Heimilisblaðið - 01.01.1964, Side 34
ég dveldi lengur á hótelinu. Hann hefur
líklega á réttu að standa. Mann eins og
mig sem hrekur í burtu gestina, er ekki
hægt að nota.“
„Því miður verð ég að segja þér að þú
hefur á réttu að standa. Það er leiðinlegt
en það er oftast einn gikkur í hverri veiði-
stöð. Fólk eins og þessi Amstetten getur
auðveldlega eyðilagt fyrir manni viðskipt-
in. Það er gott að faðir hennar er í burtu í
augnablikinu. Vonandi verður hann enn
um stund meðan að fyrnast tekur yfir at-
vikið.“
„Ég skil þetta allt of vel. Gerðu þér eng-
ar áhyggjur, Franz, ég fer.“
„Taktu þér þetta ekki alltof nærri,
Michael. Farðu til Xaver Steiner, og berðu
honum beztu kveðju mína. Þá færð þú
strax leiðsögumannsstarf.“
„Þakka þér fyrir Franz, og vertu bless-
aðui’.“
„Blessaður Michael og láttu sjá þig bráð-
lega aftur.“
„Meinarðu þetta?“
„Auðvitað meina ég þetta.“ Franz þrýsti
hönd vinar síns og félaga hjartanlega. Síð-
an lokuðust dyrnar að baki Michael. Fyrir
utan stóð Veronika og skalf enn öll af æs-
ingi.
„Ég verð ekki eftir, ég fer með þér,
Michael,“ sagði hún og sneri til dyra.
„Nei, Veronika, það máttu ekki gera.
Ég veit ekki hvort ég vinn mér nokkuð
inn næstu vikurnar, og pabbi þarf á pen-
ingum að halda. Hann þarf að kaupa kú,
og þakið þarfnast viðgerðar. Ég reiði mig
á að þú hjálpir honum.“
„Ef þú lítur þannig á, Michael, þér vil
ég auðvitað hjálpa og einnig föður þínum.
En hvað ætlastu fyrir, Michael?“
„Franz álítur að ég eigi að fara yfir
til Cortina. Ferðamannastraumurinn
stendur enn um hríð, og enn veit enginn
hvað hér hefur skeð. Veronika, þú hafðir
rétt fyrir þér, ég hefði átt að hlusta bet-
ur á þig.“
„Nú er það of seint. Þú verður að gæta
þess að vera ekki jafn auðtrúa í næsta
skipti. Svona fólk veit ekki hvað það á að
gera af eintómu drambi og leiðindum."
„Þetta segir þú, en ég er helzt á að ég
hefði átt að þrýsta fastar að hálsi ung-
frú Amstetten og losa hana í eitt skipti
fyrir öll við löngunina til að hafa strákfífl
eins og mig að spotti.“
„Michael, í guðs bænum talaðu ekki
svona.“ Hún var náföl af skelfingu.
„Því ekki?“ Andlit Michaels var af-
skræmt af óeðlilegum hlátri. „Slíkar mann-
eskjur hafa engan rétt til lífsins.“
„Michael. Ertu ekki með réttu ráði? Hef-
ur þú alveg gleymt Faðirvorinu, sem við
vorum vön að biðja saman fyrir framan
krossmarkið heima?“
„Veronika, þú skilur mig ekki. Þú veizt
ekki hvernig ást sem er svívirt og fótum
troðin eins og ást mín getur umhverft
öllu.“
Veronika faldi andlitið í höndum sér.
Vissi hún þá í rauninni ekkert um óham-
ingjusama ást? Nei, um óhamingjusama
ást vissi hún ekkert. Ást hennar á Michael
var helgidómur, sem hún geymdi í hjarta
sínu. Aðeins guð, sem lagt hafði henni
þessa ást í brjóst, vissi um hana, og eng-
inn annar mundi fá að vita það.
„Veronika, hvað ertu alltaf að gera
þarna úti?“ Það var rödd yfirmatreiðslu-
konunnar. „Komdu nú, við þurfum á þér
að halda.“
„Ég verð að fara að vinna. Hvað á ég
að segja föður þínum, þegar ég kem heim?“
„Segðu honum að ég hafi ráðið mig til
Cortina. Og minnztu ekkert á þetta með
ungfrú Amstetten.“
„Þarna koma þau. Farðu, svo að þú
komir þér ekki í uppnám aftur.“
„Vertu sæl, Veronika. Berðu kveðju til
pabba.“
Veronika flýtti sér inn í eldhúsið, og
þegar ísabella kom út ferðbúin, var Micha-
el einnig horfinn. Mergentheim hafði náð
í bílinn í bílskúrnum. Hann hafði einnig
sagt upp herbergi sínu og ætlaði að dvelj-
ast í Cortina ásamt prófessor Amstetten
og dóttur hans. Þau höfðu pantað herbergi
símleiðis á Hótel Christallo og fengið þau
samstundis. Þau kvöddu í flýti og á fleygi-
ferð brunaði vagninn af stað í hættulegar
beygjur vegarins. En þegar ekkert sást
lengur af honum annað en rykský, kom
34
HEIMILISBLAÐIÐ