Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 25

Heimilisblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 25
ekki til að koma í leikhús? Ég hef ekkert fyrir stafni í dag.“ „Jú,“ sagði hún, „en það verður að vera eitthvað skemmtilegt, Alek.“ Þegar þau voru búin að fara í leikhúsið og setzt í anddyri á stóru hóteli yfir kokk- teil, sagði hann upp úr þurru: „Af hverju hættirðu ekki við þetta skilnaðarmál, Kitten. Eða — ef þú vilt ekki hætta — því reynirðu þá ekki að fá Clive til að fall- ast á skilnað með góðu?“ „Þú reynir að koma kvenmanninum til hjálpar!“ svaraði hún ásakandi. „Kannski geri ég það.“ Hann tæmdi glasið sitt. „Hvernig á ég að gefa upp vonina um að verða frjáls?“ sagði hún aumlega. „Clive fellst aldrei á skilnað, ef hann neyð- ist ekki til þess. Hann elskar mig alltof mikið til þess.“ Hún hló hvellt og beisk- lega. „Þú skilur það víst ekki, er svo?“ „Jú,“ svaraði hann. „Og sé þér frelsið svona mikils virði, finnst mér þú hafa leyfi til að beita þeim vopnum, sem þú hefur tök á.“ Allt í einu sá hún tækifæri bjóðast sér, og hún greip það óðara. „Alek,“ mælti hún sannfærandi og inni- lega. „Ég — ég heiti þér því að blanda Margie ekki inn í málið, ef þú biður mig þess. En það er ekki hennar vegna, eða vegna neinnar hégilju um hvað sé rangt eða ekki rangt. Það er þá einungis vegna þess, að þú vilt það ekki.“ Það varð þögn, og sú þögn var hlaðin óvenjulegri spennu. Alek minntist þeirrar örvæntingar, sem hafði speglazt í augum Margiear og var að því kominn að sam- sinna Kitten. En svo þokaði hann stól sín- um skyndilega aftur og reis á fætur. „Nei,“ sagði hann. „Um það get ég ekki beðið þig, Kitten. Þú verður að gera það sem þér sjálfri finnst réttast.“ „Ó, Alek,“ stundi Kitten, og tárin stóðu í augnhvörmunum. „Ó, Alek!“ hvíslaði hún aumlega. Hann leit á armbandsúrið sitt. „Mér þykir það fjarska leitt, Kitten, en nú verð ég að fara,“ sagði hann. Hún reyndi að vera hress í bragði og brosti til hans, en þegar hún ók aftur heim í hótelið sitt, féll hún saman eins og henni væri kalt. — Hafði hún hagað sér mjög kjánalega í dag? — Hafði hún tapað meiru en hún hafði áunnið ? — Ef svo var, var það Margie að kenna. En hvað hún hataði þá stúlku. .. . IX. BLÓM HANDA KONU Alek ók hægt gegnum þokuna. Allt í einu lagði fyrir vit hans veikan blómailm, og hann komst að raun um að hann ók fram- hjá litlu blómasölutorgi. Hann stöðvaði bílinn, steig út og keypti vönd af anemón- um. Síðan ók hann eins hratt og þokan leyfði heim að vinnustofu Mavis. Það var Mavis sjálf, sem kom til dyra. „Sælir,“ sagði hún og virti hann vel fyrir sér með nærsýnum augunum. „Æ, nú þekki ég yður. Hr. Wyman, er ekkisvo?“ „Rétt er nú það.“ Hann brosti. „Og þér eruð vinkonan, sem Margie býr hjá?“ „Bjó hjá,“ leiðrétti hún. „Hún fór heim til Sturton nú í eftirmiðdaginn." „Er hún farin heim?“ Hann varð undr- andi; hann varð meira en undrandi — beinlínis miður sín. „Viljið þér ekki koma inn fyrir andar- tak?“ sagði hún. „Mig langar til að sjá yður betur, og það er svo rokkið hér í dyragættinni.“ Hann hló við hátt. Það var eitthvað við þessa löngu og drengvöxnu beinasleggju, sem orkaði hressandi á hann. „Hvers vegna viljið þér endilega sjá mig betur?“ „Vegna þess að þér eruð fyrsti karlmað- urinn, sem ég hef hitt í háa herrans tíð, er virðist hafa einhverja glóru í kollinum. — Gjörið svo vel, komið bara inn fyrir.“ Hann gekk á eftir henni inn í rúmgóða vinnustofuna. „Fáið yður sæti,“ sagði Mavis. „Ég get gefið yður sérríglas, ef þér kærið yður um. En það er hræðilega vont. Kærið þér yður um eitt glas af því?“ Heimilisblaðið 201

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.