Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 29

Heimilisblaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 29
Ninian blessaði Jocelyn í hjarta sínu fyrir þá tillitssemi hennar sem aldrei brást, og settist við hlið hennar. Hann leyfði sér að 1-enna augum til Jill andartak. Hún var veru- lega fögur í sínum græna kjól. Á morgun niyndi hann fá þennan hring aftur. Það kom honum næstum á óvart, hversu skelfingu lost- iun hann varð við þá tilhugsun — og særð- Ur. Svo sneri hann sér að Jocelyn með af- sökun í svipnum, því að lnin hafði verið að sPyrja hann einhvers, sem hann tók ekki eftir. „Pyrirgefðu mér, Joss, en ég heyrði ekki hvað þvi sagðir.“ Jocelyn setti eilítið í brún- lr: „Þú — og Jill líka! Þið eruð bæði eitt- hvað svo döpur og skrýtin á svip, að ég trúi ekki öðru en þið hafið eitthvað verið að þrátta. Er það tilfellið, Nin?“ „Ja-a . . .“ Hann heyrði ömmu sína spyrja Jndrew, hvers vegna Cathrine væri ókomin, °g hann tók eftir því að Jill leit á hann sjálf- au með rannsakandi augum. Honum tókst uð brosa til hennar. En það var erfitt. ITann vússi, að Joceljui beið eftir því, að hann segði sannleikann, og enda þótt það þjónaði eng- Unr tilgangi að draga hann á langinn, þá gerði hann það eigi að síður. „Við vorum Jálítið ósammála,“ viðurkenndi hann, „en ekki út af neinu Sem máli skiptir.“ „Það gleður mig,“ sagði Joceljui hlýlega. »Það kemur alltaf fyrir annað slagið að fólk er illa fyrirkallað. En vertu tillitssamur við hana Jill olckar litlu, Nin. Hún er yndisleg stúlka og auk þess af hjarta ástfangin af þér.“ Ninian tautaði eitthvað niður í barminn °g reis iir sæti til að sltenkja í glas Jocelvnar. íeginn því að komast frá henni. í annað skiptið á sömu klukkustund hafði hann fengið að heyra, að Jill elskaði hann — fyrst frá Andrew og nú frá Jocelvn. Það var undar- -^egt, livernig manns nánustu gátu haft á renvu að standa ... Hann sá hvar Cathrine gekk inn. Hún fór °ðara til lafði Guise og baðst afsökunar á því hve seint hún kæmi, og samstundis var Andrew kominn til hennar og leiddi hana |il sætis og bauð henni sígarettu -—- allt að [*Vl ákafur eins og unglingur. Cathrine virt- lst, koma þetta dálftið á óvart, en hún slak- r}ði á spennunni og leyfði Andrew að kveikja 1 þjá sér. Ninian sneri sér undan. Cathie myndi áreiðanlega leika sitt hlutverk, liugs- aði hann. Andrew elskaði hana og myndi einskis spyrja — og máski yrðu þau ham- ingjusöm, þegar fram liðu stundir. Kannski myndi barnið þeirra sameina þau. Þau voru ung og skapgerð þeirra nógu sveigjanleg til þess, að þau gætu gleymt síðastliðnu ári. Það var hann, sem ekki var sjálfur nógu sveigj- anlegur, hugsaði Ninian; hann, sem engu gat gleymt. Hann gekk í áttina til Jocelyn með glasið hennar í hendi — og var þá allt í einu kom- inn augliti til auglitis við Jill. „Sæll, Nin,“ Sagði hún ofur blátt áfram. Iíann leit niður til hennar hvar hún sat, og leitaði eftir orði — að einhverju til að segja við hana — en þá hljómaði borðbjallan og lafði Guise reis seinlgea úr sæti. „Máltíðin til reiðu,“ sagði liún. „Eigum við ekki að ganga inn?“ Ninian stóð kyrr í sömu sporum um stund, með þá tilfinningu, að hann hefði látið tæki- færi ganga sér úr greipum. 16. KAPLI Báðhúsið í Lorne var yfirfullt, þegar hóp- urinn frá Guise kom. Jill, sem setið hafði í Bentley-bílnum ásamt. Ninian, Cathrine og Andrew, gekk upp tröppurnar með reistu höfði og bros á vör. Máltíðin hafði reynzt henni erfið, og hvin var fegin því að vera laus undan spyrjandi augnaráði lafði Guise. IJún fylgdist með Cat.hrine að fatageymslunni. Jocelyn kom rétt á eftir þeim, og Jill fannst léttir að því að heyra í henni masið eftir alla þögn Cath- rinar. „John minn,“ sagði hún á meðan hún jós á sig varalit og púðri, „hann dansar við litlu Morag Munro — trúið þið því? Ég sá liann þegar við komum inn, kjánann þann arna. Eg verð að fá föður hans til að grípa inn í, því að hann kom með Forbes-fólkinu, og all- ar stúlkurnar þar sitja einar uppi — heil röð af þeim -— og frú Porbes lítur út eins og hún gæti kálað öllu samkvæminu! Þetta er illa gert af John svona snemma kvölds. Svo er Morag lítið villidýr, því að hún kom hingað með Hamish ITvle, og hann er að drepast af afbrýðissemi út af öllu saman. 0®imilisblaðið 117

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.