Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1964, Síða 5

Heimilisblaðið - 01.01.1964, Síða 5
Við landamærin Það var fagurt veður morguninn 25. maí fyrir þremur árum. Sólin skein í heiði yfir hafsbrún miðri og sunnankalda lagði upp að ströndinni, en það var sjólaust með öllu. Við Jói, félagi minn, ætluðum að fara tæpan tveggjastunda róður úr lendingunni á Dalatanga, sem er yzt á skaganum milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar, og norður á Seyðisfjörð utanverðan. Erindið var að sækja kúskel til beitu, höfðum við tæki til þess í bátnum, einnig höfðum við verj- ur, því að enginn veit að morgni hvernig dagurinn muni enda, sízt á sjó, og nesti, nægilegt handa 2 matgoggum heilan dag. Það var stundu fyrir miðjan morgun, sem við lögðum af stað. Hundarnir fylgdu okkur til sjávar. Þegar við lögðum frá landi sátu þeir eftir í fjörunni og spangól- uðu aumkunarlega út í loftið. Við þurftum ekki að róa nema út úr lendingunni. Sunn- ankaldinn var leiði, sem enginn ræðari mundi hafa látið ónotað. Jói reisti sigluna og greiddi úr seglunum. Ég settist undir stýri. Báturinn rann norður fyrir tanga- oddann og fórum við sem leið lá — með- fram lágum klöppum, bröttum skriðum og háum björgum, fyrir tanga og víkur. Á hina hönd var hafið, vítt og bjart. Æðar- fuglinn sat í þanginu við flæðarmálið, spekingslegur á svipinn, og hvítfuglinn flögraði meðfram björgunum, hátti uppi, en efst baðaði heiðríkjan fannkrýnda tinda fjallanna. Jói sagði mér draum, sem hann hafði dreymt um nóttina. Honum þótti við vera að leggja af stað í þessa ferð. Húsbóndi okkar var að gefa okkur leiðbeiningar og segja okkur, hvernig við skyldum haga verkum. Hafði hann lokið máli með að vara okkur við draug, sem fylgdi bátnum. Væri venja hans að klifra upp á fram- stefnið og ygla sig framan í menn. Ef draugurinn kæmi, mættum við ekki verða hræddir, við yrðum að ygla okkur á móti, og myndi okkur þá ekki saka. Við hlógum að draumnum. Báturinn skreið áfram, og við vorum í góðu skapi. Þegar við komum á veiði-svæðið fórum við að útbúa tæki okkar, gátum við loks byrjað á vinnunni. Við unnum af kappi og sinntum ekki öðru. Hver kúskelja-hrúg- an eftir aðra kom inn í bátinn, einstaka bobbar, báruskeljar og önnur botndýr komu með. Það var eins og náttúran vildi gleðja okkur með þessari smá tilbreytni. Um hádegi tókum við til snæðings. Þá fyrst veittum við því athygli, að veðrið var að breytast. Loftið var að verða skýj- að og þokan smá mjakaðist yfir fjalls- tindana. „Blíðan er að minnka,“ sagði Jói. Rétt á eftir fór að rigna, straumurinn jókst og ekki var laust við undiröldu þeg- ar á daginn leið. Allt þetta gerði okkur örðugra fyrir, en við héldum viðstöðulítið áfram þangað til um náttmál. Þá áttum við eftir að ganga frá tækjum okkar og búast undir ferðina. Þegar allt var tilbú- ið, lögðum við af stað. Þá var góð stund eftir til miðnættis. Við vorum nú ekki í jafngóðu skapi og um morguninn. Við vor- um orðnir þreyttir og blautir og þar að auki vorum við ekki búnir að fá eins mik- ið og æskilegt hefði verið eftir allan þenn- an tíma. Nóttinni, sem í hönd fór, gleymi ég aldrei. Þó að hún tæki ekki mjúkum hönd- um á okkur Jóa, var betra að hafa lifað hana en ekki. — Það var allmikið farið að skyggja þeg- ar við lögðum af stað úr Seyðisfirði, loftið var orðið þungbúið mjög, og það rigndi ákaflega í logni, ylgja var komin upp að landinu, en ekki mikil. Við tókum stefnu djúpt fyrir Skálanestanga, sem er yzt í Seyðisfirði og rérum all-vel. Þar er ákaf- lega hátt og þverhnípt í sjó fram. Undir bjarginu er skjól í sunnan átt og sjólaust með öllu. Nú var þar talsverð alda, ekki stórvaxin en úfin og kröpp. Af þessu hugð- um við að áttin væri suðaustlæg og reynd- ist það rétt. Þokan huldi bjargið niður fyrir miðju. Rökkrið afmyndaði klettana og gerði þá gretta og geigvænlega. Við héldum hiklaust áfram og sjórinn óx stöðugt, þó mátti heita vel fært, þang- HEIMILISBLAÐIÐ 5

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.