Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 5
hljóðlaust á bak við mig og virt mig fyrir sér góða stund. Eg gat ekki séð, að hann væri hið minnsta illur. Auðsjáanlega hafði hann komizt að þeirri niðurstöðu, að ég væri skaðlaus. Hann hafði leikið á mig, °g nú sperrti hann eyrun, velti dálítið vöngum og leit á mig eins og hann vildi spyrja: „Jæja, hvernig finnst svo þér að láta glápa á þig?“ Þegar grábjörninn skríður úr híði sínu mhli snæviþakinna klettanna, er hann harla hviðstrengdur eftir margra mánaða föstu. Hann kastar sér í græðgi yfir fyrstu grænu spirurnar og vetrarlaukinn, en fær brátt ]yst á kjarnbetri fæðu. Þá er það sem hann fer á veiðar eftir íkornum, og múrmel- hýrum sem hann dregur upp úr grenjun- Urn og skóflar upp í sig eins og sælgætis- iöflum. Þá verður hann brátt það hress, a<5 hann tekur að sýna hina einstæðu hæfi- leika sina til að eltast við hirti, hreindýr, villifé og geitur. Elgskjöt er þó eftirlætisfæða hans, og veiðimaður á þessum slóðum þarf að koma elgsdýrum sínum eins fljótt í hús og hann §etur, ef grábjörninn á ekki að stela veiði hans. Vinur minn einn komst síðla dags í færi við elgstudda og tókst að taka innan Ur hinni 700 kílóa þungu skepnu og komast aftur heim í bækistöðvar sínar áður en myrkrið skall á. En þegar hann kom dag- lnn eftir þangað sem elgurinn lá, var hann sleginn til jarðar likt og af eldingu. Hann minntist þess óljóst síðar, að björninn lafði haldið honum milli skoltanna og hrist uann til „eins og hundhvolpur hristir tusku- rúðu“. Björninn hefur þá auðsjáanlega aldið að hann væri dauður, og lét hann ai§a sig. Handleggsbrotinn og hörunds- e§inn í andliti gat hann með naumind- Um skreiðzt til félaga sinna í bækistöðv- Uuum og var fluttur í nálægasta sjúkra- Us-_ Ekki fannst þessum manni, að hægt *ri að ásaka björninn. „Hann reyndi að- eins að verja það sem honum fannst sjálf- ni vera sín eigin veiði eða fundur," sagði hann. j. ^1® fæðingu er grábjörninn lítil, snoðin vera, sem ekki vegur nema um 700 sáomm. Hann kemur í heiminn í myrku errarhýðinu á meðan móðir hans liggur ^EOWILISBLAÐIÐ í eins konar dvaia — ekki raunverulegum dvala þó, því að líkamshiti hennar er þá tiltölulega hár. Hún eignast ýmist einn eða fleiri bangsa, og þegar hún í maímán- uði fer með þá út í dagsbirtuna, eru þeir orðnir af litlum ullhærðum hvolpum með beittar tennur, hvassar klær og skaphöfn óargadýrs. Þeir eiga bágt með að leika sér saman, án þess að til slagsmála komi, en þau enda oftast með aukunarlegu væli þeg- ar móðirin skakkar leikinn og skilur þá sundur. Sumarlangt annast móðirin þá, og um haustið tekur hún þá með sér í vetrar- híðið, enda þótt þeir séu þá orðnir að stálpuðum bjarndýrum nokkurra hundraða kílóa þungum. En næsta vor skilja svo leiðir. Fengitími kvendýranna er aðeins annað hvert ár, en þar á móti vegur, að karldýrið getur þefað hana uppi ótrúlega langan veg. Á meðan á orrustunni milli biðlanna stendur, eru ársgamlir birnimir sendir út í heiminn til að standa á eigin fótum; síðan taka við tiltölulega fáir „hveitibrauðsdagar“ kvendýrsins á nýjan leik. Þegar birnirnir eru lausir frá móðurinni, gefa þeir sér sannarlega lausan tauminn. Eitt sinn fylgdist ég ásamt hinu.m þekkta eyðilandafræðingi Andy Simons með fram- ferði eins slíks bjarnarunga á gelgjuskeið- inu, þar sem hann æfði jafnvægislistir á snjóhengju hátt yfir höfðum okkar. Leys- ingavatn hafði myndað glerhált svell ofan frá hengjunni alla leið niður á vorgræna freðmýrina þar sem við Andy stóðum. — Ungi björninn kastaði sér fram af snjó- hengjunni eins og ekkert væri og kom á magann á hraðri ferð í áttina til okkar eins og stráklingur á sleða. Reyndar fór hann margan kollhnísinn á leiðinn og tók að lokum heljarstökk fáeina metra frá okkur áður en hann hafnaði á grúfu. En án þess að gefa okkur minnstu gætur eða virða okkur viðiits, reis hann óðara upp og klöngraðist upp á snjóhengjuna aftur til þess að endurtaka þennan skemmtilega ieik. Andy Simons var ekki hið minnsta hissa. „Ég hef séð þá taka upp á miklu furðu- legri hlútum,“ sagði hann. „Eg hef séð 181

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.