Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 5
Jafnvel hin algenga, litla igða, sem er grá og oálitleg á veturnar á fóðurbakkanum fyrir utan gluggann hjá oklcur, kemur fram með alveg óvæntum yndisþokka, þegar hún er í tiðilshugleiðingum. í sumum héruðum vel- ur karlfuglinn sér sérstaklega falleg sólblóma- fræ og flýgur með þau til sinnar útvöldu. Ef hún vísar honum enn á bug, gengur hann feti lengra og afhýðir hvert fræ áður en hann lætur hana fá það! Yepjumar safnast sam- an til keppni og baða út vængjunum, trön- urnar dansa, ameríska skógarsnípan flýgur upp í loftið í sveipflugi og lætur loftið þjóta í yztu vængæfjöðrunum, svo að það lætur í eyrum eins og yndisleg ástarhljómlist. Hreiður fuglanna eru oft svo haglega gerð, að erfitt er að skilja, að eðlishvöt ein hafi náðið um byggingu þeirra. En þannig er því farið. Með tilraunum hefur nýlega verið sannað, að eðlishvötin til þess að byggja breiður getur haldizt óbreytt í minnst fimm kynslóðir, óháð reynslunni. Fjórir ættliðir vefarafugla voru aldir upp í fangelsi án þess að sjá nokkurn tíma hreiður eða nokkur af þeim efnum, sem venjulega eru notuð í hreið- ur þeirra. Svo var fimmta ættliðnum veitt frelsi. Þegar í stað tólcu fuglarnir með óbrigð- ulu öryggi að búa til sömu haglega fléttuðu hreiðrin eins og forfeður þeirra. Þegar fuglaungamir hafa brotizt út úr oggjaskurninu með því að höggva það í sund- Ur með bráðabirgða „eggja-tönn“, sem nátt- úran hefur útbúið þá með, kemur strax í Ijós, að þeir eru miklir mathákar með nær því ótrúlega matarlyst. Rauðbrystingur get- ur étið svo marga ánamaðka á einum degi, að þeir mundu vera fjórir metrar á lengd, °f þeir væra lagðir í eina lengju. Reynt hef- Ur verið að telja, hve oft músarrindill sneri aftur til hreiðurs síns til þess að mata unga sína milli sólarupprásar til sólarlags. Hann gerði það 1217 sinnum! Við aðra tilraun voru færðar sönnur á, að ung svartkría, sem vóg 31 gramm, át á hverjum degi 48 grömm af fæðu. Enginn fugl getur lifað nema hann éti á hverjum degi fæði, sem er að minnsta kosti helmingurinn af hans eigin þunga. 1 lok sumarsins eru ungarnir komnir á legg, forledrarnir skipta um ham, og fjörlegu blíst- urstónarnir dofna eða þagna alveg. Nýjar f.jaðrir koma svo hratt og lítt merkjanlega 1 stað slitnu fjaðranna, að nýju fjaðrirnar eru þegar á góðri leið að vaxa út aftur í stað fyrstu fjaðranna, sem falla, áður en næsta fjöður fellur. Þessi breyting fer svo vel fram, iað fuglinum er ekki hamlað á neinu tímabili í flugi sínu. Þeir söngfuglar, sem eru sér- staklega litskrúðugir, fá algerlega annan og fábreyttari ferðabúning í stað sumarbúnings- ins. Á haust og sumarferðum sínum til annarra landa fljúga fuglarnir stundum í meira en hálfs annars kílómetra hæð yfir jörðu, og margir þeirra fara ótrúlegar vegalengdir. Lít- ill laufsöngvari, sem verpir í Canada, legg- ur á hverju ári af stað í 6500 kílómetra langa ferð til Brasilíu. Heiðlóa flýgur hæglega 12 -—13.000 kílómetra. En enginn jafnast á við kríuna, sem er á norðurheimsskautssvæðun- um á sumrin og er á suðurskautinu á vet- urna. Það þýðir, að hún flýgur um 35.000 klíómetra á hverju ári! En hvemig fara fuglarnir að því að rata? Nýlega hefur verið sannað, að þeir geta átt- að sig með furðulegri nálcvæmni — og ef til vill einnig mælt tímann — með hjálp stöðu sólarinnar á himninum. En enn eru margar gátur óleystar, áður en unnt er að vita með vissu, hvaða furðuöfl leiða farfugl- ana gegnum lofttómið, ekki aðeins á daginn, heldur einnig á nóttinni. Þessi enska kona á mikið safn af smáfuglum, sem liún elur og lijúkrar. heimilisblaðið 93

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.