Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1964, Qupperneq 12

Heimilisblaðið - 01.01.1964, Qupperneq 12
tíma sínum. Stundum ræðst hann á múr- meldýrs-greni, endasendist gegnum það og smýgur svo út um hliðarrangala án þess að gera mikinn usla. En hann getur líka dokað þar við og skilið eftir mikið blóð- bað, svo hann þurfi að hvíla sig í eitt eða tvö dægur á eftir, þangað til sulturinn sendir hann til veiða á ný. Stundum má sjá, að minkurinri hefur búið sér til eins- konar stökkbrekkur í snjóinn, líkt og otur- inn, og tekið sér þar magaskriður sér til skemmtunar. Rekist hann á spor eftir ann- an mink, fer hann í þá slóð, og þegar tvö karldýr hittast, ráðast þau hvort á annað í hörkuslagsmálum, sem stundum enda með drápi. Leggi minkur leið sína framhjá hænsna- húsi, er ekki óhugsandi, að hann líti þar inn til að fá sér magafylli. Ein hæna væri í sjálfu sér nóg fyrir hann. En morðhvöt hans fær hann til að rjúka á hænurnar eina af annarri, unz hann hefur drepið þær allar, þótt hann hafi ekki lyst nema á einni. Hann drepur á þann hátt, að grípa fórnardýr sitt kverkataki og skera háls- æðina þvert yfir með sterku biti. Síðan étur hann sig mettan. Segja má, að minkurinn sé þorpari í meira lagi; en konur hafa á honum mikið dálæti. Á markaðinn koma einkum skinn þeirra dýra, sem alin eru á minkabúum í Kanada, Bandaríkjum Norður-Ameríku, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Englandi. Á fyrirmyndar-minkabúum fá dýrin ríku- lega fæðu, og þar getur hann orðið all- miklu stærri en úti í villtri náttúrunni. Á búunum er hann drepinn einmitt þegar feldur hans er í sem beztu ásigkomulagi. Villiminkar eru aftur á móti lagðir að velli á ýmsum og ólíkum þroskastigum, svo að feldur hans er einatt veðurbitinn, illa farinn eftir slagsmál, eða miður á sig kominn af öðrum ástæðum. Smám saman hefur tekizt að „fram- leiða“ furðumargskonar litarafbrigði minnkaskinns með tæknilegum ættar- blöndunum. Byrjað var með hinum al- genga dökka mink, sem lifir villtur í nátt- úrunni, en nú eru til minkar með svo ólíka liti sem safírbláir, krítgráir, hvítir, gul- leitir og dökkbláir. Gulbrúni minkurinn 12 fannst fyrst villtur, en síðar hefur hann verið hreinræktaður á minkabúunum. Minkabændur mega í rauninni aldrei sofna á verðinum — þeir verða stöðugt að hafa hin dýrmætu dýr sín í huga, til þess að vera öruggir um, að þau falli ekki í verði vegna einhverrar slysni. Slæmt við- urværi getur auðveldlega eyðilagt feld dýranna — og þar með minkabúið. Stund- um getur auðveldlega komið skyndileg ódöngun í minkahvolpana eða fullorðna minka, án þess að hægt sé að ráða við það. Og þar sem minkurinn er æðisgrimmt dýr, sem getur ráðizt á hvað sem fyrir er, verður að hafa hvert dýr í búri fyrir sig. Það sem er þó einna kostnaðarmest fyrir minkabændur er það, að minkamæður í slíkum búum éta sína eigin unga, ef þær fá því við komið. Jafnvel þótt tekizt hafi þannig að gera minkinn að ,,húsdýri“, hefur eðli hans ekkert breytzt eða afstaða gagnvart mönn- unum. Jafnvel þótt hann hafi verið taminn í margar kynslóðir, er hann jafn grimm- ur og úti í náttúrunni. Hann hugsar ekki fyrst og fremst um fæðuna, sem að honum er rétt, heldur bítur hann fyrst í höndina, sem réttir hana fram. <<>000e00e<>00<>i<<<<<>^^ Litla stúlkan heitir Mischa Kaiser og er aðeins 6 ára, en þó byrjuð í reiðskóla. Hún sit- Tir hestinn betur en margur fullorðinn myndi gera. HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.