Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 33

Heimilisblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 33
aldo stökk á fætur og skipaði henni með þrumuraust að nema staðar. Veran hvarf á augabragði, enda þekkti hún betur umhverfið en þeir, sem veittu henni eftirför. Þeir félagarnir stauluðust eftir mjóum, hvelfdum gangi, sem endaði í steinþrepum upp á við. í stað útgöngu- dyra var fellihurð úr járni, þar sem þrep- unum lauk. Þeir gengu upp Þrepin og komu þá inn í turn, sem í var hringstigi. Þegar þeir voru komnir upp stigann, voru þeir staddir á þaki turnsins og sáu, að þessi turn stóð einn sér á yztu brún fjallsins, alllangt frá höllinni. Á turninum voru hvergi útgöngudyr, og þeir gátu ekkert í því skilið, hvert veran hefði getað farið, nema hún hefði komizt út fyrir í kaðal- stiga. Þar sem þeir voru komnir á leiðarenda, þá sneru þeir við, rannsökuðu fellihurð- ina, sem var mjög öflug, þung og þykk. Að innan voru miklir slagbrandar, sem þeir færðu fram, settu fleyga í og lokuðu með hengilásum. Þeir lokuðu einnig járn- hurðinni að innan og fóru svo aftur inn í höllina. Að fáum dögum liðnum hafði þessi kven- fangi náð sér svo, að Rinaldo gat lagt fyr- ir hana nokkrar spurningar. „Það er sjálfsagt, að ég segi lífgjafa mínum allt af létta um orsakir þessarar ógæfu minnar. Ég skal segja yður sögu mína af eins mikilli hreinskilni og mér er mögulegt. — Ég heiti Violanta. Faðir minn hét Brotezza de Noli og var lénsmaður Martagno greifa. Greifinn hafði nýverið misst fyrstu konu sína, þegar ég, illu heilli, kynntist honum. Hann sagði mér frá ást sinni til mín. Ég trúði engu orði hans. Hann fullvissaði mig um göfugmannleg áform sín og bað um hönd mína. Ég hafði rnisst móður mína þegar í bernsku. Faðir minn barðist þá á Spáni undir gunnfána landsherra síns og féll í umsátrinni um Barcelona. Ég var ein og yfirgefin og leit- aði athvarfs hjá frænku minni gamalli. Við spöruðum eins og við gátum, svo að hægt vseri að gera mig þannig úr garði, að ég gæti sótt um upptöku í klaustur. Smám saman höfðum við aflað nauðsynlegs út- búnaðar, og ég hélt af stað með föggur mínar. Á leiðinni var ráðizt á mig, og ég var fjötruð og farið með mig í framandi hérað. Hér voru menn Martagnos greifa að verki. Þeir höfðu ráðizt á mig og farið með mig til þessarar hallar. Greifinn kom til mín og endurtók ástarjátningar sínar. Ég vísaði honum á bug með fyrirlitningu og festu og lýsti því yfir, að ég vildi held- ur deyja en fórna meydómi mínum. Greif- inn reyndi með öllum brögðum og ofbeldi að koma vilja sínum fram, en árangurs- laust. Hann gat misþyrmt mér, en ekki fengið mig til að láta undan illum áform- um sínum. Ég sagði honum, að einungis hjónabandið gæti veitt honum það, sem hann leitaði eftir. Þegar honum varð ljóst, að hann gat ekki yfirbugað mig, lét hann loks undan, og prestur var fenginn til að vígja okkur í hjónaband." „Hvað er þetta?“ tók Rinaldo fram í fyrir henni. „Giftust þér Martagno greifa?“ „Rétt er nú það,“ sagði Violanta. „Hann bjó hjá mér um ársfjórðungs skeið, en fór þá á burt og kom ekki aftur. Þessi níð- ingur lét múra mig inni í fangaklefa. Ég fékk ekkert svar við ákærum mínum, og menn heyrðu ekki neyðaróp mín. Gamall skálkur gaf mér vatn og brauð og tautaði daglega: „Ætlarðu að lifa til eilífðar?" „Guð minn góður!“ sagði Rinaldo. „Greifinn hefur þá gengið í hjónaband að nýju, meðan þér voruð í fangaklefanum. Ekkja hans er enn á lífi og hefur áreiðan- lega ekki minnstu hugmynd um þetta níð- ingsverk hans.“ Þau voru enn að tala saman, þegar hreyfing komst á í höllinni. Rinaldo gekk út að glugga og sá vagn, sem greifafrúin sat í, renna inn í hallargarðinn. Hann flýtti sér til móts við hana. Þegar Rinaldo var orðinn einn með greifafrúnni, sagði hún honum frá því, að Romano markgreifi hefði tekið höfuðs- manninn í hús sitt, og menn vonuðu, að hann mundi ná sér. „Um yður, herra riddari,“ hélt hún áfram, „halda menn, að þér hafið komizt burt frá Sikiley með einhverju skipi. Ég hef notað tækifærið, þegar aðalsmenn í Messína vitja jarðeigna sinna, til þess að Heimilisblaðið 209

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.