bjó við ágæt kjör, átti hrausta syni og var lánssamur með þá alla. Að lokum féll hann í orrustu fyrir föðurland sitt, en það endurgalt honum með því að jarðsetja hann á kostnað hins oipnbera á staðnum, þar sem hann hafði fallið.“ Krösus, sem ekki var lítið undrandi, er hann heyrði, að vitringurinn áleit óbreytt- an borgara geta verið hamingjusamari en sjálfan hinn ríka Lydíu-kóng, spurði því næst, hvern hann áliti þá hamingjusam- asta manninn næst á eftir Tellos. „í annað sæti set ég bræðurna Kleobis og Biton frá Argos,“ svaraði Sólon. „Þeir voru nafntogaðir fyrir líkamsburði sína og hlutu heiðurskrans á almennum kapp- leikjum. En hamingja þeirra var þó ekki fólgin í þessu, heldur því, að þeir voru dyggir synir og hlutu fagran dauðdaga. Það var eitt sinn, að móðir þeirra, sem var Heru-prestur, átti að aka til must- eris gyðjunnar, en dráttardýrin komu ekki í tæka tíð. Hinir ungu synir hennar spenntu þá sjálfa sig fyrir vagninn, til að draga hann hina tveggja tíma löngu leið til musterisins. Og þegar hin hreykna móðir bað gyðjuna um að veita sonum sín- um það bezta, sem hægt væri að veita nokkrum manni, vildi svo til, að ungmenn- in sofnuðu sæl og ánægð eftir ríkulega fórnarathöfn — og vöknuðu ekki aftur.“ Krösus varð nú þykkjuþungur og mælti: „Sem sagt, vinur minn frá Aþenu, — met- urðu hamingju mína svo lítils, að þú jafn- ar mér við óbreytta borgara?“ En þessari spurningu svaraði Sólon með eftirfarandi orðum: „Ég geri ráð fyrir því, að mannsaldur reiknist sjötíu ár. Þessi ár eru fjölmargii’ dagar, en enginn dagur er öðrum líkur, hvorki hvað snertir gæfu eða ógæfu. Þu ert ríkur og ræður yfir fjölda manns; en um það sem þú spyrð mig, get ég ekki gef- ið þér svar, fyrr en ég veit, á hversu fagr- an og hamingjuríkan hátt þú hefur lokið ævidögum þínum. Því að enginn er ham- ingjusamur fyrir sitt endadægur.“ Krösus skellti skolleyrum við þessum sannleika, áleit vitringinn tæpast með öll- um mjalla, veitti honum enga nánari at- hygli, gleymdi honum — og mundi ekki eftir honum, fyrr en löngu síðar, er hann hafði komizt að því af eigin raun, hversu satt þetta var. Þannig vildi nefnilega til, að Krösus lenti í stríði við hinn volduga konung Kyros. Hann særðist og var tekinn til fanga, og Kyros dæmdi hann til að láta lífið á báli. Þar sem Krösus stóð á bál- kestinum og eldurinn tók að sleikja hann, minntist hann þess skyndilega, sem Sólon hafði eitt sinn sagt við hann. Því að nú sa hann, þótt því miður væri það allt of seint, að þau orð höfðu verið sannleikur. Og Þa hrópaði hann upp, svo allir máttu heyra: „Ó, Sólon, Sólon, Sólon!“ — En þegar Kyros heyrði hróp þetta, vildi hann áfjáð- ur fá að vita, hvað það þýddi, og gaf fyrir' skipun um að leysa Krösus frá stólpanum, svo hann gæti útskýrt fyrir sér, hvað orð- in hefðu þýtt. Krösus skýrði nú frá orða- skiptunum, sem átt höfðu sér stað miH1 hans og Sólons forðum. Kyros varð mjög hugsi við þá sögu og gaf Krösusi líf. 196 HEIMILISBLAÐI®

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.