Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 11
sem gekk Millie alveg inn að hjartarót- um og leysti úr læðingi alla þá niðurbældu elsku, sem hún bar í brjósti til hans. Hún hefði getað farið að háskæla, en hún bjarg- aði sér með því að segja með hversdags- legum rómi: .iHeyrið þér, nú skuluð þér drekka kaffið yðar, áður en það kólnar.“ Hálfur mánuður leið án þess að Michael Challis hefði fengið aðra stöðu. Það var hlutverk Millie að innheimta peningana hjá leigjendunum. Á fimmtudagskvöld kallaði hún Michael inn í mannlausa borðstofuna rétt fyrir miðdegisverðinn og lokaði dyr- Unum. Hún var mjög vansæl og vandræða- ieg á svipinn og fitlaði taugaóstyrk við svuntuna sína. >,Hr. Challis," sagði hún óðamála, ,,mér er ljóst, að það eru mjög erfiðir tímar fyrir yður. Þér fáið eflaust bráðlega aðra stöðu, það er ég viss um, en — ég vildi bara segja Vður — ag — að ef þér kærið yður um að húa hér áfram, þá, — á ég dálítið af pen- lngum, sem ég hef sparað saman. Ef ég mEetti lána yður svolítið, mundi það gleðja mi§ mjög mikið.“ Hún þorði alls ekki að líta á hann, því f. hún fékk svo undarlega tilfinningu í a|sinn við að sjá þakklætissvipinn í þreytu- legum augum hans. >,Það er ákaflega fallegt af yður,“ sagði ann skömmu síðar. Hann þagnaði og bætti svo við: ,,Ég á í dálitlum erfiðleikum sem s endur. Það er ákaflega fallega gert af . Ur, ef þér viljið lána mér svolítið — að- eins í e}na ega tvær vikur. Ég er viss um, ég fæ bráðum eitthvað að gera“. ,,Já, það fáið þér áreiðanlega", sagði lok'16 arMaiM léttar, þar sem þessu var ,,. ”Hn — sjáið þér til — mamma þarf I að vita neitt um þetta. Ég læt hana q.1...heningana eins og venjulega. .. . þér 1 það eflaust. .. .“ ,,Já, ég skil það. Þökk fyrir!“ sagði Mlehael Challis. vi an stöðu þegjandi kyrr. Hvorugt þeirra Unf1’ 1Va*^ se^Ja skyldi. Millie gekk að dyr- hen^’ ^ann Hýtti sér að opna þær fyrir epirVK * snmu ar>drá var eins og þau sæju e^n' hlkkert annað orð hæfði komu II Dawn, þar sem hún kom dansandi niður stigann. Hún var í Ijósum samkvæm- iskjól, síðum og léttum, og var glæsilegri útlits en nokkru sinni áður. Michael stóð við hliðina á Millie og starði á Ednu. Millie sá á augnaráði hans, hve hann var hrifinn, og henni varð þungt um hjartarætur. Ó, ef hann vildi horfa svona á hana — að- eins eitt andartak! Hann stóð eins og stytta og gat ekki haft augun af ungu stúlkunni í ljósa kjóln- um. Edna kom auga á þau og veifaði til þeirra. „Ég ætla að fara út að dansa!“ sagði hún. ,,Nú hef ég það — nú hef ég það!“ sagði Michael. ,,Nú hef ég lagið.“ Edna hristi höfuðið og brosti. Hún skildi þetta ekki. En Millie skildi það. Hún horfði á hrifningarsvipinn á fölu andliti hans. ,,Já, nú hef ég það. Ég verð að fara strax upp í herbergið mitt,“ sagði hann. Hann fór upp stigann og tók tvö, þrjú þrep í einu. Edna horfði á Millie og barði á ennið á sér. „Hann er eitthvað ruglaður," sagði hún. „En þannig eru þessir hljómlistarmenn.“ Michael Challis fór ekki út úr herbergi sínu næstu daga. Húsið fylltist af hljóm- list, af einu fjörmesta og skemmtilegasta danslagi, sem hugsazt gat, lagi, sem kom öllum leigjendunum til þess að brosa og slá taktinn með fætinum, og sem kallaði fram í huganum myndina af yndislegum vordegi. Millie hlustaði á það og sagði við sjálfa sig: „Ég er glöð — allshugar glöð. Hann elskar hana, og hann giftist henni, þegar hann er orðinn ríkur. Hann á að verða hamingjusamur, það er það eina, sem ég óska. Það skiptir engu máli með mig. Ég er ekki sköpuð fyrir svona mikla ham- ingju. En ég gleðst af því, að hann hefur nú loksins fengið innblástur sinn.“ Þetta var í raun og veru hrífandi lag, létt og fjörugt og vorblær yfir því. Millie gat ekki skilið, að mannsheili gæti fundið upp svona lag og sent það svo fram í lipra fingurna, aðeins af því að ung stúlka í ljós- um kjól hafði kornið hlaupandi niður stig- ann á aprílkvöldi. Hisblaðið 187

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.