Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 16
var yfir Mahe, svo að þau gætu svifið hljóð- laust inn yfir skóginn og lent þar sem hann hafði lent fyrr um daginn, þegar hann fór með Tíu. Hægt og hljóðalaust nálgaðist vélin jörðina og lenti mjúklega. Hann var fyrstur til að stökkva út. „Fylgið á eftir mér, en hljóðlega,“ sagði hann. „Ekki eitt orð — ekki hið minnsta hljóð. Gerið eins og ég. Hugsazt getur, Grove, að þér fáið að heyra eitthvað sem vekur athygli yðar.“ Það sem þau heyrðu, var samt ekki ná- kvæmlega það, sem Jan Huyn hafði búizt við. Hann heyrði aðeins rödd Tíu, það var langt eintal, stöku sinnum rofið af hlátri Róberts og smávegis kaldranaleg- um skrækjum Richards. Það var kona sem talaði; ekki til að verja sig, heldur til þess að segja allan sannleikann umbúðalaust, — sannleika, sem hún gat sagt hér á stað og stundu, án þess að þurfa að dylja nokk- urn hlut. .....og það er til þess eins að fá pen- inga, sem þið hafið elt mig hingað. Martin á að gjalda það dýrum dómum, að Róbert fái skilnað frá mér, vegna þess að þið hald- ið að ég þori ekki að fara til Martins og segja honum, að ég hafi aldrei verið gift Róbert, heldur aðeins verið göbbuð í brúð- kaupsferð með honum. Og svo þegar hann fékk ekki vilja sínum framgengt við mig, þá stökk hann út úr húsinu og fór af stað í bílnum eins og hann ætti lífið að leysa, en lenti svo í árekstri. Þetta haldið þið, að ég þori ekki að segja Martin. Ég var kjáni að flýta mér til Gennehvols vegna ótta við það sem komið hafði fyrir þig, Róbert. En ég hélt þá, að ég elskaði þig, svo vitlaus var ég; svo ófyrirgefanlega vitlaus. Og ég sagði þeim ekki sannleikann heima hjá Ró- bert, því að ég hélt áfram að halda, að hann elskaði mig og ég vildi ekki baka honum óþægindi með því að segja nokkuð án samráðs við hann. Og hvað átti ég að gera? Eg hafði selt verzlunina mína og sagt öllum, að ég ætlaði að fara að gifta mig; ég hafði skrifað móður hans bréf um það, að við myndum vera komin í hjóna- band á þeirri stundu sem hún fengi bréfið. 104 Og svo komuð þér, herra Kampe, og sögðuð mér, að það hefði aldrei verið setl- un Róberts að giftast mér, og þá óskaði ég þess eins að losna undan þessu öllu sam- an á einn eða annan hátt. Martin Grove leizt vel á mig og fór með mig hingað suð- ur eftir. Hann stóð í þeirri meiningu að ég væri gift, og ég lét hann halda áfram að trúa því. Þess vegna lét hann lögfræðing sinn fá umboð til að sjá um hjónaskilnað- inn, sem Róbert er nú að halda fyrir mér með öllum ráðum, sem hann getur. Ég get ekki sagt Martin núna, hvernig allt er 1 pottinn búið, því að hann mun líta mig allt öðrum augum ef ég segi honum, að eg fór í brúðkaupsferð án þess að vera gift; Ég get ekki ætlazt til þess að hann trúi því, þegar ég segi að ég hafi verið nörru° í ferðalag og að ég hafi aldrei gefið mig Róbert fullkomlega á vald. Ég þori ekki að segja honum það, því ég elska hann, og það myndi eyðileggja allt. Ö, ég hata Þté; Róbert. Ég hata þig meira en ég hefð1 haldið, að ég gæti hatað nokkurn mann- Og ég elska Martin, hann er bezti og elsku- legasti maður í heimi, heyrirðu það; bezti og elskulegasti maður í heimi. Nú vilt þú fá peninga. Þú hefur elt miS hingað, og þú veizt, að ég mun gera aW sem ég get til að útvega þér peningana* sem þú krefst. Svo ferð þú heim á morgu11' þegar ég hef látið þig fá lausnargjaldié- og ég held áfram mínu tvöfalda lífi vona það eitt, að Martin muni geta elska mig eins heitt og ég elska hann. En leggðu af stað óhræddur. Enda Þet ég geti varla treyst á þig, þegar þú er, farinn. Því ég get aldrei vitað, nema Þa komir aftur eða skrifir eða heimtir mel11 peninga. , „ Hvernig ætti ég, að geta treyst Þer' Kannski get ég útvegað þessa peninga. Ra, verður alltaf einhver til að lána mér Þa' Ég þekki mann, sem ég held að myndi gera það, en hverju viltu lofa mér í staðinn? Róbert hló. „Ég er hræddur um, ad ^ geti ekki lofað þér miklu í staðinn. ^ ábyrgist það ekki, að ég muni ekki kom aftur — kannski oftar en einu sinni HEIMILISBL

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.