Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 18
FULTON OURSLER: Bréfíð tíl msins Einu sinni reis sál manns nokkurs upp frá dauðum að vetrinum í staðinn fyrir að vorinu, á jólunum í staðinn fyrir á páskunum. Þá sögu sögðu mér séra Harold Bihl- dorff, sóknarprestur í Brookline, Massac- husetts. Þegar ég sagði honum, að mig langaði til að koma henni á prent, svaraði hann: — Harry Emerson Fosdick sagði mér hana, það er bezt að þú spyrjir hann nánar um hana. Það gerði ég líka, og því kemur hún hérna — lítil saga en þýðing- armikil. Fyrir nokkrum árum bjó í smábæ ein- um í Englandi maður, sem við skulum kalla Fred Armstrong. Hann vann á póst- húsinu og hafði umsjón með þeim bréfum, sem erfitt var að koma til skila vegna óljósrar utanáskriftar eða annars þess háttar. Hann bjó í gömlu húsi með konu sinni, lítilli dóttur og ennþá minni syni. Eftir kvöldmatinn kveikti hann í pípunni sinni úti á blettinum framan við húsið, og þá settust börnin hans hjá honum, og hann sagði þeim frá síðustu afrekum sín- um við að koma til skila bréfum, sem eitt- hvað var ábótavant við. Honum fannst starf sitt ekki standa langt að baki starfi leynilögreglunnar. Hann gerði ekki sér- lega háar kröfur til lífsins, en hann var fullkomlega hamingjusamur í sínu litla ríki. Fullkomlega hamingjusmamur, þangað til litli drengurinn hans veiktist einn dag- inn. Læknirinn var sóttur, og þegar hann hafði litið rétt sem snöggvast á barnið, færðist alvörusvipur yfir andlit hans. Að tveimur sólarhringum liðnum var ekki lengur neinn lítill drengur á heimilinu. Fred Armstrong var svo harmþrungii11! eftir lát sonar síns, að það var eins og sa hans væri dáin. Móðirin og litla systiriu, Marian, voru einnig harmi lostnar, en þ®r háðu harða baráttu til þess að hafa hernil á sorg sinni, því þær voru ákveðnar í a® láta sér verða sem bezt úr því, sem Þ®1 áttu enn eftir í þessu lífi. En þannig va1 föðurnum ekki varið. Líf hans var nú eins og óskilabréf, sem engan viðtakanda fann- Hann fór á fætur á morgnana og vann verk sitt eins og hann gengi í svefni, hann talaði aldrei, nema á hann væri yrt að fyrra bragði, og hann svaraði með eins fáum orðum og honum var frekast unnt- Hann vann störf sín þegjandi, borðað1 hádegisbitann sinn út af fyrir sig, sat svo eins og myndastytta við kvöldborðið °S fór snemma að sofa, en kona hans vissi, a^ mestan hluta næturinnar lá hann með op111 augu og starði upp í loftið. Sumarið leið> og þegar komið var fram í desember, vai ekki annað að sjá, en að hið sjúkle£a þunglyndi hans hefði ágerzt. Kona hans reyndi að tala um fyrir hoP' um. Hún sagði honum, að annað eins þufl£' lyndi og þetta væri óréttmætt gagnvai't hinu látna barni og einnig gagnyart þeh0’ sem eftir lifðu. Hún var hræddust um, af* hann lenti fyrr eða síðar á geðveikrah®!1; ef engin breyting yrði á. En það skip^1 engu máli, hvað hún sagði við hann. Hai111 virtist ekki heyra það. Það var komið fast að jólum. Fi’®cl Armstrong sat eitt sinn síðdegis á stól1 sínum og dró til sín nýjan bunka af óskila' bréfum. Efst í hlaðanum sá hann bréf, seí11 augljóst var, að ekki yrði komið til skila- Utan á það var skrifað með klunnalegu111 prentstöfum: — Til jólasveinsins, No^' urheimskautinu. Armstrong ætlaði að i'1^ það í tvennt og kasta því í bréfakörfuna; en þá var eins og einhver innri rödd segð1 honum að fara sér hægt. Hann opfl^1 bréfið með hægð og las: „Kæri jólasveinn! Það hefur verið ákaflega sorgle^ heima hjá mér þetta ár, og mig lall^a! ekki til að biðja þig um neina g.í° j Litli bróðir minn fór til himna í v01' HEIMILISBLAh135 238

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.