Heimilisblaðið - 01.05.1966, Síða 26
Footsy virti þau fyrir sér andartak, sagði
síðan: „Jæja, ég fer þá. Ég geri jafnvel
ráð fyrir, að einhver taki mig upp í, svo
ég þurfi ekki að ganga alla leið. Og ég
býst við að geta verið kominn hingað aftur
snemma í fyrramálið."
Hann lagði af stað eftir þjóðveginum og
gekk röskum og ákveðnum skrefum eins
og þeir menn gera, sem eiga takmark fyrir
höndum.
Ogden og Peggy klifruðu upp í ekils-
sætið og fundu hitabrúsa með heitu kaffi
og pakka með samlokum af óvenjulegri
þykkt. Ogden Pieter tók til matar síns af
mikilli lyst. Hann var með hausverk og
yfir sig þreyttur. Þegar hann hafði lokið
við að snæða, hallaði hann sér aftur, lokaði
augunum og sofnaði. Peggy horfði á hann
og brosti.
Kvöldið var friðsælt. Eftir skamma stund
var tungl á lofti yfir trjákrónunum, og
stjörnurnar skinu. Þá hagræddi Peggy sér
og bjóst til að sofna. Allt frá bernsku hafði
hún vanizt því að treysta bezt sjálfri sér, og
hún hafði vanizt því að horfa björtum aug-
um á tilveruna, enda þótt hennar eigið lif
hefði alls ekki verið neinn dans á rósum.
Það var undarleg tilviljun, að þau Ogden
skyldu hittast, því að erfitt var að hugsa
sér tvær mannverur, sem áttu jafn fátt'
sameiginlegt í lífsreynslu, skapgerð og við-
horfum.
Peggy sat vakandi langa stund, en að
lokum seig á hana svefn. Hún vaknaði við
hækkandi sól. Sökum hallans á bílnum, var
einnig halli á ekilssætinu, þannig að um
nóttina hafði hún runnið til og hvíldi nú
með sinn rauðgullna koll þétt upp við brjóst
Ogdens Pieters. Handleggur hans hafði í
svefninum leitað yfir axlir hennar. Hvernig
hann hafði komizt þangað, það vissi hvor-
ugt þeirra, og þau spurðu einskis. Ogden
Pieter lauk upp augum, og þrátt fyrir
óvenjulegar stellingar, sem hann hafði sof-
ið í, leið honum ágætlega.
Þau gengu að vatnsbóli úti á enginu og
þvoði sér í ferskri lindinni. Peggy lánaði
honum hárgreiðu. Hann nuddaði um hök-
una á sér og fann sér til óþæginda skegg-
broddana, — en nú voru hvorki herbergis-
þjónn né rakari á næstu grösum. Þau
drukku leifarnar af kaffinu og átu það sem
eftir var af samlokunum, og höfðu lokið
þessu áður en Footsy Mertz kom akandi í
bíl ásamt vélamanni, með auknar matar-
birgðir og nýjasta morgunblaðið. Peggy
leyfði Ogden að lesa blaðið fyrst, og hann
þurfti ekki að leita lengi að fréttunum af
sjálfum sér, því að þær stóðu feitletraðar
á forsíðu.
Lík hans hafði án alls efa þekkzt. Sjálfur
einka-lögfræðingur hans, Benjamín gamli
Goodrich, hafði úrskurðað, að um lík hans
væri að ræða. En Ben frændi hafði ekki
látið sér það nægja. Við lögreglu og blaða-
menn hafði hann að auki látið uppi ýmsar
,,staðreyndir“ sem verið gætu orsök að
sjálfsmorði því, sem margir álitu, að þarna
hefði átt sér stað, enda þótt réttarlæknir-
inn teldi af og frá, að um sjálfsmorð gæti
verið að ræða í þessu tilfelli.
„Það þjónar engum hagnýtum tilgangi,"
lét hr. Goodrich ummælt, „að leyna því,
hvernig komið er um auð Van Staels-
ættarinnar. Hann er bókstaflega enginn
lengur. Hann hefur horfið og eyðst um leið
og ættin sjálf hefur dáið út. Ef Ogden Piet-
er Van Stael hefði verið á lífi í dag, hefði
hann verið bláfátækur maður. Þótt ég segi
bláfátækur, á ekki aðeins við, að tekjur
hans myndu hafa minnkað stórlega, heldur
á ég beinlínis við, að tekjur hans myndu
ekki hafa verið neinar. Ekki einn eyrir.
Auðævin því miður öll farið í að viðhalda
fyrirtæki, sem Van Stael eldri grundvallaði,
en hefur nú lifað sjálft sig.“
Ogden Pieter starði fram fyrir sig á um-
heim, sem skyndilega var orðinn honum
kaldur og óhugnanlegur. Um varir hans
myndaðist grettubros, en það bros var án
allrar gleði. Nú var ekki um það að ræða
lengur að hafa ofan af fyrir sér í þrjá
mánuði til þess að vinna veðmál. Þeir þrír
mánuðir voru orðnir að heilli mannsævi.
Hann sparkaði dagblaðinu frá sér og
varð um leið litið á skóna sína. Það var eins
og þessir kostbæru skór fyrir augum hans
gerðu honum enn betur grein fyrir því, sem
gerzt hafði. Einir skór voru allt og sumt
sem eftir var af yfirgnæfandi auðlegð hans.
114
HEIMILISBLAÐIÐ