Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1969, Síða 4

Heimilisblaðið - 01.01.1969, Síða 4
„Sjáðu mamma, — það blæðir úr honum!“ Yið ætluðum að hlaupa út úr bílnum, en Rollo bretti g'rön illskulega, rétt eins og við værum erkifjendur hans. Mamma dró mig óðara inn í bílinn aftur. „Hvers vegna er hann svonaf ‘ spurði ég. „Yill hann ekki, að við hjálpum honum?“ Hún þrýsti mér að sér. „Hlustaðu á mig, vinur,“ sagði hún. „Rollo er orðinn mjög gamall ,og gamlir hundar verða stundum skrýtnir.“ I sama mund kom pabbi á hlaup- um innan úr skóginum. Rollo sneri sér við og gelti illskulega í átt til hans. „Drotinn minn — hvað hef ég gert,“ sagði pabbi. „Eg ætlaði þó að gera þetta sem auð- veldast fyrir hann — án þess að hann tæki eftir nokkru. En ég sá hann ekki nógu greini- lega — ])ví mér hafði vöknað um augu.“ „Eg skil, góði minn,“ sagði mamma, og rödd hennar var viðkvæm. „En hann vill ekki levfa okkur að hjálpa sér, svo að þú neyðist víst til að .. Pabbi svaraði ekki. Hann reyndi að kom- ast að hinni hlið bílsins, en Rollo elti hann. Við máttum ekki stíga út, og pabbi mátti ekki komast inn í bílinn. Pabbi kraup ])á á kné og reyndi að tala blíðlega til hundsins í því skyni að tæla hann frá bílnum. Rollo dillaði þá rófunni nokkr- um sinnum og gelti að einhverju sem var undir bílnum. Pabbi leit þangað — og allt í einu kom undrunarsvipur á andlit hans. „Hundurin minn góði,“ sagði hann hrærð- ur. „Eg lief séð hann. Komdu nú til mín! Rollo hljóp þá til pabba. Pabbi miðaði þá byssunni sinni og skaut inn undir bílinn Eg á ennþá hringina sextán sem pabbi skar af skröltorminum, eftir að hann hafði skotið hann til dauðs. Ég geymi þá til minja um, að ekki er allt sem sýnist. Mamma ók bílnum með okkur aftur til bæjarins, en pabbi sat með Rollo á hnjánum. Dýralæknirinn batt um sárið, og innan viku var Rollo búinn að ná sér. Hann vildi helzt alltaf vera hjá pabba — það var eins og hann vildi sýna honum, að hann skildi hann og hefði fyrirgefið hon- um. Pabbi sagði við mig, að það væri ekki vegna þess að Rollo hefði minni mætur a mér — hann kynni aðeins betur við mann a hans aldri. Rollo var hjá okkur heilt ár í viðbót. Svo hvarf hann frá okkur — sofnaði svefninum langa, þjáningarlaust. Engin saknaðartar gátu vakið hann af þeim svefni. Yið grófum hann undir stóru tré, þar sem hann hafði svo iðulega gætt mín, þegar ég var lítill. Eftir að hafa lent í kasti við lögregluná á Mallorca sneri kvik- myndaleikkonan Zsa Zsa Gabor heim til London, en ekki tók betra við þar, því liún lenti í orðasennu við lögregluna á flug- vellinum og var sektuð um 1 sterlingspund fyrir að láta sér um munn fara orð, sem engri konu sæmdi. „Hvað á ég að gera? Það er svo stórt, að ég kem því ekki upp í mig?“ 4 HEIMILXSBLAÐIf1

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.