Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 40

Heimilisblaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 40
eftir Karl May Fjársjóðurinn í Silfurvatni - 25. Þarna voru trén, sem fangarnir voru bundnir uppréttir við. ViS lilið þeirra sat vörðurinn. Menaka Tanka skreið um án þess nokkurt hljóð lieyrðist og verðirnir féllu um koll einn af öðrum. Stuttu síðar gall hryllingsöskur við. Það var rödd Cornels rauð- hauss sem hljómaði: „Osage-mennirnir eru liorfnir — verðirnir dauðir og flett af þeim höfuðleðrinu! ‘ ‘ 26. „Indíánar! ‘ ‘ lirópaði rödd þaðan sem liest- arnir voru. „Grípið vopnin! Allir á bak!“ öskraði Cornel. Ringulreiðin var ólýsanleg. Þegar menn höfðu jafnað sig dálítið, komust þeir að raun ura, að einungis iiestar þeir sem stolið hafði verið af Indíánunum voru horfnir. „Við eltum þá í fyrra- málið“, ákvað rauðhausinn. 27. Himininn tók það að sér að má allar slóðir út. Það rigndi í nokkrar klukkustundir. — Butlor- búgarðurinn var á árbakkanum. Hann var liugsað- ur sem heimili talsverðs hóps af fólki og gerður af múrsteini. Litlir gluggarnir voru hátt uppi á veggj- unum. Umliverfis garðinn var liá girðing með skot- raufum. Skammt frá búgarðinum var vað það á ánni, sem Dúndurlúka gamli og vinir hans riðu i"1 yfir. Þeim var innilega fagnað. Um svipað leyti nálguðust tveir njósnarar gerðir út af lausingja- lýðnum. 40 HEIMILISBLAÐIS

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.