Heimilisblaðið - 01.05.1966, Page 42
„Sriautið í burtu, óþokkarnir ykkar!" hrópar
Kalli og bandar að storkunum, sem ekki geta látið
í friði rauðu melónurnar bangsanna. — Þær eru
nefniiega of góðar á bragðið. „Hér þarf góðra
ráða við. — Við skulum leggja höfuðið í bleyti",
segir Kalli. — Skömmu seinna dettur þeim snjall-
ræði í hug. í snatri ná þeir sér i rauðar blöðrur,
sem þeir koma fyrir útblásnum milli melónanna,
og þegar storkarnir koma aftur og höggva með
nefinu í þær, springa þær með hvellum miklum,
svo að fuglarnir hrökkva við óttaslegnir. — „Kalli
og Paili hafa galdrað melónurnar sínar. Við skul-
um flýta okkur burtu". Loksins hafa Kalli og Palli
frið með melónurnar sínar.
Kalli og Palli hafa eignazt nýtt stækkunargler.
Með því geta þeir kveikt í pappír og visnu lauf-
blöðunum, sem þeir ættu þó að láta ógert, því að
slikt getur valdið tjóni. Brátt fá þeir þó leiða
á þessu. „Við skuium koma heim og finna upp á
einhv'erju nýju“, segir Palli. „Ágæt hugmynd",
anzar Kalli, „en eigum við ekki fyrst að fá okkur
lúr“, stingur hann upp á og teygir sig letilega
með stækkunarglerið í hendinni. Samstundis heyr-
ist ógurlegt öskur á bak við þá. Það kemur í ljós,
að Kalli hefur brennt ljónið, þar sem það lá og
svaf. Kalli og Palli fengu um annað að hugsa en
að hvíla sig, þegar Ijónið hentist í áttina til þeirra.