Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 38

Heimilisblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 38
Við, sem vinnum eldhússtörfin Flestum þykir mjólkurostur góður, og við vitum að hann er mjög hollur, en fæst- ir kunna að notfæra sér hann á annan hátt en sem álegg á brauð. En ostur er ákaflega ljúffengur í ýmsa rétti. Ég er hér með litla bók fyrir framan mig, sem heitir „Ostaréttir“ og er eftir Helgu Sigurðardóttur. Ég vel hér úr nokkrar uppskriftir, sem gaman væri að reyna: Ostastengur 125 gr. rifmn ostur % tsk. salt 125 gr. hveiti % tsk. paprika. 125 gr. smjörliki Smjörlíkið mulið saman við hveitið, þar í er blandað salati, papriku og osti, hnoð- að saman með fljótum handtökum, flatt út frekar þykkt. Skorið í 1 cm þykkar ræm- ur, sem eru 10 cm langar. Settar á plötu, eggjastrik er sett ofan á stengurnar, og þar á stráð osti. Bakað við mikinn hita. Rétt er að búa til hringi úr nokkru af deiginu, og er þá stöngunum stungið inn í hringinn, þegar borið er á borð. Ostasteng- urnar eru skreyttar með radísum eða öðru hráu grænmeti. Franskar ostakökur 60 gr. rifinn ostur 3 nisk. hveiti 50 gr. smjör eöa 1 msk. vatn smjörlíki % tsk. salt Smjörið er mulið saman við hveitið, ost- inum og saltinu er blandað í og vætt með vatninu. Hnoðað þar til deigið er jafnt. Flatt út. Sorið í ferkantaðar, litlar kökur eða stengur, raðað á plötu, eggjarák er látin á kökurnar og rifnum osti stráð of- an á. Bakaðar við góðan hita. Það er gott að borða smjör með þessum ostakökum. Ostahaf ram j ölskökur 70 gr. rifinn ostur 60 gr. haframjöl 180 gr. hveiti 60 gr. smjörliki, egg 4 tsk. lyftiduft 3—4 msk. mjólk salt og pipar Hveitinu, haframjölinu, salti, pipar og lyftidufti blandað saman, smjörið mulið i, osturinn hrærður saman við. Vætt í með egginu og mjólkinni. Deigið hnoðað og flatt þykkt út, mótað í litlar kökur, sem oakaðar eru við góðan hita. Ostur með makkarónum 100 gr. ostur 2 dl. mjólk 125 gr. makkarónur 100 gr. hangikjöt 25 gr. smjörlíki 2 egg, salt Makkarónurnar eru brotnar og soðn- ar í mjólkinni í 10 mín. Þar í er blandað smátt skornu hangikjöti, rifna ostinum og salti. Eggjarauðunum er hrært út í síðast hinum stífþeyttu hvítum blandað n Bakað í heitum ofni og borðað með tomat- sósu. Ostur með hrísgrjónum smjörlíki 250 gr. hrísgrjón 150—200 gr. ostur 2 iaukar 50 gr. smjör eða Salt, allrahanda og papríka 250 gr. tóm- atar eða 2—3 msk. tómatkraftur, vatn- Laukurinn skorinn smátt, látinn í með smjöri og hitað. Hrisgjónin þvegm, látin út í ásamt kryddinu, tómötunum oða tómatkraftinum. Soðið við hægan eld og ofurlítið vatn látið í, svo það brenni ekki við. Grjónin eiga að vera meir og sundui- laus. Látið í fat og rifna ostinum stia yfir. 214 HEIMILISBLAÐ1®

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.