Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 10
svo mjög, en hún vissi, að hann gat ekki fengið neinn innblástur frá henni. ,,Það kemur áreiðanlega einhvern dag- inn,“ sagði hann fjörlega. „Allt í einu, ein- hvern góðan veðurdag, kemur lítill, töfr- andi lagstúfur upp í hugann, svo þýt ég að píanóinu og skrifa hann niður. Og eftir fáeina mánuði er ég orðinn frægur. Bíðið bara.“ En það var allt annað, sem beið hans. Það var inflúenzubaktería en ekki lag, sem náði tökum á Michael Chaliis. Hann lá í rúminu í mánuð, ekki sérlega alvar- lega veikur, en máttfarinn, hóstandi og með sótthita. Miilie og móðir hennar önn- uðust hann, sú síðarnefnda með nokkru önuglyndi, en af kunnáttu, Millie með allri þeirri umhyggju og alúð, sem vel dulin ást hennar knúði fram hjá henni. ,,Ég baka ykkur allt of mikla fyrirhöfn,“ andmælti Michael dauflega. Hann sat í hæg- indastól við gluggann, sem sneri út að húsa- garðinum. ,,A31s ekki!“ Millie setti skál með ávöxt- um í á lítið borð við hliðina á honum. Hún hafði keypt ávextina fyrir sína eigin pen- inga. Hún lét hann aldrei renna grun í það, en þennan mánuð var hún alveg að gera út af við sig með striti. Það voru komnir nýir leigjendur, og það hafði meiri vinnu í för með sér, og Michael þurfti að fá auka viðurgerning, sem tók tíma að útbúa og sem kostaði peninga. ,,Hver á að borga fyrir allt þetta, sem hann fær aukalega? Það þætti mér gaman að vita,“ sagði frú Bland, sem var alls ekki óblíð að eðlisfari, heldur mjög hagsýn. „Ég fæ áreiðanlega peninga hjá hr. Chal- lis — seinna,“ sagði Millie. „Við getum ekki beðið hann um þá núna.“ „Ég hef haldið reikning yfir það,“ hélt frú Bland áfram. „Það verða réttar tvö þúsund krónur og sjötíu og fimm aur- ar. Þar eru meðtalin lyf og hitapokinn, sem þú varðst að kaupa handa honum.“ Þrem dögum síðar borgaði Millie móður sinni þessar tvö þúsund krónur og sjö- tíu og fimm aura, sem hún sagði að hr. Challis hefði látið sig fá. Það hafði hann auðvitað ekki gert. Millie hafði tekið pen- 186 ingana úr sparibauknum, þar sem hún setti alla smápeningana, sem hún gat verið án af launum sínum. Hún vonaði, að Michael mundi gleyma að spyrja hana um, hve mikið allt þetta aukalega, sem hann fékk á meðan hann var veikur, hefði kostað. Hún vissi, að hljómlistarmenn voru við- utan. Daginn, þegar Michael fór út í fyrsta skipti eftir veikindi sín, mætti hann Millte í stiganum. Hann hafði brett gauðslitinn frakkakragann sinn upp fyrir eyrun, og hann var svo fölur og vesaldarlegur útlits, að Millie fékk nær því tár í augun við að sjá hann. „Heyrið þér mig, ungfrú Bland,“ tók hann til máls, „ég skulda yður heilmikið — bæði fyrir ávexti, lyf og margt ann- að....“ „O, það er svo sem ekki neitt að ráði- Fáeinar krónur,“ flýtti Millie sér að segja- „Ég ætlaði reyndar einmitt að fara að biðja yður um þær. Það eru nákvæmlega tvo þúsund krónur og sjötíu og fimm aurar. Henni fannst, að sú upphæð hlyti að láta mjög sennilega í eyrum. Michael lét líka gabbast og taldi peningana upp úr slitinn1 buddu. Það olli Millie sársauka að taka við þeim, en hún neyddist til þess að gera það- Það var ekki hægt að segja, að harn- ingjan væri Michael Challis hliðholl. Píanó- leikarinn, sem hafði verið staðgengill hans í danssalnum, var orðinn svo vinsæll hla áheyrendum, að veitingahússeigandinh hafði ákveðið að hafa hann áfram, °“ Michael var sagt upp með viku fyrir' vara. Hann sagði Millie frá því næsta morgu11- „Uss þér skulið kæra yður kollóttan 11111 það!“ sagði hún uppörvandi. „Ég er viss um, að þér fáið bráðlega allan þennan inn' blástur, sem þér voruð að tala um, og sv° semjið þér danslag, sem allur heimurin11 dansar eftir, og þá verðið þér ríkur frægur.“ „Það er ákaflega fallegt af yður að ta a svona. Þér eruð svo ákaflega elskuleg y mig,“ sagði hann. Hann sat við pían®* eins og venjulega og lék á það við og V1 ’ á meðan liann var að tala. Það var la&’ heimilisblAÐjí)

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.