Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 19

Heimilisblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 19
BR/EÐRAÁST Einu sinni bar svo til, að Danir nokkrir fóru utan og ætluðu til Vesturheimseyja, en bar upp á sker, svo skipið brotnaði langt Undan landi. Það var óskaplegur fellibyl- Ur, sem hafði kastað skipinu upp á skerið, svo að það fór í spón. Á skipinu voru 40 farþegar; áttu sumir erindi að reka, en aðrir voru að freista hamingjunnar og afla ser fjár og frægðar í nýju landi. En þeir höfðu einmitt látið í haf um þær mundir, er farmönnum var hin mesta hætta búin. Jafnskjótt sem skipið kenndi grunns á mfinu, lét skipstjóri setja skipsbátinn á flot °g kom allri skipshöfninni niður í hann; en erfitt veitti það, svo var náttmyrkrið svart og hræðilegt. Menn fólu sig Guði á hendur og lögðu til hafs frá skipinu í von Um að ná einhvers staðar landi. Nú gátu allir séð það, að báturinn var ofhlaðinn, og þó að öllu því, sem þeir máttu án vera væri kastað út þegar í stað, þá létt- lst báturinn ekki svo, að hann gæti fleytt svo mörgum mönnum. Voru farmennirnir Pví úrkula vonar um, að þeir gætu náð andi, öldurnar gengu hver af annarri yfir atinn og hann tók að rista dýpra og dýpra °g þóttust þá allir sjá, að ekki mundi langt Urn hða, unz hann sykki. Skipstjóri lagði þá það ráð til, að varpa skyldi hlutkesti. »Skal tíu mönnum varpað fyrir borð“, Sagði hann, ,,en hinum, sem eftir verða, «=e st kostur á að bjarga lífinu, þegar bát- Ui'inn er orðinn léttari“. var auðséð að brýna nauðsyn bar 1 Pessara óttalegu úrræða. Urðu allir á eitt a tir um, að þeir skyldu láta hlutkestið a a, með því að hver fyrir sig hélt, að ,'?nn mundi sleppa hjá þessu hryllilega u skipti eða þeim mundi hlotnast að Verða eftir í bátnum. wJ?1 Vai; hlutunum kastað og dauðans 1 1 greip þá, sem hlutfallið dæmdi til HEIMILISBLAÐIÐ dauða í djúpi sjávar. Sumir störðu örvingl- aðir á sjóinn og báru hugrekki til að steypa sér útbyrðis; en við suma varð að beita valdi. Á bátnum voru tveir bræður frá Falstri, iðnaðarmenn, og hlaut hinn yngri þann kostinn að steypa sér í sjóinn; en þessi atburður gekk öllum til hjarta. Hinn eldri flaug um háls bróður sínum og grét hástöfum og bað hann fyrir alla muni að lofa sér að deyja í hans stað og stökkva niður í hina votu gröf; en þess var enginn kostur. Eldri bróðirinn bað þá skipstjóra og alla skipshöfnina að bera sér þess vitni, að það væri sinn frjáls vilji og ásetningur að láta lífið í stað bróður síns. Enginn vildi láta uppi, hvað honum sýndist um þetta. Hann kallaði þá hinn alskyggna Guð og bróður sinn til vitnis, að það væri satt, sem hann nú ætlaði að segja: „Bróðir minn“, segir hann, ,,er miklu hraustari og heilsubetri en ég, dugandi maður og miklu efnilegri en ég; hann get- ur miklu fyrr orðið styrkur og stoð móður okkar, sem nú situr heima hjálparlaus; hann getur fljótar aflað sér fjár en ég og orðið gagnlegri mannlegu félagi“. Og síð- ast sagði hann: „Bróðir minn skildi eftir unnustu á ættlandi okkar, og mun hún eigi fá afborið þann harm, er hún fréttir lát hans“. Að svo mæltu sleit hann sig af þeim, sem héldu honum og steypti sér í sjóinn. Nú æptu allir, er þeir sáu hann ganga í opinn dauðann af ásettu ráði, vegna bróð- ur síns. En í þeim svifum laust upp kvein- stöfum frá öllum, því að nú steypti yngri bróðirinn sér í sjóinn. „Björgum þeim, björgum þeim!“ æptu þá allir í einu hljóði, er þeir sáu yngri bróðurinn leggjast til sunds og berjast við öldurnar; honum tókst að ná bróður sínum og þótt hann væri syndur sem selur og hraustmenni mikið, þá varð hann að neyta allrar orku til að halda honum upp úr sjónum. Þeim, sem í bátnum voru, tókst með mestu erfiðismunum að komast. að þeim bræðrum. Þeir voru orðnir svo örmagna af sundinu, að þeim lá þá þegar við að sökkva. Voru þeir nú dregnir upp í bátinn með litlu lífsmarki. Og er þeir röknuðu við aft- ur, þá spurðu báðir: 195

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.