Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 18
yn. „Þegar við höfum komizt heim, verð- um við að senda hinn náungann burtu. En látið mig sjá um það. Ég skal koma því í kring.“ Hann gekk leiðar sinnar — framhjá ill- gresisbreiðunni, þar sem unga stúlkan lá. Martin laut yfir hana, knékraup hjá henni, lyfti henni upp og hélt henni í faðmi sér. ,,Tía,“ sagði hann. „Það var dásamlegt að heyra allt það, sem þú sagðir þarna inni — ef þú hefur þá meint það.“ „Ég meinti það allt,“ hvíslaði hún. „Þá er allt gott,“ sagði hann og bætti við: „Úr því svo lítur út sem engin hindr- un sé lengur í veginum, og presturinn býr hér í Mahé, og Huyn hefur áreiðanlega ekkert á móti því að vera svaramaður, eig- um við þá ekki að ganga frá öllu saman hið skjótasta og gifta okkur?“ Hún kinkaði kolli og leit á hann. Hann laut niður að henni, og í sömu andrá mættust varir þeirra. „Þetta var fyrsti koss okkar, Martin — fyrsti raunverulegi kossinn okkar,“ sagði hún stuttu seinna og brosti. „Og svo förum við heim,“ sagði hann. „Heim-------“ endurtók hún brosandi. „Martin, þú veizt ekki, hve mikla þýðingu þetta orð hefur fyrir mig.“ ENDIR Fortíðin gengur aftur á Bahamaeyjum Framhald af bls. 94 við gátum séð út yfir hafið, sem gekk þrumandi, langt fyrir neðan, inn yfir rifio í gríðarmiklum undiröldum. Við stóðum þögulir, á meðan mávar görguðu dapur- lega fyrir ofan höfuð okkar, og reyndurn að lifa upp aftur hina sögulegu stund fyrir nær því 500 árum. Þetta átti þá að vera staðurinn, þar sem Kólumbus kom fyrst auga á land eftir langa og ævintýraríka ferð sína. Hann sigldi þó áfram fyrir nsesta nes, þar sem hann steig á land, sem hafði verið óþekkt fram að þessu. Við stigum enn einu sinni um borð 1 flugvélina og lögðum af stað heimleiðis- Nassu kom upp úr hafinu framundan. -ý Ferð minni var að ljúka. Ég starði út 1 fjarskann í áttina til Green Turtle Cay Hope Town, Andros, Exuma-eyjanna og San Salvador, og mér fannst ég vera eir>s og Kólumbus, eftir að hann hafði fundið Ameríku. Því að ég hafði einnig uppgötv' að alveg nýjan heim, land, sem er flestum ókunnugt, jafnvel á okkar miklu ferðaöld- Þó að stundum mætti helzt ætla að bílstjórar væru höfuð- lausir, er það ekki í þessu til- felli, því að gínan, sem hann var að flytja var of stór til að komast inn i bílinn, svo að hann tók höfuðið af henni. Franski kvikmyndaleikarinn Jean Pierre Cassel hefur hlotið ,,Gulleplið“ fyrir að vera bezt klæddi maður í Frakklandi. 106 HEIMILISBL

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.