Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 10
Blómastúlkan Smásaga eftir Jacques Christophe. Francoise og Germaine áttu heima í kjall- araíbúð rétt hjá Montparnasse. Foreldrar þeirra beggja voru dánir, og þær áttu at- hvarf hjá frænku sinni, sem ekki lét það liggja í láginni, að börnin væru sér fjötur um fót. Francoise var nýorðin fjórtán ára. Snemma á hverjum morgni fór hún til blómasalans, þar sem hún fékk körfu fyllta af blómum, sem hún svo síðan seldi fót- gangendum við eina af stærstu breiðgöt- um borgarinnar. Klukkustundum saman stóð hún á sama staðnum og bauð blóm til sölu, með sama orðalaginu, sem henni var meinilla við — því hún fyrirleit ósannsögli — en frænka hennar hafði sagt henni að segja: „Kaupið blómin mín! — Ég á fimm systkini heima, og mamma mín er veik!“ Þegar hún kom auga á velklæddan herra- mann, rétti hún fram blómin og sagði: ..Kaupið blóm, herra, handa konunni yð- ar.“ Og ef um konu var að ræða, sagði hún bænarrómi: „Kaupið blóm, frú, þau boða yður hamingju." Morgunverður hennar var lítill brauð- hleifur, og um kvöldið kom Germaine, sem var tíu ára gömul, og sótti hana. Mesta — og í rauninni einasta — gleði þeirra var að horfa í glugga stórverzlananna og benda á þá hluti, sem þær myndu kaupa, ef þær ættu peninga. Kvöld eitt, þegar Germaine kom að sækja hana að venju, ljómaði andlit Fran- coise af gleði, og hún hélt á tveggja franka peningi í lófanum. Gömul kona í bifreið hafði gefið henni peninginn. Hún hafði verið í fylgd með eldri manni, þau höfðu talað við hana lengi, og maðurinn hafð' lofað henni að gefa henni nýjan kjól, eí hún vildi aka með sér í kjólaverzlun. „Lofaðu mér að sjá kjólinn, hvar geyfl1' irðu hann?“ spurði Germaine, og augu hennar Ijómuðu. „Ég fór alls ekki með honum, því e^ varð hrædd,“ svaraði Francoise lágt. „En hvers vegna?“ „Það er svo margt sagt í blöðunum unl menn, sem tæla með sér litlar stúlkur granda þeim.“ „Æ, þú átt ekki að trúa slíku! Hvernig leit hann út?“ Þegar Francoise hafði lýst honum eú1? vel og hún gat, hrópaði Germaine: „Veizfu það, Francoise, þetta hefur verið ríku1 maður og mikilmenni; þú hefur hagað þel mjög heimskulega! Hann hefði jafnvel viU' að giftast þér...“ Síðustu orðin kon111 næstum eins og stuna.----------- Upp frá þessum degi varð Francoise ti hugsað um þennan mann. Litla systir hellU ar hafði sjálfsagt rétt fyrir sér í því, f hann myndi hafa viljað giftast henni. Hul1 dauðsá eftir því að hafa ekki ekið með ho11 um í bílnum, og daglangt gat hún verið a svipast um eftir þessum bíl í von um u koma auga á hann innan um alla þá b1 ‘ ’ sem um strætið fóru. Um leið dreymdi hana öll þau auðæfi 0, þægindi, sem henni hefði getað fallið skaut. — Aðeins ef hún hefði ekki sU^ nei þennan örlagaríka dag, þá byggi 111 kannski núna í stóru og fallegu húsi, jaí vel höll. Hún væri ef til vill látin bo1 ^ af gulldiskum, og bæði hún og Germa111 gengju í silki og flaueli. — v Við tilhugsunina um Germaine & Francoise tár í augun, því að nú lá , systir hennar heima með hitasótt, oS óráðinu talaði hún um ríkt fólk og fín Tárin brenndu kinnar Francoise, svo hún gat varla skyggnzt um eftir um, sem hún þó þráði svo mjög að sja hitta aftur. Og ef hann nú kæmi aftur, þá gæfi henni ef til vill fáein sous, svo hún staðið við það loforð, sem hún hafði gel' Germaine undanfarna daga í hug&u11 ha111! g*P ií> 230 HEIMILISBLA®

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.