Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 32

Heimilisblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 32
ert í heimi skyldi fá mig til að skilja við hana. En þá varð hún fyrst æf og tók að ásaka mig fyrir —“ hann leitaði að orðum, „— fyrir allt mögulegt, sumt hlálega fjar- stætt. I fyrsta skipti síðan við kynntumst, sagði ég henni dálítinn sannleika um hana sjálfa, en hún varð óð og uppvæg og hróp- aði, að hún skyldi sjálf sjá um að skilnaður fengist, hvort sem ég vil það eða ekki. Eftir það setti hún fötin sín niður í tösku og rauk burt úr íbúðinni. Æ, þetta er svo yfir máta heimskulegt allt saman!“ Hann brosti beisklega. „Hvernig ætlar hún að koma skilnaði í kring, þegar ég harðneita að gangast inn á slíkt? Og —“ Andlit hans varð herkjulegt. „Það ætla ég mér aldrei að gera — aldrei.“ Margie gerði enga tilraun til að hafa áhrif á afstöðu hans. Henni kom þetta allt svo vonleysislega fyrir sjónir, að hún vissi ekki, hvað hún átti að segja. „Hvað segirðu um, að við hitum okkur te?“ spurði hún. „Manstu í gamla daga, þegar við vorum í fríi og við fórum á fæt- ur áður en allir aðrir voru vaknaðir, — og þá varst það alltaf þú sem fórst niður í eldhús og hitaðir te handa okkur?“ Hún brosti til hans. „Te í heila vatnsfötu, varstu vanur að segja!“ „Já, þú mátt vita, að það man ég,“ svar- aði hann. „Eg myndi heldur ekkert hafa á móti því að fá tebolla núna.“ Hann skildi eftir opnar dyrnar, og hún heyrði hann róta til í eldhúsinu á meðan hún hallaðist aftur í rúminu og varð þess vör sér til undrunar, að sólin var komin upp og skein í gegnum gardínumar. Þegar hann kom inn aftur, var hann í ögn betra skapi — rétt eins og hlý samúð hennar hefði veitt honum endurnýjaða trú á sjálfan sig. Teið var mjög hressandi. „Þetta er næstum því eins og í gamla daga, Clive,“ sagði hún, og gráu augun hennar urðu blíðleg. „Já,“ svaraði hann, en hún hafði á til- finningunni, að hann hefði yfirleitt alls ekki heyrt það sem hún sagði. Svipur hans var innilokaður og fjarrænn, eins og hann ósk- aði þess ekki lengur að gera hana hlut- takanda í hugsunum sínum eða tilfinning- um. Koma Kittenar í íbúðina ásamt tveint leynilögreglumönnum kom þeim svo a óvart, að þau hrukku upp og störðu orð- laus bæði á hana sjálfa og mennina tv0 og gátu vart trúað því, að það væri rauH' verulegt, sem fyrir augu þeirra bar. Hvor- ugt þeirra hafði heyrt dyrnar að íbúðinni opnast; það var ekki fyrr en Margie heyrði ógreinilegt fótatak í dagstofunni, að hana grunaði að þau væru ekki ein í íbúðinm lengur. „Hvað í ósköpunum .... “ hóf hún máls í því sem svefnherbergisdyrunum var hrundið upp. „Þarna eru þau!“ Rödd Kittenar var sigurstrangleg. „Þetta datt mér í hug- Þetta ætti líka að vera ærin sönnun!“ ,, Þetta virðist vera næg sönnun,“ tók annar mannanna undir nokkuð hrana' lega. Kitten hló við. „Æskuástir. . . . það kemur til með a^ hljóma ágætlega í fréttum blaðanna, finnst ykkur ekki?“ Skyndilega var sem Clive vaknaði a svefni. Hann stóð á fætur og gekk Þvel _ yfir gólfið til hennar. Hann var náföW1 af reiði, og innfallinn augu hans glömpuöa ógnvekjandi. „Djöfullinn þinn,“ sagði hann. „Hvað a þetta að þýða? Hver er tilgangur þinn me° þessu?“ . Andartak hélt Margie, að hann ®tla sér að slá hana. Kitten hlýtur að ha a dottið það sama í hug, því að hún vék se undan. En í sömu andrá rak hún upp ske hlátur. „Gjörðu svo vel, sláðu mig bara!“ sag hún og hnykkti til höfðinu, svo að ral1 gullið hár hennar skaut gneistum í m°r» unsólinni. „Sláðu mig bara — og vel mér enn eina ástæðuna til skilnaðar! „Stundum finnst mér þú ekki vera man eskja,“ sagði hann og bætti við eftir andai taks þögn: „Hvað ætlastu fyrir?“ „Er það ekki fjarska augljóst?“ glotti háðslega. „Ég höfða á þig skilna a mál og tilnefni æskuástina þína sem h1 meðseku,“ hélt hún áfram. „Það er fJarS ^ tillitsamt af þér að færa mér þannig s°n unargögnin á silfurfati!“ heimilisblað1 120

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.