Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 32

Heimilisblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 32
„Dauður? Lofaður sé Guð. Þá er þján- ing mín á enda.“ „Ég skal bjarga þér.“ Rinaldo heyrði fótatak og hrópað á sig langt að. Hann lét til sín heyra. Þetta var Lodovico. Logandi kerti hans komu sér vel. Rinaldo leitaði að sínu kerti og kveikti á því. Hann mælti: „Þú, sem varst að tala við mig, hvar ertu?“ Svarið kom úr hringmyndaðri, alinhárri holu á veggnum: „Hérna! Ég, hin óhamingjusama kona, er múruð hér inni í þröngum klefa og hef ekkert annað op en þetta. Hér í gegn fæ ég mína fátæklegu fæðu.“ Rinaldo lýsti gegnum opið og sá innfall- ið andlit og lokuð augu á bak við opið. Við þessa sýn rann honum kalt vatn milli skinns og hörunds, og andlitsdrættir Lodo- vicos stirðnuðu. „Æ,“ andvarpaði fanginn og gekk aftur á bak. „Augu mín þola ekki lengur ljóma ljóssins.“ Rinaldo athugaði járnhurðina, sem flóttamaðurinn hafði skellt í lás á eftir sér. Hann lét Lodovico fara eftir verkfær- um. Rinaldo spurði fangann, þegar Lodovico var farinn: „Hefur þú aldrei séð ljós hér?“ „Stundum sá ég dauft lampaljós, þegar ég fékk hálm eða brauð og vatn, en sá aldrei annað ljós.“ „Þú skalt smám saman venja þig við kertaljósið, svo að þú getir þolað dags- birtuna.“ „Ætlar þú að bjarga mér?“ „Það ætla ég að gera eftir stutta stund,“ sagði Rinaldo. „Loksins! Loksins! Almáttugi Guð, ég þakka þér á hnjánum. Launaðu björgun- armanni mínum og veittu honum blessun þína. Veit honum gleði hamingjuríks lífs og endurgjald góðverk hans. Heyr mína bæn, þú algóði faðir allra góðra manna.“ Rinaldo hallaði sér upp að veggnum og andvarpaði: „Kenndu mér, ó, Guð, að biðja af hjartans einlægni eins og á dögum æsku minnar.“ Þegar Lodovico kom til baka, var hann ekki aðeins klyfjaður verkfærum, heldur hafði hann einnig meðferðis litla vínflösku,- ávexti og brauð. „Þetta var sannarlega vel gert, Lodo- vico,“ sagði Rinaldo. Hann gaf fanganum með sér mat og drykk. Hún meðtók hvort tveggja með innilegu þakklæti og hresstist af því. Björgunarmennirnir hófu starf sitt. Þeir stækkuðu opið á veggnum með rof- járnum og öðrum verkfærum, og brátt varð það svo stórt að fanginn gat skriðið út. Hún kraup þegar til bænar. Hamingjan góða! Hvílík hryggðarmynd var þessi kona. Hún var föl ásýndum og tálguð eins og beinagrind. Fötin hengu eins og druslur utan á henni. Reikul var hún í spori, þegar Rinaldo studdi hana upp eftir göngunum. Hún fól andlitið í hönd- um sér, þegar hún kom upp í salinn og dagsbirtan féll á hana, og hneig niður a gólfið. Rinaldo bar hana inn í herbergið sitt og lagði hana í rúmið. Hún féll þegar í væran svefn. Rinaldo lokaði dyrunum a eftir sér. Þar sem enn var lítt áliðið dags, sendi hann Lodovico til nágrannaþorps til Þess að kaupa kvenfatnað. Með aðstoð hallarvarðarins gat Rinaldo orðið sér úti um nýja hurð til að setja fyrir göngin til neðanjarðarfylgsnisins og gekk vel frá því öllu. Svo fór hann með hallarvörðurinn inn í herbergið, þar sem fanginn hvíldi í rúminu. „Hamingjan góða! Hvað hef ég se^ hér?“ sagði hallarvörðurinn, þegar hann var aftur kominn út. Lodovico kom aftur með fatnaðinn. Kon- unni var nú gefinn matur og því næst flutt í annað herbergi, þar sem hún svaf hér um bil samfleytt í hálfan annan sólar- hring, og flýtti það mjög fyrir afturbata hennar. Rinaldo og Lodovico fóru í nýja könn- unarleiðangra í neðanjarðargöngunum- Þeir höfðu losað um lásinn og slagbrand- inn fyrir járnhurðinni, og reyndu árang- urslaust að ljúka henni upp. Þegar ÞeU hvíldust um stund frá erfiði sínu, heyrðu þeir fótatak hinum megin frá. Brátt var slagbrandurinn þeim meginn tekinn fra’ og dyrnar lukust upp með braki og brest- um Mannvera kom hálfvegis í Ijós. Rin' HEIMILISBLAÐtÐ 208

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.