Heimilisblaðið - 01.05.1966, Qupperneq 28
„Við sendum ekki neitt skeyti,“ sagði þá
Ogden Pieter.
„Þér eruð anzi dularfullur og erfitt að
reikna yður út,“ sagði Peggy í ásökunar-
rómi.
„Ég las einu sinni um fólk, sem hafði
orðið fyrir hörmungum í jarðskjálfta,“
svaraði Ogden-Pieter. „Þar stóð, að það
hafði misst aleigu sína. Allt, sem það hafði
átt, hafði jörðin gleypt. Það átti ekki ann-
að en fötin sem það stóð í.“
„Nú, og hvað meinið þér með þessu?“
spurði Peggy.
„Það er engu líkara,“ svaraði hann, „en
ég sé einskonar fórnarlamb jarðskjálfta. Og
það er einmitt þess vegna, sem ég sendi
ekki símskeyti."
„Um hvað er hann eiginlega að þvæla?“
spurði Footsy.
„Við komumst áreiðanlega að því, ef við
sýnum honum þolinmæði,“ sagði Peggy.
„Haldið áfram þar sem þér hættuð, Pieter.“
„Þar til fyrir skömmu,“ hélt Ogden Piet-
er áfram, „áleit ég þetta atvik smá-ævin-
týri, sem brátt myndi sjá fyrir endann á.
Ég þóttist vita, að allt myndi lagast óðara
er ég kæmist í samband við vini mína.“
„En nú?“ spurði Peggy.
„Ef ég sendi vinum mínum símskeyti
núna,“ svaraði hann, „þá myndi ég þurfa
að senda það sem betlari. Ég hefi hugsað
margt siðastliðinn hálftíma. Ég hef verið
að hugsa um mann, sem ég þekkti, og missti
aleigu sína.“
„Og hvað með hann?“ spurði Peggy.
„Ég myndi ekki kæra mig um að líkjast
honum,“ svaraði Ogden Pieter. — „Vinir
hans hafa hjálpað honum og stutt hann á
allan hátt. Að lokum var hann orðinn plága
á þeim, einskonar sníkjudýr, sem þeir bölv-
uðu og óskuðu að væri farinn veg allrar
veraldar.”
„Hvers vegna eruð þér að segja okkur
allt þetta?“ spurði Peggy.
„Þeir fáu peningar, sem ég á hjá hr.
Mertz, er allt og sumt sem ég á,“ svaraði
hann. „Þess vegna get ég ekki hringt í
neinn eða sent skeyti, nema sem beininga-
maður. Ég er eins og sá, sem hefur orðið
fyrir jarðskjálfta — og á ekki annað en það,
sem ég stend í.“
VI.
MERTZ OG AMMA HANS
„Það lítur út fyrir, að það hafi gerzt
nokkuð skyndilega," sagði Peggy.
„Skyndilega? Ég hefði átt að láta mér
detta í hug, að það stefndi að þessu. Á dög-
unum var ég á skrifstofu mannsins, sem
ráðstafaði öllum hlutum fyrir mig. Hann
talaði svo undarlega við mig. Ég hélt hann
væri að tala meiningarleysu. En ég vildi
óska, að hann hefði sagt mér sannleikann
eins og hann var og ekkert dregið undan.“
„Þér komið mér annars ekki fyrir augu
sem sá maður, sem er vanur að hafa mikið
fé handa á milli,“ sagði þá Footsy tor-
trygginn.
Ogden Pieter svaraði þessu ekki. „Einn
af vinum mínum veðjaði um það við mig,
að ég gæti ekki haft ofan af fyrir mér
um þriggja mánaða skeið, án þess að láta
uppi hver ég væri og fá peninga að láni.
Ég átti nefnilega að vinna fyrir mér sjálf-
ur.“ Hann brosti beisklega. „En ég tók veð-
málinu. Tímabilið hefur bara lengzt. Þessir
þrír mánuðir hafa lengzt upp í lífstíð. Og nú
myndi ég ekkert græða á því að hverfa
heim aftur og lifa á vorkunnsemi vina
minna.“ Hann þagnaði stutta stund, eins
og honum kæmi eitthvað til hugar. „Auk
þess er ég dáinn,“ sagði hann. „Það mun
enginn spyrja um mig frekar, því að ég er
ekki lengur talinn í lifenda tölu.“
„Haldið þér, að hann sé alveg heilbrigð-
ur í kollinum?" spurði Footsy.
Ogden Pieter stóð og starði fram fyrir
sig, og svipur hans var þrjózkufullur. —
Peggy létti við að sjá það, að hann gat
verið einbeittur og ákveðinn á svip. Fram
til þessa hafði hún aðeins séð hann stúr-
inn og ráðalausan. Nú var eins og hann
tæki á og yrði einstaklingur með persónu-
einkenni og sjálfstæðan vilja.
„Ég er Pieter Van,“ sagði hann upphátt
við sjálfan sig, rétt eins og hann hefði al-
gerlega. gleymt nærveru þeirra hinna.
„Héðan í frá er ég Pieter Van og enginn
annar.“
„Hann er bilaður í toppstykkinu," sagði
Footsy.
„En jafnvel þótt þér séuð Pieter Van,“
116
HEIMILISBLAÐIÐ