Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 3

Heimilisblaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 3
Fuglinn, tæknilegt meistaraverk ,,í mínum augum er fugl jafn dásamlegur °g stjörnurnar," hefur frægur fuglafræðing- ur einhvern tíma sagt. Og það er satt: Fari öiaður að rannsaka þetta vængjaða furðu- Verk, stendur maður frammi fyrir nokkruni 'af furðulegustu leyndardómum náttúrunnar. Sú þróun, sem fuglarnir hafa á liðnum tím- Uni orðið fyrir, hefur, að því er virðist, að- eins haft þetta markmið: að framleiða lif- andi skepnu, sem væri eitt með loftinu um- hverfis hana. Það átti að vera skepna, sem átti að einkennast af léttleika, uppflugi, úraða og fjaðurmagni — sjón, sem gat komið sjálfum mannsandanum til þess að stíga upp í hæðirnar. Fuglarnir hafa tiltölulega lítinn heila, af því að sjóntaugin gegnir fyrir þá mikilsverð- ara hlutverki en allt annað. Það er aðeins lítill hluti af auga fuglsins, sem er sýnilegur, og þess vegna gera menn sér ekki í hugar- lund, hversu furðulega stór sjónfæri hans eru í raun og veru. Augun taka svo mikið i'úm í hauskúpu fugls, að varla er rúm fyrir þau. Hjá mörgum fálkum og uglum er aug- að stærra en hjá fullorðnum manni. Vegna þessara stóru augna er heilinn lítið líffæri, sem er þrýst saman alveg aftast í hauskúp- unni. Hjá mörgum fuglum eru augun þyngri en heilinn, já, hjá nokkrum tegundum er úvort auga fyrir sig þyngra. Auk aukna- lokanna tveggja hefur fuglinn blikhimnu, sem rennur fram og aftur, eins og þurrka á fram- vúðu bíls, er fuglinn svífur í loftinu. Önnur furðuverk? Ótal mörg! Ugla flýgur út að næturlagi og skimar eftir bráð sinni lueð augum, sem eru tíu sinnum næmari fyrir daufum ljósáhrifum en augu okkar. Fálk- inn hefur svo hnífhvassa sjón, að hann getur auðveldlega komið auga á minnstu bráð í tveggja kílómetra fjarlægð. Spætan finnur sér fæðu inni í sprungunum á trjám skóg- arins, og þess vegna hefur hún tungu, sem er svo löng, að hún liggur tvöföld inni í höfði fuglsins og er fest fyrir framan augun. Margir sjófuglar hafa meðfætt tímaskyn, sem gefur þeim nákværnlega til kynna, hvenær þeir eigi að fara að hugsa um að snúa aftur til strandarinnar eftir ferðalag upp til lands- ins, svo að þeir geti verið á staðnum, þegar bezt stendur á sjó með tilliti til fæðuöfl- unar. Jafnvel minnsta finkan í runnum okk- ar býr vfir svo eirðarlausri og titrandi elju, að litla hjartað í henni slær nær því 500 sinn- um á mínútu, þótt ótrúlegt sér. Sumir fugl- ar hafa hvorki meira né minna en 43 gráðu líkamshita. Það voru ekki aðeins skáldlegar ýkjur, þeg- ar enski heimspekingurinn og rithöfundurinn John Ruskin sagði einu sinni um fuglana, að þeir væru eins og „vindblær, hjúpaður fjöðrum". Loftið, sem fugl andar að sér, fer ekki aðeins niður í lungu hans, því að lung- un eru í sambandi við allt að níu loftpoka, og sumir af þessum loftpokum hafa enn fleiri álmur, sem ná alveg út í beinin. Bein spen- dýrs eru þung og þéttbyggð, en beinin í fugli eru hol innan, þannig að þau eru gljúp eins og net, svo að það má fylla þau með lofti. Þegar fugl andar, gerir hann það alveg inn í merg og bein í bókstaflegri merkingu. Hauskúpan er gerð eftir sömu loftrýmis- meginreglum og er búin til úr mjög léttum þynnum og skilrúmum. Til þess að gera þetta lifandi flugmódel léttara í „nefinu“, hefur náttúran fjarlægt tennur fuglanna — tenn- ur útheimta nefnilega sterka kjálka og vöðva

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.