Heimilisblaðið - 01.01.1964, Side 7
Máltíð fyrir tvo
Smásaga eftir Louise Heilgers.
Eftir tíu ára heiðvirt líf gósseigandans,
varð Mortimer Blake skyndilega dauðleið-
ur á slíku tilbreytingarleysi. Og það gerð-
ist á eftirfarandi hátt. Hann var á leið
heim til sín eftir orðasennu við sóknar-
prestinn út af réttlátri skiptingu gjaf-
anna til fátæklinga um áramótin. Þá rann
það upp fyrir honum eins og ljós, að hans
eigið vel skipulagða líf væri í rauninni
drepleiðinlegt og ekki til að afbera það
lengur eins og það var.
Og það var á þessari stundu, sem töfra-
orðið París kom fram í hug hans. Það var
eins og rósaberin og þyrnarnir í limgerð-
unum hrópuðu þessu orði að honum með
fullum krafti sinna litlu, rauðu tungna.
Honum hafði ekki komið París til hugar í
heilan áratug — ekki síðan hann hafði
hrist af sér ryk hennar og kærar minn-
ingar frá Montmartre, ásamt öllum lista-
mannshugleiðingum, og sezt að í Mule-
ston. Nú vaknaði endurminningin hins
vegar af dvalanum, hress og endurnærð
eins og risi eftir hvíldarsvefn, og hvíslaði
að honum hverri endileysunni eftir aðra:
um ljósin við breiðgöturnar á kvöldin, um
hressandi hávaðann frá zígaunahljóm-
sveitunum á veitingahúsunum, um hinn
ópalgræna víndrykk, um langar og töfr-
andi ökuferðir í tunglsljósi um Bois de
Boulogne með fagra konu við hlið, ang-
andi af heimsins töfrafyllstu smyrslum og
ilmvötnum.
Kona! Þær höfðu verið margar á lífs-
leið hans, en aðeins eitt andlit birtist hon-
um þó ljóslega fyrir hugskotssjónum, þar
sem hann stóð grafkyrr á kröpugum þjóð-
veginum og leit annarshugar í átt til sít-
rónugulrar sólarinnar, sem engu að síður
tókst að fá nálarnar á trjánum til að
glitra sem gimsteina. Eitt andlit, fullt af
lífi undir svip fölvans, einna líkast því
gula ljósi sem lagði frá kínverskum lömp-
um; hlægilega lítill, rauður munnur, og
þetta slétta dökka hár, sem var svo stirn-
andi svart og bylgjaðist niður með vöng-
unum. Það var eins og hann væri búinn að
gleyma hvað hún hét, en þar sem hann nú
sá hana fyrir sér í anda, rifjaðist nafn
hennar upp fyrir honum og öðlaðist líf
að nýju. Hann mælti það upphátt af
munni fram í köldum desembergjóstinum,
sem feykti því ertnislega eitthvað út í
buskann: „Margot!“
Daginn eftir var hann kominn til Par-
ísar. Þetta var á gamlárskvöld, og um leið
og leigubíllinn hans keyrði frá Gare du
Nord, varð hann heillaður af gullinni
ljósadýrðinni og ómi hlátra og glaðværðar.
Við litlu borðin utan við veitingahúsin
sátu skeggjaðir Frakkar, og hvarvetna gaf
að líta ljómandi andlit kvenna eins og
björtustu rósir. í öllum regnbogans litum
ljómuðu sömuleiðis ljósaauglýsingarnar
frá göflum og þökum húsanna. Hin sér-
kennilega angan Parísarborgar lá í sjálfu
andrúmsloftinu, ólýsanleg, óskiljanleg.
Þessir töfrar gripu líkt og fyrir kverkar
honum mjúku taki. Tíu leiðinleg ár reglu-
seminnar hurfu frá honum, eins og þau
hefðu aldrei átt sér stað í lífi hans. 1
hjarta sínu dansaði hann cancan um leið
og bíllinn fór um Elysée á leið til hótels-
ins.
í pálmaskreyttum forsal veitingahúss-
ins, þar sem allt var krökkt af konum í
skrúða paradísarfugla, og hávær tónlist
frá ungverskri hljómsveit barst að eyrum
hans, hvarf nokkuð af þessum töfrum.
Þetta var ekki sú París, sem hann hafðí
áður þekkt, París gangstéttanna þar sem
hægt var að lifa og elska fyrir örfáa skild-
inga.
En Parísarborg náði töfravaldi á honum
að nýju, rétt eins og þráð fegurðargyðja,
er hann nokkru síðar — eftir hressandi
bað — lagði af stað út í Parísarnóttina
— þessa sérkennilegu nótt, sem getur ljóm-
að bjartar en nokkur dagur — og ók í átt
til Bíawc-veitingahússins við Rue Pigalle.
Hann hafði fengið þá flugu í kollinn, að
HEIMILISBLAÐIÐ
7