Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 36

Heimilisblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 36
— Og svo hló hreppstjórinn, svo að ýstra hans gekk upp og niður innan undir skraut- saumuðu vestinu, og keyrið lamdi hestana, 'svo þeir reistu makka og frísuðu. „í mínum augum er allur heimurinn skínandi fagur, þegar fullur máni hrekur myrkrið á flótta, varpar ljóma sínum á veginn og breytir lækjarsytrunum í stireymandi silfurelfur,“ svaraði drengur- inn. „Grænt engið er engu síður mjúkt en mjúka sætið í vagninum yðar, enda er það afbragðs sæng að sumrinu til, er maður leggst til hvíldar að kvöldi. Þá spinnur köngulóin glitrandi voð, sem hún breiðir yfir mig, og fuglarnir syngja mér ljóð, þegar líða tekur að morgni. Öll náttúran heldur vörð í kringum mig — því að, sjá- ið þér til, hreppstjóri, ég er Ljúflingur Lánsins!“ „Ahaha,“ hló þá hreppstjórinn. „Ertu Ljúflingur Lánsins, — jæja, þá verðurðu að koma heim með mér, karlinn. Þú mátt vinna í fjósi mínu og aldingarði, færð mat og húsaskjóli og einhverja vasapeninga, ef þú hagar þér skikkanlega. — Viltu þetta?“ „Já, gjarnan, þér skuluð bara halda áfram heim!“ sagði drengurinn. Drengurinn var nú lengi vel á heimili hreppstjórans, og á meðan hann var þar, gekk allt svo sem bezt mátti verða. Hann sýndi öðrum fram á, að maður getur verið glaður og ánægður, enda þótt maður sé ekki annað en fátækur flökkudrengur á Vegum úti. En svo var það einn daginn, að hann kom að máli við ráðskonuna í eldhúsinu, sagðist vilja þakka fyrir allt gott, sem hann hefði notið, og vilja halda áfram för sinni út í víða veröld. Hreppstjóranum og konu hans þótti báðum leitt, að hann skyldi hafa tekið þessa ákvörðun. Það var engu líkara en sjálfir söngfuglar himinsins hefðu hót- að því að strjúka frá þeim fyrir fullt og allt. En drengurinn hélt fast við ásetning sinn; það var ekki hægt að tala um fyrir honum. — Hryggust af öllum var þó hin glóhærða dóttir hreppstjórans, Inga. Hún hafði jafn- an elt drenginn uppi hvert sem hann fór og litið upp til hans eins og væri hann prins. Þau höfðu leikið sér saman innan um húsdýrin og dýr merkurinnar. Þeim hafði komið einkar vel saman við dýrin, og hvarvetna höfðu dýrin hænzt að þeim — jafnvel fuglarnir í hreiðrum sínum. Það, að þurfa að skiljast við Ljúfling Lánsins — það var meira en Inga litla gat afborið að hugsa sér. „Hvaðan komstu — og hvert ertu að fara?“ spurði hún, um leið og hún þerraði sér um augun á svuntunni sinni. „Leið mín liggur hvert á land sem er,‘ svaraði hann, „og hvar hún hófst, það man ég varla lengur. En eitt held ég, Inga mín, — að þú hafir sjálf lært að safna sólskinsgeislunum. Og við munum áreiðan- lega hittast aftur, því að þú munt ferðast um lífsveginn sem Dóttir Lánsins — en ég sjálfur — ég er Ljúflingur Lánsins. Þess vegna eru það líka aðrir, sem þurfa á mér að halda, skilurðu. En einhvern tíma kem ég aftur og sæki hana Ingu litlu og fer með hana í reisuna út um víða veröld. Svo brosti drengurinn og þrýsti hönd hennar að skilnaði. Litla stúlkan veifaði 1 kveðjuskyni, og drengurinn veifaði nýla hattinum sínum á móti. Hún klifraði upP í háa tréð að húsabaki, en þaðan gat hún séð til vinar síns, unz 1131111 hvarf henm sjónum við bugðuna á veginum. Fyrir ]>remur árum giftist l>andaríska kvik- myndaleikkon- an Rita Hay- worth í fimmta sinn, og sagði f>á að ]>að hjóna- band myndi verða eilíft, en nú er hún skilin við þann fimmta. 212 HEIMILISBLAÐ1®

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.