Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 13
„Það er Edna,“ sagði Millie brosandi, en h.iarta hennar herptist saman af sársauka. „Ég gleymi aldrei kvöldinu, þegar við stóð- um í dyrunum og sáum hana koma niður stigann." „Edna? Nú, já, auðvitað," sagði hann hlæjandi. „Já, hún var yndisleg útlits, það er alveg rétt.“ „Hún er einnig mjög hreykin af, að það skyldi vera hún og kjóllinn hennar, sem blés yður laginu í brjóst,“ sagði Millie. Michael stóð kyrr og horfði á hana ein- kennilegu augnaráði. Það minnti hana mjög á augnaráðið, sem hann hafði horft á Ednu i ljósa kjólnum, nema hvað svipur hans var nú margfalt meira dreymandi og við- kvæmnislegur. Millie fölnaði. Michael Challis hafði grip- ið báðar hendur hennar. „Millie," hvíslaði hann. „Veiztu það ekki? Hefur þú ekki getið þér til, hve mikils virði hú ert mér? Hef ég getað leikið svona vel? Ég neyddist til þess að dylja tilfinningar minar — þá, enda hafði ég ekkert að bjóða bér. Og þegar karlmaður elskar konu, eins °g ég elska þig, langar hann til þess að geta sótt sól og tungl og allar stjörnur niður til hennar.“ Millie var alveg viss um, að þetta hlyti að vera draumur. Hún mundi vakna að vörmu spori í litla herberginu undir stig- anum. „Edna blés mér í brjóst danslaginu — hað er alveg rétt. En það hefur ekki ann- að gildi fyrír mig en peningana, sem ég ®tla að lifa á, meðan ég vinn áfram að symfóníunni, sem ég hef verið að glíma yið, alveg frá því að ég kynntist þér. — Ástarsynfónía, Millie. Ég lék hluta af henni fyrir Dale. Hann sagði, að hann skyldi taka hana að sér, ef síðari hlutinn væri lafngóður. Hana hef ég samið handa þér. Þú hefur blásið mér henni í brjóst.“ Hún gat ekkert sagt. Hún starði á hann °§ sá, að tár voru í augum hans. vissi alls ekki, hvernig ég átti að hakka þér fyrir allt, sem þú hefur gert fyrir mig,“ hélt hann áfram. „Þú hélzt víst ekki, að ég tæki eftir helmingnum af Pví, sem þú gerðir fyrir mig. En það gerði eg- Ég var ekki eins blindur og þú hélzt. ttElMlLISBLAÐIÐ öll nærgætnin, sem þú sýndir mér, öll vinn- an, sem þú lagðir á þig mín vegna, öll góðsemin, sem þú sýndir mér. Þú lézt mig fá sparipeningana þína. En það bezta af öllu var uppörvun þín — sú von og kjark- ur, er þú blést mér í brjóst. Hvernig get ég nokkru sinni þakkað þér fyrir það allt?“ „Það var ekki neitt. Ég var svo ham- ingjusöm yfir að geta gert það. Þér megið ekki meta það svo mikils.“ Hann brosti. „Það var meira en ég get nokkurn tíma endurgoldið þér,“ sagði hann. „En ég ætla að reyna að gera það — ef þú vilt leyfa mér að gera það.“ Hún þorði ekki að líta upp. Hún þorði varla að draga andann. Hvað var allt þetta, sem hann var að segja? Það var ekki Edna, sem hann var að tala um, það var hún — Millie! Og það var enginn draumur. Það var veruleiki. Hann stóð þarna og hélt ut- an um hendur hennar. Hann horfði á hana með Ijómandi augum sínum. Hún var svo hrædd um, að hún færi að gráta. Það fór henni svo illa að gráta. „Millie,“ sagði hann, „ég elska þig. Hvað segir þú við því?“ Hún lyfti upp höfðinu, og hún gat ekki lengur haldið aftur af tárunum, þau runnu hægt niður kinnar hennar. „Ég hef elskað þig frá fyrsta deginum," sagði hún. „En ég get alls ekki sagt frá tilfinningum mínum nú. Mér er það alveg ókleift!" „Þú þarft þess ekki heldur, elskan mín!“ sagði hann blíðlega og vafði hana örmum. 189

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.