Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 32

Heimilisblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 32
úr stofudyrunum. Hún var með digurt skjannahvítt hálsmen í sverri keðju, hár hennar greitt yfir vöndul, með þeim afleið- ingum að því var líkast sem hún hefði stærðar franskbrauð klesst ofan á nakinn skalla. 1 hendinni bar hún silfurgljáandi skaftgleraugu. „Ö, komið þér sælir, herra Wyman. Það er svo gaman að þér skylduð geta komið“ Hún talaði með miklu nefhljóði, sem minnti á hnegg í hesti. „Vinir frænku minn- ar eru að sjálfsögðu ætíð velkomnir á mitt heimili, en mér er nær að halda, að þér séuð velkominn öllum öðrum fremur.“ „Ég — ég fór hingað upp eftir til að at- huga veiðilöndin,“ stamaði hann upp. „Ég þekki fólk hér í sveitinni.“ Hún danglaði skaftgleraugunum kum- pánlega i handlegg hans og sagði: „O, ég veit svo sem hvers vegna þér eruð kominn hingað. Og þótt ég sé því að vissu leyti ósamþykk, þá verð ég víst að fyrirgefa yður það. Það er svo hrífandi að verða var við svolitla rómantík á okk- ar órómantísku tímum. Kitten hefur trúað mér fyrir þessu öllu, og ég vona svo sann- arlega, að þér megið verða sannarlega hamingjusamur, þegar við nú loksins höf- um komizt til botns í öllu þessu óþægilega máli.“ Hann starði á hana dolfallinn. „Ég er hræddur um, að ég skilji ekki nákvæm- lega------“ „Þá tölum við ekki meira um það.“ Hún danglaði aftur í handlegg hans með skaft- gleraugunum. „Þér skuluð ekki reyna að útskýra neitt, góði maður. Við vitum öll, að það væri hræðilega rangt að fara að tala um það einmitt á þessari stundu; og svo skiljið þér auðvitað mætavel, að hér í bænum má alls ekki nefna þetta á nafn fyrr en skilnaðurinn er um garð genginn. — Jæja, herra Wyman, ég býst við, að mál sé til komið, að við göngum til borðs.“ Matarveizlan var langdregin og leiðin- leg. Því fór fjarri, að Alek kynni vel við sig. Hvað hafði Kitten sagt frænku sinni? 1 hvert skipti sem hann leit á hana, horfði hún í aðra átt, eins og hún væri að forðast augnaráð hans. Strax þegar borðhaldinu var lokið, kvaðst frú Svvaything þurfa að skrifa áríðandi sendibréf og dró sig í hlé. „Hvað er það, sem þú hefur sagt frænku þinni?“ spurði Alek um leið og dyrnar höfðu lok- azt á eftir henni. „Ekkert,“ flýtti Kitten sér að svara, og enn forðaðist hún að horfast í augu við hann. „Hvað átti hún þá við með því sem hún sagði áður en við gengum til borðs? Það er engu líkara en hún haldi, að við ætl- um að giftast strax og skilnaðurinn er um garð genginn.“ Það var gremjulegur tónn í rödd hans. „Ég skil bókstaflega ekki, hvaðan hún hefur fengið þá hugmynd. Allavega er það ekki ég, sem hef sagt henni það,“ svar- aði Kitten. „En ef þú vilt endilega vita það, Alek, þá halda allir vinir mínir nákvæm- lega það sama. Við höfum sézt saman út um allt, ekki satt? Og ef það hefði ekki verið vegna þín....“ Hún þagnaði, reið sjálfri sér, því hún hafði sagt of mikið þegar. „Ég skil —“ sagði hann hægt. Hann sneri sér undan. Eftir skamma stund henti hann hálfreyktri sígarettunni í arininn og leit upp. „Væri ekki betra, að þú kæmir vinum þínum í skilning um það við fyrsta tæki- færi, að þar hafa þeir í’angt fyrir sér?“ mælti hann rólegur. „Þú mátt segja, að ég hafi komið fram eins og skepna — eða hvað sem þú vilt.“ „Alek!“ Kitten hraðaði sér til hans. „Al- ek, þú mátt ekki vera reiður við mig. Ég elska þig. Ég afber það ekki, að þú komii' fram við mig eins og þú gerir. Ef þú svík- ur mig, Alek, þá — þá svipti ég mig lífinu. Það sver ég.“ Rödd hennar var orðin að sefjasjúku ópi. „Ég veit ekki, hvað ég á að segja, Kitt- en.“ Hann tók að ganga um gólf með hend- ur fyrir aftan bak. Svo stanzaði hann skyndilega og leit á hana. „Ég er hræddur um, góða mín, að ég neyðist til að vera nokkuð harðleikinn. — En ég elska þig ekki, Kitten.“ Það var stutt þögn. Síðan hvíslaði Kitt- en, óttaslegin: „Alek — ó, Alek!“ „Ég fyrirlit mig innilega fyrir það, að ég 208 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.