Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 28

Heimilisblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 28
fara í samkvæmisleik, þegar nokkrir þjón- ar vísuðu ókunnugum manni inn, en hann vildi hitta markgreifann. Markgreifinn stóð upp, og ókunni mað- urinn gekk til hans. Þegar hann sá Rin- aldo, greip hann til sverðsins og hrópaði: „Hæ! Ert þú hérna, launmorðinginn?“ „Hver er hér á ferð?“ spurði Rinaldo og dró sverð sitt. Hann stóð andspænis höf- uðsmanninum frá Korsíku. „Það er ég,“ anzaði höfuðsmaðurinn. Sverð þeirra skullu saman. í sama mund kvað við skot úr runna þarna skammt frá, og höfuðsmaðurinn féll til jarðar. Nú komst allt 1 uppnám. Menn kveinuðu og æptu og hlupu sitt í hverja áttina. Þjónarnir komu vopnaðir á vettvang. Allt var á ringulreið. Greifafrúin sýndi það snarræði að koma Rinaldo inn í sólskýlið og loka dyrunum á eftir. Rinaldo hafði ekki hugmynd um, hvað fyrir hafði komið. Hann sat nokkrar stundir óttasleginn og aleinn og gat ekki ímyndað sér, hvernig þessu lyki. Loks var dyrunum lokið upp og greifafrúin gekk inn. „Er höfuðsmaðurinn dauður?“ spurði Rinaldo. „Hann liggur illa særður inni í húsi,“ svaraði greifafrúin. Síðan mælti hún: „Þótt ég viti ekki, hver stendur fyrir þess- um blóðsúthellingum, þá ætla ég að reyna að bjarga þér. Langt inni á Rematahálend- inu á ég höll, þar sem enginn mun leita þín. Þangað verður þú að fara fyrst í stað. Hér er bréf til hallarvarðarins. í því ertu kallaður Tagnano, barón, einn af ættingj- um mínum. Söðlaður hestur stendur úti fyrir garðshliðinu. Guð sé með þér. Þú færð fréttir af mér, og ég kem eins fljótt og hægt er á eftir þér.“ Hún kyssti hann blíðlega, og augu henn- ar flóðu í tárum. Svo sleit hún sig lausa og fylgdi honum að garðshliðinu, þar sem hesturinn stóð. Rinaldo steig á bak og hélt af stað inn í landið eftir ónákvæmum leiðbeiningum, sem hann hafði fengið. Næturfegurðin var hrífandi. Tunglið varpaði birtu sinni um landið. Allt var kyrrt og hljótt. Á hæð einni sá hann mannveru, sem hreyfðist eins og skuggi. „Hver er þar?“ spurði Rinaldo. Og hann fékk þetta svar: „Maður, sem þekkti yður, þegar þér vor- uð Mandochini greifi. Ég veit einnig um hið annað nafn yðar, en ég þori ekki einu sinni að nefna það hér í þögn næturinnar.‘‘ „Svo virðist, sem þú þekkir mig,“ sagði Rinaldo. „Segðu mér, hvað þú heitir.“ „Þekkið þér ekki röddina? Ég er Lodo- vico, sveinn yðar.“ „Lodovico? Já, nú þekki ég þig. — Hvernig ertu hingað kominn?“ Á meðan hafði Lodovico komið nær, og hann sagði: „Hvert er ekki hægt að kom- ast í þessum heimi? 1 Kalabríu fékk höf- uðsmaðurinn slæma útreið hjá mér, en iH- gresi getur ekki dáið. Hnífsstungur geta ekki gert út af við þann, sem á að hengj- ast. Þorparinn er aftur kominn til heilsu. — Ég komst í skip í Kalabríu sem umferða- vopnasmiður, og þannig komst ég til Mess- ína. Ég sá yður tvisvar, en með svo tignu fólki í bæði skiptin, að ég áræddi ekki að koma nær til að tala við yður. Ég vissi ekki undir hvaða nafni þér genguð og ga* heldur ekki um það spurt. Ég hefði vilj- að komast til yðar. Peningar mínir voru að ganga til þurrðar, og ég vissi ekki, hvað til bragðs skyldi taka. Ég gekk niður að höfn í dag dapur í bragði, og hvað haldið þér ég hafi séð — ekki annað en þennau bölvaða höfuðsmann! Ég hélt, að ég sæi ofsjónir. Var þessi ræfill enn á lífi? — ég hugsaði með sjálfum mér: Bara eg gæti nú hitt foringjann og sagt honum hvern ég hefði rekizt á. — Ég fór um allt eins og logi yfir akur og sá yðm’ hvergi. Loks sá ég yður á leið til aðsetuns greifafrúarinnar og fylgdi yður eftir. Bg komst í kynni við þjónana, lézt vera skylm- ingakennari, sem ferðaðist um, fékk upp' lýsingar um, hver réð húsum, athugaði vel allar aðstæður og hélt svo á burt. tók auðvitað eftir því, að þarna átti ao bera fram veitingar, og þegar ég sá all þetta góðgæti, þá langaði mig mest til a hrifsa eitthvað til mín, svo sem við höt- um verið vanir að gera, því að maginn i mér var alveg galtómur. En mér næg 1 þó að vita, að hér mundi loks gefast tæki- færi til að hitta foringjann og faldi mig 1 heimilisblaðII) 204

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.