Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1962, Qupperneq 20

Heimilisblaðið - 01.12.1962, Qupperneq 20
Hinir villtu vinir okkav Alan Devoe hefur safnað saman. Framkvæmdastjóri stórs dýragarðs í Ameríku, William Hornaday, sagði einu sinni: „Ég hef aldrei þekkt nokkurt dýr, sem ekki gæti orðið góður vinur manns.“ Sá, sem reynir að vinna vináttu dýranna og brjóta niður þann múr hræðslu og grimmdar, sem skilur þau frá okkur, mun verða fyrir dásamlegri reynslu. • í sumarfríi úti á landi urðum við góðir vinir tveggja svartbaka — stórra, var- kárra máfa; vængjahaf þeirra var hér um bil hálfur annar metri. Svartbakarnir héldu til við vatn, sem lá inni í landi, og þeir verptu eggjum sínum á bera klettana meðfram ströndinni. Dag einn fundum við tvo unga, sem voru nýkomnir úr eggi. Við settum þá út í hlýtt sólskinið fyrir utan sumarbústaðinn okkar. Á hverjum degi veiddum við nokkra fiska handa þeim, og þeir uxu mjög fljótt. Á nóttunni sváfu þeir niðri á ströndinni, en um leið og við nálguðumst á morgnana og flautuðum, komu ungarnir himinlifandi flögrandi til okkar. Þeir lærðu fljótt að fljúga, að lenda á vatninu og hefja sig til flugs aftur, og þegar þeir voru hér um bil fullvaxnir, gengu þeir í lið hinna máfanna, er héldu til hinum megin við vatnið, í fimm kíló- metra f jarlægð. Við gerðum ekki ráð fyrir að þeir myndu þýðast okkur framar, En þar höfðum við rangt fyrir okkur. Rauði kanóinn okkar hélt áfram að vera báturinn þeirra. Þegar við rérum út á vatn- ið, svifu þeir skyndilega niður til okkar, settust á borðstokkinn og sigldu méð okk- ur svolitla stund. Þegar við syntum í vatn- inu, syntu þeir í kring um okkur. Þegar við fórum í gönguferðir inn í landið, fylgdu þeir okkur eftir. Um miðjan ágúst yfirgáfu máfarnir út- ungunarstað sinn og héldu til hafs, en fram á síðasta dag komu stóru fuglarnir tveir og heimsóttu okkur. _ ,, — C.M. — • Laugardagseftirmiðdag nokkurn ók ég í litlum vagni upp eftir mjóum brautar- teinunum frá Nome í Alaska til Laxa- vatns, þar sem ég ætlaði að eyða helginni við veiðar. Um það bil 10 km frá bænum kom ég auga á hreindýr, sem stóð í þéttu kjarri við brautarteinana. Það hafði flækt hornunum í gamlan símavír og gat varla hreyft sig. Mér sýndist á öllu að hreindýr- ið væri búið að vera fast í lengri tíma. Hreindýrið barðist örvilnað um til að losa sig, í hvert skipti sem ég reyndi að nálgast, en þegar ég talaði róandi við þaði hætti það smám saman að berjast um- Loksins tókst mér að komast það nálægt því, að ég gat byrjað að losa það úr flækj' unni. Ég hélt áfram að tala við það og lagð1 annað slagið höndina á skjálfandi dýrið- Á endanum tókst mér að losa það, og Þa^ stökk máttleysislega í burtu. Ég gekk aftur að vagninum og ók einn kílómetra ennþá, en afganginn af leiðinm til Laxavatns ætlaði ég að ^anga. Ég va1 ekki búinn að ganga lengi, þégar ég heyrð1 hljóð fyrir aftan mig og sneri mér snögg' lega við. — Þarna stóð hreindýrið mi^' Það titraði mikið, þegar ég gekk að Þvl’ en eins og áður talaði ég lágt og rólega við það, og það flýði ekki. Ég klappaði Þvl varlega á ennið. Alla leiðina niður að vatninu, vegalengd’ sem er um sex—sjö kílómetrar, fylgdi dy1' ið mér eftir eins og hundur. Annað slag10 kom það fast upp að mér og teygði höfu®' ið fram, svo ég gæti klappað því. Þetta varð sú bezta veiðiferð, sem ^ hef farið í. Allan tímann, sem ég var vl vatnið, var hreindýrið hjá mér, og Þaö varð einkennileg og dapurleg skilnaða1' stund, þegar ég daginn eftir tók bakpokau11 og ók heim til Nome. v 240 HEIMILISB LAÖ15

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.