Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1964, Side 25

Heimilisblaðið - 01.01.1964, Side 25
öllu í bakpoka Michaels, sem lá á eldhús- bekknum. „Vonandi birtir bráðlega til. Af hverju þarftu eiginlega svona fljótt til baka til Schluderback?" spurði Pankraz nú son- inn. „Ungfrú Amstetten óskaði eftir að ég útvegaði henni smáræði, sem hún þarf á að halda á morgun.“ Michael þrýsti hönd þeirra beggja þétt- ingsfast og stökk af stað niður brattann í áttina til Schluderback. Pankraz horfði á eftir honum. „Mér fellur það ekki allskostar, að hann skuli leggja á fjallið einsamall ásamt stúlkubarni“, sagði hann við Veroniku, sem sat hjá honum með prjóna sína. „Af hverju ekki?“ spurði hún og leit rannsakandi á gamla manninn. „Klettarnir eru hættulegir og svona krakkar verða gjarnan gripnir skelfingu", tautaði hann. En raunar var honum annað í huga. Hann vissi að Michael gekk í aug- uh á kvenfólkinu. Hann var vel vaxinn og hin fjörlegu bláu augu hans áttu auð- velt með að hita ungri stúlku í hamsi. Honum var bara bezt að láta ekki ánetj- ast sjálfum, allra sízt af aðkomustúlku. Hingað til hafði Pankraz ekki haft áhyggj- ur af Michael, en í þetta skipti hafði verið í rödd sonar hans einhver eftirvæntingar- hreimur, sem gerði honum órótt. Þegar Michael kom til hótelsins með það sem hann hafði meðferðis handa ung- frú Amstetten, hafði einmitt verið lagt á kvöldverðarborðið. Prófessor Amstetten bauð honum að borði sínu, og kvað dóttur sína væntanlega að vörmu spori. Ekki liðu nema nokkrar mínútur þar til Isabella gekk inn í borðsalinn. Það var far- ið að kólna og hún var íklædd ljósgulri blússu og dökkbláu pilsi. Þykkur hárlokkur féll niður á enni hennar, og hún hafði strokið létt yfir varirnar með varalit, svo vart var greinanlegt, en samt nóg til að hún sýndist enn girnilegri í kvöldbirt- unni en í dagsljósinu. Hún hafði tvær ástæður til að vilja klífa Monte Christallo, sem hún lét þó ekki uppskáar. í fyrsta lagi hafði hún veðjað við kunningja sinn um að hún skyldi klífa fjallið. f öðru lagi hafði hún hrifizt af hin- um vasklega og laglega Michael Korn- bacher. Hún settist og sneri sér að hinum unga leiðsögumanni. Það var glampi í augunum og hún sendi honum leyndardómsfullt augnaráð, Michael tók ekki eftir því, en sagði henni glaður í bragði að hann hefði fengið allt, sem hana vanhagaði um. „Ég sýni yður það á eftir. Ég ætla ekki að trufla yður við kvöldverðinn." Hann gerði sig líklegan til að fara. „Klukkan þrjú í síðasta lagi leggjum við á stað, ungfrú Amstetten. Við eigum nokkurra stunda göngu fyrir áður en við náum upp að sjálfum skriðjöklinum. Herra prófessor. . .. Hann ætlaði að fara að kveðja. „Nei, bíðið við, Kornbacker, þér verðið gestur minn í kvöld!“ Hann rétti Michael annan matseðilinn, sem lá á borðinu. fsabella hélt á hinum í hendinni og hugsaði sig lengi um og leit út undan sér á Michael. Henni féll hann stöðugt betur í geð. Það yrði skemmtileg tilbreytni í ferðalaginu, sem hún átti fyrir höndum næsta dag. Michael var fljótur að velja. „Ég ætla að fá kálfasteik,“ sagði hann. í leiðsögumannsstarfi sínu var hann van- ur að umgangast fyrirfólk. Hann vissi hvað við átti. Þar að auki hafði hann til að bera meðfædda hæversku. — Prófessor Amstetten gaf þjóninum bendingu og sagði honum hvers Michael óskaði. Á með- an hafði ísabella pantað sér kjúkling. Stuttu eftir klukkan sjö var Michael háttaður og skömmu seinna heyrði hann gestina ganga til herbergja sinna. Honum fannst hann jafnvel greina rödd ísabellu bjóða föður sínum góða nótt, en þá var hann þegar hálfsofnaður. í býtið næsta morgun fór hann á fæt- og klæddist fjallgöngubúningi sínum. Hann fór í sterka gönguklossa, leðurbux- ur, sem féllu þétt að mjöðmunum og hengdi úlpuna yfir bakpokann, en í hon- um var allt sem hann þurfti til ferðarinn- ar. Þegar Michael átti fjallgöngu fyrir höndum næsta dag svaf hann að jafnaði um nóttina í litlu þakherbergi í hótelinu. HEIMILISBLAÐIÐ 25

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.