Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 10
Gréta vann og stritaði allt þetta heita sum- ar og var hamingjusöm, af því að hún var að vinna fyrir Poul. Hún fékk ríkuleg laun með þakklæti hans og vináttu. Þau töluðu saman í dagstofunni á hverju kvöldi, og síð- degis á sunnudögum spurði hann hana oft, hvort þau ættu að fara í gönguferð. Þau gengu svo um í skrúðgörðunum og meðfram vötnunum, og hann talaði við hana um metn- aðargirni sína og vonir — og þær voru ekki litlar. Hann var að læra tungumál, svo að hann gæti fengið betri stöðu með tímanum. Staðan, sem hann hafði nú, veitti honum ekki nein veruleg tækifæri. Þessi sunnudags- síðdegi voru Grétu eins og gróðurblettir í eyðimörku. Hún hugsaði: Bg á vináttu hans, á meðan hann er ekki ástfanginn af neinni annarri stúlku. Bn þann dag, sem hann verð- ur ástfanginn, er öllu lokið. Frú Hinker missti tvo af matþegum sín- um í september. Hún fékk aðeins einn nýj- an í staðinn og tilkynnti því Grétu, að hún gæti ekki greitt henni nema tvö þúsund og fimm hundruð á mánuði. „Eg gæti nær því komizt yfir þetta sjálf með því að fá konu til þess að hjálpa mér tvisvar í viku,11 sagði him. Gréta var sannfærð um, að frænka hennar væri svo nízk, að hún mundi ekki hika við að gera þessa tilraun. Og það mátti ekki verða. Hvernig mundi Poul líða, þegar liún væri ekki til þess að gæta lians 1 Hún sá í anda herbergið hans óhreint og hirðulítið, kalt te og hálfkalt rakvatn og illa burstaða skó. Og mánudagskjötbollurnar! Tvö þúsund og fimm hundruð krónur á mánuði í staðinn fyrir fjögur þúsund -— Gréta taldi sig geta komizt af. Poul sagði við Grétu ,að hann hefði ekki mikinn tíma til þess að fara í gönguferðir núna. Ilann sagðist þurfa að lesa tungumál. Þrátt fyrir það kom einn sunnudaginn síð- degis hávaxin, dökkhærð, ung stúlka, með fallegt, en ógeðsfellt andlit, og sótti hann í tveggja manna bíl. Gréta sá þau úr gluggan- um, og hjarta hennar var blýþungt. Ekki vegna þess að hinn elskaði Poul hennar hefði eflaust orðið ástfanginn, heldur af því að hfin var sannfærð um, að þessi unga stólka mundi ekki geta gert hann hamingjusaman. „Ilún er hörð eins og tinna,“ sagði hún við sjálfa sig. „Hve vænt þykir henni um hann ? Iíann þarfnast stúlku, sem skilur hann og vill vera honum góð.“ En Poul minntist ekki við hana einu orði á ungu, dökkhærðu stúlkuna, og hún spurði hann ekki heldur. Næsta laugardag sagði Poul henni, að liann ætlaði að vera lijá Loring-fjölskyldunni a Norður-Sjálandi. Iíún vissi, að nafn ungu stúlkunnar var Loring. Hann virtist hugsa mjög mikið um ferðalagið, og Gréta hugsaði: Þegar hann kemur aftur, verður hann tru- lofaður. Poul kom aftur á mánudaginn og var furðulega niðurdreginn. Hann sagði Grétu, að hann hefði orðið fyrir vonbrigðum. Gréta gladdist við tilhugsunina um hörkuleg augu ungfrú Loring, en hún var bálreið ungu stúlk- unni, af því að hún hafði gert Poul óham- ingjusaman. Hann trúði henni ekki fyrir> hvaða vonbrigði þetta hefðu verið, en upp frá þessu var hann aftur laus síðdegis a sunnudögum, þau tóku aftur upp gönguferð- ir sínar, og Gréta varð aftur hamingjusöm. Októbermánuður kom. Gréta sló frá ser hugsuninni um að kaupa sér nýjan kjól fyrir veturinn og lét lita gamla kjólinn. Ekki var heldur um að ræða að fá sér nýja kápu, Þ° að gamla kápan væri orðin nær því of léleg- En hún hafði auga fyrir kímni og hló með sjálfri sér, um leið og- hún hugsaði: Hvenser skyldi frænka segja mér, að hún geti yfjr' leitt ekki haft mig nema ég borgi með mér? Hún fann á margan hátt, hvaða efleiðing' ar það hafði að vinna sér aðeins inn tvö ÞuS' und og fimm hundruð í staðiun fyrir seX þúsund eða fjögur á mánuði. En hvað gerði það til, ef hún aðeins gat gert lífið þolanlegra þeim manni, sem hún elskaði? Það var auð- velt að hreinsa óhreinustu tröppur, þegar huu hugsaði um, að Poul ætlaði að ganga Í)íer upp og niður. Það var enginn vandi að Þv° upp, þegar hann hafði drukkið af einum af bollunum eða matazt með einni skeiðinm- Það var ekki heldur erfitt að fara langt 11 ^ í úthverfi borgarinnar til þess að kaupa ódyr' ar matvörur, þegar það var launað með brosi frá honum. Ástin göfgar jafnvel lítilmot- legasta starf. Nóvemberdag nokkurn klukkan tólf k°lU Gréta heim með það, sem hún hafði kevpt 10 HEIMILISBLABl®

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.