Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 30

Heimilisblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 30
flutt inn á Burncastle-hótelið við Sloane- stræti, og það er eins gott að þú komir hingað á stundinni. Ég get útvegað þér herbgrgi hér yfir nóttina.“ „En ég yfirgef ekki Clive í því ástandi sem hann er,“ mótmælti Margie. Það varð stutt þögn, en svo heyrðist rödd Kittenar: „Þú átt við, að þú viljir það ekki. Þú hefur lengi haft einum um of miklar mæt- ur á Clive. Ég hef heyrt sitt af hverju um þig og hann....“ „Kitten!“ Margie nötraði af bræði. „Hvernig geturðu sagt slíkt og þvílíkt! — Það hefur aldrei verið annað en vinátta á miili mín og hans. — Clive elskar þig, og hann er gersamlega miður sín vegna þess að þú ert farin frá honum. Og hann er alls ekki að gera sér það upp, því hann er einhver einlægasti og hreinskilnasti maður sem fyrirfinnst." Kitten greip hálfvegis fram i: „Var það ekki þetta, sem ég var að segja! Ég hef alltaf vitað, að þú hefðir einum um of mikið dálæti á Clive. En verði þér að góðu, væna mín, þú mátt eiga hann. Mín vegna máttu vera kyrr hjá honum eins lengi og þig lystir. ... en komdu ekki til mín á eftir til að segja, að ég hafi ekki aðvarað þig.“ „Um hvað ertu eiginlega að tala, Kitt- en?“ hrópaði Margie upp. En hún fékk ekkert svar. Sambandið hafði verið rofið. Hún hringdi til hótelsins — til þess eins að fá að vita, hvort frú Roland raunverulega byggi þar, og henni var sagt að svo væri, nema hvað hún væri ekki heima sem stæði og yrði ekki heima í kvöld. Margie fylltist í senn gremju og örvæntingu. Hún fyrirleit Kitten eins innilega og hún gat hugsað sér að fyrirlíta nokkra mannlegu veru. Clive settist upp í rúminu, þegar hún kom inn aftur. „Var það Kitten?“ Hann leit á hana full- ur eftirvæntingar. Andartaks þögn, áður en hún svaraði: „Já, Clive, en hún kemur ekki aftur.“ Hann hló, stuttum og hásum hlátri. „Ég hafði nú heldur ekki búizt við þvi. Til hvers var hún að hringja?" „Hún vildi bara fá að vita, hvort ég væri komin.“ „Eins og henni standi ekki á sama um það! Eins og henni standi ekki á sama um alla nema sjálfa sig! Ég komst nú að raun um það áður en vika var liðin frá brúð- kaupinu. Hún er yfirborðsmanneskja og duglítil — en samt elska ég hana — skil- urðu, hvað ég meina?“ Hún svaraði ekki, en hugsaði í hljóðu „Hvernig getur þú, Clive, elskað stúlku sem hefur svikið þig jafn miskunnarlaust? Nei, ég skil það ekki — ég mun aldrei geta skilið það.“ Hún gekk fram í eldhúsið og fór að huga að mat, og strax eftir að Clive hafði fengið næringu, féll hann í fastan svefn. Hinar snöggu og óvæntu geðshræringar kvöldsins höfðu fengið mjög á Margie, og hún var dauðuppgefin. Það leið langur tími áður en hún gat fengið sig til að standa á fætur og bera bakkann með matarleifuo- út í eldhúsið. Eftir það reikaði hún inn i hitt svefnherbergið, þar sem hún féll óðara í þungan og draumlausan svefn. III. HARMLEIKUR Margie vaknaði við að hönd greip Þ®tt um handlegg hennar og hristi hann eim1, til. Henni fannst hún aðeins hafa sofið 1 eina eða tvær mínútur, og hún var ekki vöknuð til fulls, er hún heyri rödd CliveS' „Vaknaðu, Margie, ég þarf að tala við Þ& Skilurðu, ég þarf að geta talað við hvern, annars missi ég glóruna.“ ... Hún settist upp í skyndingi, þreif a sér náttjakkann sinn og breiddi vel yí]i( bera öxlina. „Kveiktu á gasofninum, Chve, sagði hún, og það fór hrollur um hana^ kuldanum. „Það er hræðilega kalt. Hva er klukkan annars?“ g „Eg veit. það ekki,“ svaraði hann. er eitthvað klukkustund síðan ég vakna ■ En þú getur verið alveg róleg, ég er í ^ komlega klár í kollinum. Ég reyndi a^ liggja kyrr og hugleiða allt sem gerzt ur, en ég gat ekki afborið það til leng a Ég varð að fá að tala við þig, segja Þ HEIMILlSBLAnlE) 118

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.