Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1964, Blaðsíða 29

Heimilisblaðið - 01.01.1964, Blaðsíða 29
til voru leiðinlegir og vöktu henni ekki minnsta áhuga. Isabella var þess fullvís hvað hún gjörði. Aðeins eitt hugsaði hún ekki út í, að hún var að leika sér með mannshjarta, sem enn þekkti ekkert til blekkinga og véla- bragða og leit á ástina sem heilaga tilfinn- ingu. Michael var ekki í neinum vafa um ást ísabellu, þótt hann skildi ekki alveg, hve mikið henni var í mun að leyna henni fyrir öðrum. Ástin var að hans dómi voldug, háleit tilfinning, sem engum gæti dottið í hug að leika sér að. Hve ljóm- andi höfðu ekki augu hennar verið, og varir hennar biðjandi og hversu gagntek- in höfðu þau ekki bæði verið af hamingju fyrsta kossins. Aftur og aftur varð Michael hugsað til þessarar stundar uppi á skriðjökli Monte Christallos. Hann tók ekki eftir hvernig tíminn leið, en þegar sólin tók að lækka á lofti, minntist hann þess að ísabella hefði átt að vera komin fyrir löngu. En hann hafði ekki áhyggjur af því. Honum var ljóst, hvílíka áreynslu ferðin hafði kostað hana. Og allt þetta hafði hún lagt á sig hans vegna, til þess að geta verið ein með honum og það sýndi bezt hversu heitt hún elskaði hann. Aldrei gæti hann framar klifið Monte Christallo án þess að minnast þessa dags og þessarar stundar. Hversu fagurt var ekki lífið, hve dásamlegt að elska. Rökkrið seig hljóðlega yfir dalinn og slökkti síðustu skímu dagsins á fjöllun- um. Isabella vaknaði og fyrsta hugsun hennar um Michael rak strax alla þreytu á brott. Hún leit á klukkuna og sá að hún var orðin meira en níu. Hvílíkur straumur fór ekki um hana alla, er henni varð hugsað til hins myndarlega pilts, er beið hennar úti. Hún hló með sjálfri sér. Hún hafði alls ekki ímyndað sér að hann væri svo auðunninn sem raun hafði á orðið. Hún naut sigursins. Hún skyldi sannarlega njóta þessara daga. Faðir hennar yrði ekki lengi í Schluderbach, og þá væri þessu ástarævintýri líka lokið. Hún mundi ekki skrifa honum eftir það eða minna á sig á annan hátt, og þá mundi einnig Michael fljótlega gleyma henni. Því ekki það? Hann átti varla annarra kosta völ en að giftast einhverri f jallastúikunni, sem gæti annazt búið með honum, og fyrir hana var þetta ekki annað en æsandi tón- list milli þátta, þótt hún væri henni hug- stæðari en henni var um að játa fyrir sjálfri sér. Michael sá Isabellu koma frá gistihús- inu í áttina til skógarins, og hann fann hvernig sýnin ein kom blóðinu til að sjóða í æðum hans. Ósjálfrátt greip hann hend- inni til hjartans, sem hamaðist í brjósti hans. Svo yfirgnæfandi var hamingja hans yfir að hafa unnið ást ísabellu. Hún gekk hægt eins og hún gaumgæfði hvert skref, sem hún tók. Einnig var hún snortin af fegurð dalsins, og þegar hún hugsaði til Michaels, leituðu augu hennar og reyndu að greina tindinn, sem þau höfðu staðið á daginn áður. En skuggi nætur- innar var þegar fallinn á fjallið og ógjör- legt að greina einstaka hnjúka þess. Það yrði að bíða þess að tunglið kæmi upp yfir hálendið. Hönd í hönd leiddust þau inn í dalinn, og ekki skorti ísabellu blíðuorð, sem komu enn meiri ruglingi á tilfinningar Michaels Kornbachers en orðið var. Þegar máninn var kominn upp og glampaði eins og silfurdiskur á dimmblá- um næturhimninum, héldu þau aftur til gistihússins. „Herbergið mitt er á jarðhæð, svo ég get horft út um gluggann á meðan ég læt mig dreyma um að þú komir inn um hann og takir mig í arma þína, eins og þú gerð- ir, er þú hafðir bjargað mér úr sprung- unni. Það var vel gert, og ég verð þér þakklát alla ævi.“ „Þakklát fyrir það sem var skylda mín? Nei, Isabella, láttu þér aðeins þykja vænt um mig og ég skal vera þér þakklátur, svo lengi sem ég dreg lífsanda." Hann sagði þetta svo innilega, að jafn- vel ísabella fann til dálítillar óttakennd- ar yfir að sá leikur er hún hafði sjálf átt upptökin að skyldi svo fljótt hafa hrifið hana með sér. Henni skildist hversu mjög hjarta hennar var tekið að hlýna við glóð ástríðnanna. HEIMILISBLAÐIÐ 29

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.