Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 32

Heimilisblaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 32
hvar laxinn. spratt upp úr ánni, aðeins ör- skammt frá kenni. Hann virtist svo stór, að Jill varð næstum smeyk. „Ó!“ hrópaði hún. „Ó!“ — og var næstum búin að glopra veiði- stönginni úr höndum sér af einskærri æsingu. „Taktu það rólega,“ sagði Ninian. Hann rétti fram höndina til að aðstoða hana, og hún snarsneri sér við; augu hennar stór og gljáandi. „Bg heyrði þig alls ekki koma.“ Hann brosti. „Elsku Jill, þú varst svo önn- um kafin, að þess var ekki að vænta.“ „Þetta er beinlínis stórfiskur,“ sagði Jill. Hún hafði nú dregið inn svo til alla línuna, og hana verkjaði í handlegginn af að halda í veiðina. „Það er hann,“ svaraði Ninian, sem átti bágt með að vera alvarlegur, „en þú slítur af honum liausinn eða missir línuna, ef þú heldur þannig áfram.“ „Iívað heldurðu að hann sé stór?“ spurði Jill andstutt. „Tíu kíló ? Eða fimmtán ‘ „I hæsta lagi átta,“ sagði Ninian. Þá gleymdi Jill allri feimni og leit snöggt á liann. „Uss, hann hlýtur að vera miklu meira en það! Ég sá hann, get ég sagt þér. Og hann var næstum búinn að slíta af mér handlegg- inn. Ég þori að veðja, að hann er aldrei undir tíu kílóum!“ „Gott og vel,“ sagði Ninian. „Ég veðja á móti. En fyrir alla muni, þá farðu varlega að þessu, annars fáum við aldrei að vita hvað hann er þungur.“ „Ég skal ekki missa hann,“ sagði Jill hneyksluð, en var um leið næsturn búin að missa hann í því sem hann gerði enn eina örvæntingartilraun til að losa sig af öngl- inum. Ilönd Ninians sefaði hana. „Slakaðu á,“ sagði hann, „og reyndu að fá hann meira til hliðar .. . Já, þetta var fínt! ... Ó, duglega stúlkan mín, þetta var verulega vel af sér vikið !‘ ‘ „Mér fer fram,“ sagði Jill hreykin. „Ó, Nin, heldurðu að ég komi honum á land? ITvílík upplifun! Pvrsti laxinn minn — sá allra fyrsti! Og að minnsta kosti tíu kíló!“ „Átta,“ leiðrétti Nin. Hann greip árasting- inn, sem var festur við vaðstígvélin. „Parðu nú lengra nær grvnningunum, Jill, en hægt og varlega; hann býr enn yfir kröftum. Ég skal stinga hann, ef þú getur komið honum eitthvað hingað.“ „Got og vel,“ svaraði Jill veikum rónii- Hún var orðin örþreytt, hendur hennar dofn- ar og hárið í óreiðu umhverfis rjótt andlitið. En líkt og mótaðili hennar undir yfirborði vatnsins átti liún enn eftir nokkra krafta i köggium. Enn stóð baráttan í tíu langar mínútur. Nú sáu þau fiskinn bæði, þar sem hann nálg- aðist grynningarnar, og þegar hann svo stökk upp yfir vatnsborðið gijáði á hann í ölluffi. regnbogans litum. „Róleg,“ sagði Ninian og mundaði álastinginn. „Og nú!“ Það heyrðist skvamp og læti í vatnsborðinu, og í sömu and- rá var fiskurinn kominn á þurrt og' lá á milh þeirra á bakkanum. Jill reikaði í áttina þangað og settist við hliðina á veiði sinni. Ninian blóðgaði fiskinn og brosti við JiH- „Vel af sér vikið,“ sagði hann. „Reglulega vel af sér vikið. Þú gætir orðið snillingur a þessu sviði. Og gamla ráðskonan okkar, hún Elspetli, mun taka á móti þér opnum örffi- um, þegar þú kynnir þennan náunga fyrir henni! Hún er alltaf að kvarta yfir því, að við Andrew séum ónýtir veiðimenn, og hiin neitar að kaupa silung í Lorne svo lengi seffi sé lax í þessari á.“ Jill leit með óttablandinni virðingu.á sína eigin veiði og var alltof þreytt til að geta svarað. Ninian settist við hlið hennar. „Yiltu reykja?“ sagði hann. „Þú átt það þó skilið eftir þetta.“ Jill áttaði sig. „Æ, hvað ég er annars auffi og lítil. Ef þetta hefði tekið mínútu í við- bót, hefði ég misst hann.“ „0, sussu-nei.“ Svo kveikti hann í hja henni. „Þú myndir aldrei viðurkenna neinn ósigur, ekki svona augliti til auglitis!“ „Ekki það ? En þar hefurðu þó á röngu að standa.“ „Ég held nú ekki. Þú ert engin skræfa- En . . .“ Hann reis á fætur: „Svo við geruffi út um veðmálið. Ég verð að vigta þetta fórn- arlamb þitt, svo við getum séð hvort okkar hafði rétt fyrir sér. Sé hann eitthvað yí'11' átta klíó, þá vinnur þú — sé hann undir átta, þá vinn ég. I lagi?“ Jill kinkaði kolli. „Samþykkt. En hvað lögðum við að veði? Við töluðum aldrei uffi það.“ „Nei. Það gerðum við ekki. Þú mátt kjósa- HEIMILISBLAÐlP 32

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.