Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 9
e|' bar frarn og kallaði kaffi. Seinna fann ^réta upp á því að kaupa kaffi, sem var ^un betra að gæðum en það, sem frú Hinker lafði sett á áætlun sína. Hún borgaði mis- lnuninn af eigin peningum. Frú Hinker &ramdist það eigi að síður, af því að hinir lriatþegarnir fundu allt í einu upp á því að di'ekka kaffið líka. Það voru aukin útgjöld. Gréta var ekki nein fegurðardís, en hún 'ar ekki heldur eins hversdagsleg og hún aleit sjálf. Brúnu augun hennar voru skær óvenjulega yndisleg, og það var einhver ugrekkissvipur á litla, kringluleita andlit- hennar, sem gerði það mjög aðlaðandi. ttun gerði sér engar rómantískar tálvonir ^íðvíkjandi framtíð sinni. Hún gerði sér J°st, að Poul mundi einhvern góðan veður- ag trúlofast einhverri stúlku, giftast og fara ra matsöluhúsinu. Þegar sá dagur kæmi, ®tlaði Gréta að líta í kringum sig eftir ein- Verri annarri stöðu. Hún mundi ekki geta atborið að vera áfram í matsöluhúsinu. Það >t-ði áreiðanlega einhver af ungu stúlkunum ' skrifstofunni, sem Poul kysi. Hann var alsvert með þeim, fór með þeim í kvikmynda- Us °g á dansleiki. Og skrifstofustúlkur voru Suiekklega klæddar og höfðu liðað liár og vel srtyrtar hendur. í^ág nokkurn í júlí fékk Gréta bréf frá arnillu frænku sinni í Ameríku. Hún var ^róðursystir Grétu, en móðir hennar var lát- ''b °" var frænka hennar gift auðugum manni. áti hafði hingað t.il haft tilveru þessarar °fisku frænku sinnar að engu, og þess vegna Ul'ð Gréta ekki lítið undrandi, er hún opn- aði bréfið. H ón varð að lesa það yfir tvisvar sinn- j,1111. áður en hún skildi það. Það var svo *Urðulegt, að það var ótrúlegt. Einkadóttir . amiHu frænku, Fríða, liafði framið þá ófvr- lrgefanlegu yfirsjón að „hlaupast á brott“ jtteð bílstjóra fjölskyldunnar, og Camilla ®nka og maður hennar höfðu gert hana ar lausa. Hún bað nú Grétu um að koma ^ . beirra. Þau ætluðu að ættleiða hana og . a henni nákvæmlega sömu réttindi og ^agslega aðstöðu og dóttir þeirra hafði haft. bún vildi senda símskeyti þegar í stað, öu þau að senda lienni ferðapeninga og Ppbæð til þess að útbúa sig fyrir. l'eta stóð í skuggalegum ganginum í mat- sölustaðnum með bréfið í hendinni og starði fram fyrir sig. Frænka hennar og frændi ætl- uðu að ættleiða hana. Þau ætluðu að trj^ggja henni ljómandi tilveru. Dans og miðdegis- samkvæmi, fallega kjóla, tennis og útreiðar- feðir — allan munað, sem unnt var að hugsa sér. Hún þyrfti ekki framar að þræla í þessu óhreina húsi og ganga ókurteisum matþegum um beina og sætta sig við ónot frænku sinn- ar án þess að njóta nokkurra þeirra skemmt- ana sem eru meðfæddur réttur æskunnar. Þetta var óskiljanlegt — en hlægilegt. Á með- an hún stóð þarna með klút um höfuðið til þess að vernda hárið fyrir ryktinu og sóp í hendinni, brosti hún, já, meira að segja hló. Það skemmtilega við þetta allt var það, að henni datt ekki einu sinni í hug að taka þessu tilboði frænku sinnar. Iívernig ætti hún að geta gert það, þegar það hafði í för með sér, að hún yrði að kveðja Poul og sjá hann aldrei framar ? Lífið er ákaflega einfalt og blátt áfram í augum þess, sem elskar. Það er mikill mis- munur á því að elska og vera ástfanginn. Það síðarnefnda getur gert lífið mjög flókið og erfitt. Gréta skrifaði þennan sama dag til Cam- illu frænku og þakkaði henni og Henry frænda fyrir göfuglyndi þeirra með þessu tilboði og sagði, að sér þætti mjög leitt, að hún gæti ekki tekið því. Hún hélt að vísu, að þetta mundi særa þau, en þau höfðu ekki léð henni eina hugsun í mörg ár, svo að hún kenndi ekki sérlega í brjósti um þau. Hún minntist ekki á það við Hinker frænku sína, að hún hefði íengið þetta bréf. Við uppþvottinn eftir hádegisverðinn sagði frænka hennar: „Tímarnir verða æ erfiðari. Ég er hrædd um, að ég geti ekki greitt þér mikil laun framvegis. Þú verður að láta þér nægja fjögur þúsund á mánuði“. Þettá var sagt í kvörtunartón, en Gréta tók eftir, að frænka hennar leit lymskulega hornauga til hennar. Frú Hinker vissi, að hún vildi heldur vera kyrr og fá minni laun en að yfirgefa Poul. Tímarnir voru ekki „erfiðari“ en venjulega. En hún var úrræðalaus, og það vissi frænka hennar. Hún samþykkti þessar fjögur þús- und krónur á mánuði. ilisblaðið 9

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.