Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 6
Fjöldi slíkra gryfja var um allt; þær myndast, þegar vatnið leysir upp undir- veginn, sem er úr kalksteini. En innbornir menn hafa lært að nota duttlunga náttúr- unnar sér í hag. Botninn í þessum gryfj- um er nefnilega, gagnstætt yfirborði eyj- arinnar, sem er klöpp, þakinn frjósamri mold, sem regnið skolar þangað niður. 1 stórri gryfju búa þeir til heilan smágarð; þeir láta sér nægja að gróðursetja einstak- ar bananaplöntur í minni gryf junum. Við ókum áfram, fram hjá svörtum körl- um og konum, sem báru þungar byrðar á höfðinu, alveg eins og ég hafði séð í Afríku. Skömmu síðar komum við að þrem háum furutrjám, og voru krónur þeirra fléttaðar saman á mjög sérkennilegan hátt. „Þetta eru chickcharnia-tvé,“ sagði for- stjórinn. „Innbornir menn segja, að chick- charniarnir geri sér hreiður þarna uppi, þar sem greinarnar fléttast saman.“ Nálægt litlu húsaþyrpingunni við Mastic Point sat hvíthærð svertingjakona og ruggaði sér á svölum sínum. „Segðu vini mínum hérna frá chekchar- niunum, Abbie frænka,“ sagði leiðsögu- maður okkar. - „Þeir eru stærri en músafálkar,“ sagði gamla konan, „og eru rauðir í andliti og með rauða fætur. Það má strax þekkja chickcharnia á því, að hann varpar engum skugga. Sé komið vel fram við þá, geta þeir verið mjög liðlegir, en sé komið illa fram við þá, geta þeir valdið manni bana! Síðastliðið ár brenndu skógarhöggs- mennirnir nokkur úrgangstré, og reykur- inn olli chickcharniunum óskaplegum ó- þægindum. Þeir báðu mennina í sögunar- myllunni um að hætta, en enginn vildi hlusta á þá. Þeir sætta sig ekki við slíkt, svo að þeir brutu hverja einustu rúðu í sögunarmyllunni eina nóttina og stálu öll- um hundunum.” Við héldum áfram meðfram strönd An- dros. Alls staðar heyrði ég um hjátrú og einkennilega helgisiði, um töfralækna, sem komu siglandi frá Haiti til þess að halda „svörtu messurnar“ sínar, og um seiðmenn á staðnum, sem gátu farið með særingar yfir akri, svo að enginn þjófur þorði að nálgast hann. Einn daginn talaði ég um 94 alla þessa kynjahluti við gamlan svert- ingja, sem var orðinn sjóndapur og bog' inn í baki af elli. „Einu sinni var maður hér í Coakley Town, sem hét Gabe frændi,“ sagði hann- „Á meðan hann var lifandi, þui’fti engin11 að láta „lesa“ yfir eignum sínum. Því að Gabe frændi leigði okkur bara afturgöngu- Við létum hann fá fimm dali, og þá f01 hann út í kirkjugarð og útvegaði aftn1' göngu, og ef maður setti hana á akur sinn. þorði enginn að snerta við piparnum okk- ar og sapodilla. Það kom einnig fyrir vio og við, að fólk, sem fór frá Coakley To\vn til þess að setjast að á meginlandinn- þarfnaðist afturgöngu í nýju heimkynnun' um sínum. En þá sendi það bara fimm dak í bréfi til Gabe frænda, og hann sendi þeik1 svo afturgöngu til leigu með póstinum- Við flugum svo áfram yfir Exuma-eVJ' arnar — það var löng perlufesti af kóra' eyjum — og lentum á breiðu höfninni vi George Town. Ekki all-langt frá George Town er lk1 ’ afskekkt höfn, þar sem sagt er, að sjór®11' inginn Kidd kapteinn hafi hafzt við á sin' um tíma með skip sín; og þar stendur en11 þann dag í dag saltstólpinn stóri, sem a að sýna seglskipunum, hvar þaú gætu fun ið það salt, sem þau þyrftu til langfel 3 sinna. Ég heyrði einnig mikið talað 11111 fólgna fjársjóði, — og ef til vill ekki u ástæðulausu, — því að þessar mörg hu11 uð smávíkur og vogar í kóralströndm gerðu eyjarnar að sannkallaðri sjóra311 ingjaparadís. Það kemur líka fyrir við við, að dublonar og aðrir gamlir gullpen ingar finnst á fjarlægri eyðiströnd. Næsta takmark okkar var San Salvad0 ' Flestum sagnfræðingum kemur saman ' að þar hafi Kólumbus séð Nýja heiminU ^ fyrst bregða fyrir. Við stigum upp 1 og ókum út eftir þjóðveginum. Hann vU* brátt að hjólförum, sem hlykkjuðust ge°r. um kjarrskógarflækju. Þegar jafnvel ]eP inn gat að lokum ekki rutt sér braut lel1 ur, stigum við niður úr honum og Se um upp bratta brekku, sem vaxin þyrnirunnum og veifipálmum. ^ Efst uppi komum við í rjóður, þaðan s Framhald á bls■ ^ HEIMILISBLAÐ1

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.