Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 4
ig við oft og mörgum sinnum,“ sagði hann. „En því í ósköpunum?“ spurði ég. „Það get ég sagt þér,“ svaraði hann. „Hann er orðinn fokvondur út af því að hafa ekkert til að vera fokvondur út af.“ örugglega eru engin villidýr sem eiga eins bágt með að sætta sig hvort við ann- að og grábjörninn. Karldýrið nær sjaldn- ast að komast til fullorðinsára án þess að vera orðið meira og minna limlest eftir blóðuga bardaga. Á Alaskaskaga, skammt frá Béringshafi, var ég eitt sinn vottur að hólmgöngu tveggja slíkra kappa, sem hvor um sig vóg a. m. k. hálft tonn. Þeir slógust út af kvendýri, sem stóð kyrrt og horfði á, meðan biðlar hennar tveir risu upp á afturfæturna hver framan í öðrum og réð- ust hvor á annan með kjafti og klóm. Þegar annar þeirra loks dró sig í hlé með blóðslóðina á eftir sér, gekk sigurvegar- inn hægt og virðulega að sinni útvöldu. Hann hafði keypt blíðu hennar dýru verði. Kjálkinn á honum hafði næstum losnað frá og hékk eins og slytti. Þeir sem lifa af slík blóðug átök, eigra oft um auðnina líkastir þeim óhrjálegu fyrirbærum í mannsmynd, sem sjá má í hópi hnefaleikara. Beinamikil höfuð þeirra eru þéttsetin djúpum örum, og tennurnar meira og minna brotnar þannig að taug- arnar standa opnar, svo að veldur ævi- langri tannpínu. Er nokkur furða á því> þótt þeir séu skapstyggir? Allt frá ísöld hefur grábjörninn verið konungur dýranna í vesturhluta Norður- Ameríku. Hann er eitthvert hugrakkasta og vitrasta dýriö, en um leið það sem erf- iðast er að gera sér grein fyrir. Dag nokk- um sat ég með myndavél mína á bak við fallna trjáboli, þaðan sem ég sá vel yflí uppþornaðan árfarveg sem iðulega var far- inn af grábjörnum. Ekki leið heldur a löngu þar til stór grábjörn kom í Ijós. Þegar hann arkaði fram hjá felustað mín- um, fékk hann auðsjáanlega þefinn fra mér í nasirnar, því að hreyfingar hans urðu órólegri og ég sá herðahár lians rísa og falla. En annars lét hann á engu bera. Hann leit ekki einu sinni í áttina til mín og greikkaði ekki sporið, heidur hélt áfram að næstu árbugðu og hvarf fyrir leiti. En þegai' ég reis á fætur hálftíma síðar, stóð ég skyndilega augliti til auglitis við hann- Hann hafði framið snjalla leikbrellu, læðzt 180 Á matseöli hans er dactlecra nvr lax. heimilisblaðI£)

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.