Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 30

Heimilisblaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 30
yfir, að því væri lolcið; eigi að síður — hugs- aði Jill — var Louis orsök þess, að hún var enn ógift stúlka. Hún leit nú upp og mætti einbeittu augna- ráði. Ninians. Fyrir Ninian var það engin önnur en Cathrine; það myndi alltaf verða Cathrine. Og nú var Ninian að biðja liana — Jill — um að giftast sér! Þetta gat ekki verið meining hans, og hún átti ekki að hlusta á orð hans, hugsaði Jill. Þau voru ekki hrif- in hvort af öðru, en ást var eini sanni grund- völlur hjúskapar þannig varð það að vera, jafnvel hvað þau snerti. „Ó, Nin ...“ Hún ætlaði að segja hon- um þetta, en þagnaði þegar hún sá framan í hann. Annarleg og sterk viðkvæmni gagntók hana. Það var ekki beinlínis meðaumkun, og örugglega ekki ást, en þessi tilfinning snerti hana svo djúpt, að orðin frusu á vörum henn- ar. Ninian Moray var einhver myndarlegasti maður sem hún hafði fyrirhitt á lífsleiðinni, og — hvernig hafði Andrew komizt að orði um hann? Að hann væri heiðvirður og áreið- anlegur og mætti ekki vamm sitt vita. Hann var áreiðanlega allt þetta og meira til. Og hverju hafði hún svosem að tapa? Hún var ekki ástfangin af neinum öðrum .. . en svo var það Cathrine annarsvegar. Ninian greip um hönd hennar. Síðan sagði hann, mjög blítt: „Jill — ef þú ert að hugsa um Cathrine, þá er það allt búið. Ég sagði henni, að ég væri trúlofaður þér, og það gladdi hana mjög mikið. Það var ein ástæðan fyrir því, að mér fannst við gætum haldið áfram með að ... áfram með það samkomu- lag sem við liöfðum hugsað okkur til bráða- birgða. Ástin mín, ég heiti þér því, að ég skal veita þér alla tryggð mína og innileik, ef þú giftist mér. Um það þarftu ekki að efast.“ Hann greip þéttar um hönd hennar: „Og við eigum mjög vel saman. Finnst þér það ekki?“ „Jú,“ svaraði Jill veikt, „það finnst mér við gera, Nin. En er það nóg? Nóg til að endast ævilangt?“ „Ég hugsa, að það sé nóg. Gagnkvæm virð- ing og tillitssemi er að vísu ekki sama og ást, en þetta tvennt höfum við þó. Allavega,“ — og hér sleppti hann hendi hennar og brosti við henni. — „AllaVega þarftu heldur ekki að ákveða þig á stundinni. Við getum verið trúlofuð lengi, í hálft ár, heilt ár, ef þú vilt- Ég vil bara, að trúlofun okkar sé sönn og þjóni þeim tilgangi að við giftumst. Skilurðu, hvað ég er að fara, Jill? Ég get ekki blekkt fjölskyldu mína, einltum ekki ömmu, með þvi að láta þetta fólk halda eitthvað sem ekki er satt. Ég er fjarska slæmur lygari.“ Haun hló við lágt, og það var hressilegri blær a rödd hans, er hann bætti við : „Ég hef svo- sem reynt að skrökva að henni ömmu, en mér hefur aldrei tekizt það !‘ ‘ Nú var sú stund runnin upp, að Jill gerði sér fulla grein fyrir honum. En hann fór ekki fram á, að hún segði meira eða lofaði meiru en hún hafði hingað til gert. Hann hafði veitt henni tíma til umhugsunar. — Hjiiskapur var óafturkallanlegur, en ráða- gerð um hjúskap var hægt að stöðva hvenær sem var. Trúlofun var hægt að rifta, ef ann- að hvort eða bæði væri í einhverjum efa. Og ekki hafði Jill geðjazt það að fara á bak við Farquhar-fjölskylduna; það hafði valdið henni slæmri samvizku. „Nin,“ sagði him, „langar þig í rauninni til að kvænast?“ Hann var alvarlegur, þegar hann svaraði: „Já, mig langar til þess. Ég vil gjarnan setj- ast hér að og hætta í flotanum. Guise er óðal mitt, og ég kann vel við mig hér. Ég vil gera allt sem ég get fyrir þennan stað, en það er ógerningur ef ég er til sjós. I öðru lagi væri búskapur hér ekki eins og skyldi, ef ég væri ókvæntur.“ „Nei. Guise er mikil og stór eign,“ SArar- aði hún. Hann brosti aft.ur: „Ég vona, að þú viljir eiga hana með mér, Jill.“ Hvm andvarpaði. „Mig langar aðeins til að spyrja þig að einu til viðbótar, Nin, og síðan skal ég svara þér.“ „Spurðu hvers sem þú vilt, ástin mín,‘ svaraði Ninian. „Ef mér hefði ekki dottið þessi furðulegi hlutur í hug í gær, að við skyldum trúlofa okkur til bráðabirgða, myndirðu þá nokk- urntíma liafa beðið mig um að giftast þér? „Það er erfitt að svara þessari spurningu- En — satt að segja — þá lield ég það. Samt hefði það tekið miklu lengri tíma fvrir ndg að komast að því efni. Ég er ekki — eins og Andrew sagði í gær — sérlega framtakssam- ur, alltént. Og tvö ár mín á heimsskautaísn- 30 HEIMILISBLAÐlf

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.