Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1966, Qupperneq 36

Heimilisblaðið - 01.05.1966, Qupperneq 36
Vi(% sem vinnum eldhússtörfin Ef þér eigið nokkrar eggjahvítur . . . Það kemur stundum fyrir að maður eigi nokkrar eggjahvítur afgangs, og þær er hægt að nota í gómsæta rétti, kökur og ábæta. Þess ber að geta að eggjahvítur geymast í lokuðu íláti í kæliskáp í 2—3 vikur og þær þeytast vel, en eggin verða auðvitað að hafa verið alveg ný. Hér eru nokkrar uppskriftir, sem allar eru ætlaðar fyrir 4 persónur. Buffrúlla. 3—4 steikt hakkabuff með brúnni sósu og brúnuðum lauk, 2 msk. pickles, 2 msk. tómatsósa, % tsk. karrý, 1 blómkálshöfuö, 1 tsk. salt, ca. 75 gr. smjör eða smjörlíki, Skerið buffkökurnar í þykkar sneiðar og blandið þeim, sósunni og kryddinu í pott. Skiptið blómkálinu í hendi og sjóðið það í ofurlitlu vatni, smjöri og salti. Hitið buffblönduna og þynnið hana e. t. v. með ofurlitlu af blómkálssoðinu. Steikið um leið eggjahvítuna á stórri pönnu með nægu brúnuðu smjöri. Hellið hvít- unum bara yfir alla pönnuna og látið þær stifna við hægan hita og verða ljósbrúnar að neðan. Leggið buffkássuna og blóm- kálið á og rúllið öllu saman og ýtið rúll- unni yfir á heitt fat. Svepparúlla. % kg. sveppir (champignon), 50—75 gr. smjör, 1 pakki djúpfryst spinatblöð eða 1 kg af nýjum, 1 msk. hveiti, ca. 1 dl. rjómi, salt, 6—8 eggjahvítur. smjörlíki. Hreinsið og þerrið sveppina og skerið þá í sneiðar og ristið á pönnuna í smjöri, hitið spínatið, sáldrið hveitinu yfir og bæt- ið rjómanum smátt og smátt út í. Látið spínatið sjóða og saltið það mátulega. — Steikið eggjahvítuna hægt á pönnunni. Látið spínatið og sveppina á og hellið öllu saman. Eggjahvítu-hræra. 6 eggjahvítur, 6 msk. rjómi, 1 msk. olía, % tesk. salt, ofurlitill pipar, 30—40 gr. smjör á pönnuna. Þeytið þetta allt léttilega saman. Bræðið ofurlítið smjör á pönnu og látið eggja- hvítumassann stífna við hægan hita, hrær- ið varlega einu sinni eða tvisvar með flatri trésleif. Eggjahvítuhræra er mjög góð með pylsum, reyktri síld eða skinku. Ef þið eigið graslauk, þá sáldrið honum yfir. Léttir kvöldréttir. Eggjakaka a la pizza. 6—8 eggjahvítur, ofurlítið smjör, 2—3 tómatar, 1 dós af beinlausri síld, Litlir teningar úr ca. 150 gr. af mildum osti, steinselja (persille). ofurlítið salt og pipar. Þeytið eggjahvíturnar létt saman, án þess að þær verði að froðu. Hellið þeim út á heita pönnu meö brúnuðu smjöri. Leggið tómatsneiðar, síld og ostateningana ofan á, þegar eggjahvíturnar eru að byrja að verða stífar. Stráið síðan steinselju út á og sömuleiðis salti og pipar. Eggjakakan er framreidd heit, með brauði. 124 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.