Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 34

Heimilisblaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 34
leg'gina síga um leið og Cathrine hafði hróp- að nafnið hans. Jill hugsaði sem svo, að hann hefði örugg- lega gleymt henni um leið og hann leit mág- konu sína augum. Það hafði ekkert breytzt milli hans og Cathrine — jafnvel þótt hann vildi sjálfur, að svo væri. Ninian hafði sjálf- sagt ekki ætlað sér að ljúga að Jill, en henni fannst hann hafa gert það. Og hún gat að sjálfsögðu ekki ásakað hann fyrir það. Hann vissi það ekki, að hún var þegar búin að gefa honum hjarta sitt, — því að sjálf hafði hiin ekki vitað það fyrr en nú. Jill var fullkomlega róleg, þegar Ninian kom aftur með Cathrine í fanginu. Hann bar hana inn í bílinn og kom henni með gætni fyrir í baksætinu. „Jæja,“ sagði hann. „Hvernig líður? Verkjar þig ennþá?“ Hann talaði við hana í hughreystingartón, eins og við barn. Cathrine hristi höfuðið. Jill fannst hún vera lítil, viðkvæm eins og postulín frá Dres- den, og andlitið ungt og dapurt vegna sárs- aukans. Þó voru augu hennar stór, og rökk; og hárið umhverfis smágert andlitið hafði náttúrlegar krullur. Onnur hönd hennar, smá og fögur, hélt í Ninian, en hinni beitti hún fyrir sig til þess að sitja þannig uppi í bíl- sætinu að hún gæti séð Jill. „Halló,“ sagði hún og rétti fram höndina. „Þér eruð Jill Arden, þykist ég vita. Mér þykir fyrir því að taka á móti yður undir svona kringumstæðum, en ég datt og sneri á mér öklann. Það var reyndar mér sjálfri að kenna — þetta er alltaf að koma fyrir mig. Sjálfsagt vegna þess að ég nota ekki rétta tegund af skóm.“ Jill sá ekki, að neitt væri athugavert við skóna hennar — þeir voru enskir, lághælaðir og áttu einmitt við í þessu landslagi. Jill tók í framrétta höndina og mælti kurteisleg sam- úðarorð. „Ojæja,“ sagði Cathrine, „þetta er ekkert alvarlegt. En ég verð að fá að vera ykkur samferða, því ég þori ekki að leggja það á mig að ganga. Amma sendi mig annars til að leita að ykkur,“ sagði hún við Ninian. „Klukkan er næstum orðin eitt, og Jocelyn er komin. Við héldum að þið hefðuð gleymt stað og stund — þú ert reyndar vanur því, þegar þú ferð að veiða, og ...“ Hián kom auga á laxinn og rak upp stór undrunaraugu. „Hamingjan góða, kom þessi á hjá þér? 0, Nin, hvað þú ert nú snjall! Hann er svo feit- ur og fallegur, víst ein níu eða tíu kíló?‘ „Onei,“ sagði Ninian lágt. „Sjö og hálft kíló. Og það var Jill sem veiddi hann; ekl<i ég.“ Hann beygði sig og setti fiskinn inn 1 bílinn. Ilann leit ekki á Jill, sem farin var að taka saman veiðistengurnar. Þegar lax- inn var kominn á sinn stað, gekk hann til hennar og hjálpaði lienni við að taka steng- urnar sundur. „Klárarðu þetta sjálf, Jill?“ „Já, þakka þér fyrir,“ sagði hún kulda- lega og hélt áfram. Svo tóku þau vaðstígvél- in. Cathrine fylgdist með þeim úr bílnum- Hún leit af Jill á Ninian, síðan aftur á Jill- En hún varð einskis vör. Jill þóttist finna fyrir óvild hennar straX er hún settist inn í bílinn og við hliðina a henni. „Jæja þá,“ sagði Nin glaðlega. „Þá höld- um við af stað til að hitta hana ömmu mína, elsku Jill mín.“ Það var eins og hjarta Jill tæki kipp. „Já,“ sagði hiin. „Við hittum þá hana.“ 10. KAFLI Jill fannst sem einhver furðulega úr sér genginn mikilleiki hvíldi yfir Guise-setrinu, þar sem hún stóð í stóra forsalnum með hellu- lögðu gólfinu og sá Ninian bera mágkonu sína þvert yfir það. Hann leit um öxl afsakandi: „Geturðu beðið eitt andartak, Jill? Ég kem alveg strax.“ Og svo hvarf hann með bvrði sína inn um grænmálaðar dyr. Þegar Jill var orðin ein eftir, svipaðist hún um með áhuga og athygli. Veggirnir, gólfið og há hvelfingin, allt var úr þykkum hellum og viðamikið. A útveggÞ unum voru langir, mjóir og oddbogamynd- aðir gluggar, og á milli þeirra héngu gömul vopn, veiðiútbúnaður, hreindýrshöfuð, refa- og tígrishausar, og vmislegt annað fornra muna. Af veggnum andspænis blöstu við henni forfeður Ninians á ótal málverkuni. Þetta voru grimmlegir menn og fremur ófrýnilegir, sumar myndirnar betur málaðar en aðrar, en allir voru þeir undantekningar- laust í skozku pilsi og í stellingum eins og þeir sætu fyrir hjá listmálara — í rauninni búnir að glata síðasta snefil af þolinmæði. Framhald. 34 HBIMILISBLAÐIP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.