Heimilisblaðið - 01.05.1966, Side 41
Kalla' og Palla þótti næstum jafn leiðinlegt að
Þvo tau og vaska upp. Og þar sem þeir eru vanir
að draga allt á langinn, sem gera þarf, verður
starfiö ennþá erfiðara. Sjáið þið nú bara hrúg-
una, sem hlaðizt heíur upp! „Þetta er nú meira
en hægt er að heimta af tveim litlum böngsum",
mótmælir lati Paili og stingur höndunum í vas-
unn. „Satt segir þú, Palli, við skulum heldur fara
mn og hlusta á veðurfréttirnar í útvarpinu", sting-
ur hinn jafnlati Kalli upp á. „Horfurnar eru góð-
ar“, tilkynnir hann, „við verðum að drífa okkur
og hengja tauið upp“. En það var svo erfitt, að
þeir þurfa að hvíla sig á eftir og gæða sér á sóda-
vatni, meðan þeir fylgjast af eftirvæntingu með
veðrinu. Ekki líður á löngu þar til komin er helli-
skúr, sem þvær allt tauið fyrir þá. „Það borgar
sig að nota heilann", segir Kalli glaðlega við hinn
ánægða Paila.
Dýrin hafa beðið Kalla og Palla að hjálpa þeim
an finna nöfn á króana sína, því það sé svo erfitt
a° finna mörg nöfn. „Allt í lagi“, segja birnirnir.
yrst kemur frú Strúts með ungana sína tvo. —
■’Hans og Gréta", segir Kalli hiklaust, ,,og börn
lonynjunnar köllum við Leó, Trínu og Alexander.
Hrigfrú Kengúru köllum við Matthildi". — Palli
skrifar nöfnin niður, ef einhverjir skyldu gleyma
þeim. Allt gengur þetta ljómandi vel þangað til
herra og frú Kanína koma með sinn stóra barna-
hóp. „Svona mörg nöfn eru alls ekki til“, segir
Kalli, „hér verðum við að grípa til annarra ráða, ég
mála númer á þau!“ Þegar hann var kominn upp
í nr. 21 varð hann að hætta, því þá var máln-
ingin búin.