Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 34

Heimilisblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 34
Hann var stuttur í spuna, án þess að líta framan í hana. Það varð stutt þögn. Síðan sagði hún: ,,Mér þykir það leitt líka.“ Hann leit snögglega upp. ,,Er það satt? Þér segið það ekki aðeins fyrir kurteisis- sakir?“ ,,Nei.“ Hún roðnaði. „Hvers vegna skyldi mér ekki þykja það leitt?“ „Ég sé til, hvort ég get ekki komið hing- að fijótt aftur,“ sagði hann dálítið and- stuttur. „En það verður erfitt. Það er mikil vinna, sem bíður mín.“ Hann fann sjálfur, hve ósannsögli hans var aumkunnarverð. Margie fann einnig, að hann sagði ósatt. Og hún skildi það á rödd hans, að hann ætlaði ekki að koma aftur. Hún varð sár, og ekki alveg laus við gremju. Hún hafði svo sem aldrei beðið hann að koma. Ósjálf- rátt rétti hún úr sér. „Þér eruð velkominn, hvenær sem þér viljið,“ sagði hún blátt áfram, „en ég býst reyndar ekki við yður aftur.“ Skyndilega fann hann fyrir óstjórnlegri þörf fyrir að taka hana í faðm sér og segja: „Auðvitað kem ég, Margie.“ En jafn- framt fann hann, að í þetta eina sinn varð hann að stilla sig um að láta undan löngun sinni. Hann gekk hvatlega til dyra. „Jæja, ég varð að fara.“ „Góða ferð,“ sagði hún og rétti honum höndina. „Verið þér sælar, Margie.“ Furðulegt, hvað það gat verið erfitt fyrir hann að kveðja hana. Ekkert annað en veiklyndi, sagði hann við sjálfan sig gremjulega, þegar hann settist inn í bílinn. Hann vorkenndi henni dálítið, það var allt og sumt. Skyndihugmynd hafði fengið hann til að takast á hendur þessa ferð hingað; og hann varð eftirleiðis að hafa hemil á slíkum hugdettum. Nokkrum dögum síðar hringdi Mavis Fenn til hans. „Ég hef frétt að þér hafið verið í Sturton. — Hvað er að frétta af Margie?“ „Henni virtist líða ágætlega," svaraði hann blátt áfram. „Ég á ekki við heilsuna,“ sagði hún óþolinmóð. „Ég á við, hvort nokkuð nýtt sé að frétta af skilnaðarmálinu? Hefur þessi veslings stúlka Kitten Roland ákveð- ið að láta málið niður falla?“ „Ekki býst ég við því,“ svaraði hann. „Maðurinn hennar vill auðsjáanlega alls ekki fallast á skilnað, en hún vill fá skiln- að. Þetta er erfitt fyrir Margie; en hvað er hægt að gera fyrir þann mann, sem vill fórna gömlum vini til þess að halda í kven- mann, sem ekki kærir sig um hann lengur og óskar einskis frekar en að vera laus við hann?“ Rödd hans var gremjuleg. „Sem sagt: Það er Clive að kenna, að Margie hefur flækzt í þetta mál?“ „Ég býst við þvi, já.“ Þegar Mavis hafði ákveðið að fram- kvæma eitthvað, var það sama sem fram- kvæmt þegar. Harla ákveðin á svip setti hún upp gamla flókahattinn sinn, fór í víðu gamaldags kápuna sína og lagði af stað til fundar við Clive. Clive kom sjálfur til dyra og tók á móti Mavis. Svo virtist sem hann væri harla undrandi yfir því að sjá hana. „Þér munið sjálfsagt eftir mér,“ sagði hún. „Við höfum hitzt í Sturton, hjá Mar- gie Norman.“ „Já, auðvitað,“ svaraði hann glaðlega. „Gangið irin fyrir.“ Hann vísaði henni inn í dagstofuna. „Við verðum að binda endi á allt sem heitir að bendla Margie við skilnaðarmál- ið,“ sagði hún óðara, þvi að hún var vön að hafa engar umbúðir um hlutina. Clive hló við, óglaðlega. Hann settist á legubekkinn andspænis henni og fléttaði fingur. „Ég fæ ekki séð, hvað ég get gert í því máli, ungfrú Fenn. Ég hef beðið Kitten um að láta málið niður falla.“ „Þér hafið víst aldrei látið yður detta í hug sú útkomuleið að fallast sjálfur á skilnaðinn?“ „Jú.“ Hann reis á fætur með gremju- svip. „Jú, ég hef vissulega látið mér detta það í hug,“ sagði hann. „En ég geri það bara ekki.“ Hann dró andann djúpt. „Ég hef ekki hugsað mér að láta undan. Ég ætla að berjast til þrautar, jafnvel þótt það 210 HEIMl LISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.