Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 28

Heimilisblaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 28
á vanga sér og sá eitthvað sem líktist löngun í augum hennar. Hélt hún, að hann vissi ekki neitt ? Eða var þetta aðferð hennar til að segja honurn það ? Hann greip fastar um hendur hennar og reyndi að leiða hana í átt til dyranna. „Við verðum að fara niður. Anrma bíður, og ...“ „Nin ...“ Hún streyttist á móti af furðu- miklum kröftum. „Nin. Andrew hefur sagt mér, að þú sért búinn að slíta trúlofun ykk- ar Jill;; að þíi ætlir alls ekki að kvænast henni. Er þetta satt?“ „Já,“ viðurkenndi hann hásum rómi. „Það er satt. En ...“ Hi'ui geklt nær honum, og hann fann ilm- inn úr hári hennar, sem hann þeklrti svo vel; og þá fannst honum sá ilmur skyndilega frá- hrindandi. Hún gekk með barn bróður hans — en kom svo til lians á þennan hátt! Hann fann fyrir klígju og hratt stúlkunni frá sér. „Andrew hefur líka sagt mér fréttir, og hans vegna gleðja þær mig. En þú ...“ Cathrine fölnaði. Varir hennar skulfu, og tárin komu fram í augu henni. „Nin, þetta þurfti engu að breyta hvað okkur snertir. Við gætum búið hér öll, þegar þú værir kvæntur Jill?“ „Nei!“ hrópaði hann. „Nei, það vil ég ekki.“ Tilfinningastríð hans og ótti þekktu engin takmörk þessa stundina. „Eg get ekki búið hér á Guise án Jill. Það væri mér ógern- ingur. I hamingjunnar bænum, Cathie, hef- urðu enga samvizku, berðu enga virðingu fyr- ir Andrew eða mér? Iíann er maðurinn þinn, þú ert gift honum, og nú ...“ Hann þagnaði. „En það ert þú, sem ég elska, Nin!“ Hún þrýsti sér að honum í örvinglun. „Ekki And- rew — heldur þig!“ „Þetta geturðu sagt núna ...“ Hann gat ekki leynt fyrirlitningunni í rödd sinni. „Nei, Cathie! Nei! Eg vil ekki heyra þetta, það gengur of langt. Þú hefur Andrew, hann elskar þig — er það ekki nóg?“ Hún hristi höfuðið í þrjózku. „Þú elskar mig líka, Nin, hefur alltaf gert það, alveg teins og ég elska þig. Slíkt breytist ekki. Þú veizt, að það er mín vegna sem að þú gift- ist ekki Jill.“ Já, hugsaði Ninian, sjúkur af viðbjóði bæði á sjálfum sér og henni. — Það hafði verið Cathiear vegna, að hann hafði sett Jill í þá aðstöðu, að hún rauf trúlofunina. En hvernig " ' .■! '■ J gat hami — í öll þessi ár — talið sér trú um, að hann elskaði Cathrine? IJún var ekki annað en eftirlætisbarn, sem grét vegna þess sem hún gat ekki fengið og var reiðu- búin að táldraga manninn sinn hvenær sem var. Ninian greip rólegur og öruggur undir liandlegg hennar og leiddi hana fram á gang- inn, en reyndi um leið að stilla sig. „Far þú nú inn á þitt herbergi, Cathie,“ sagði hann alvarlegur, „og þvoðu þér í fram- an. Komdu svo niður til gestanna okkar. Þetta á ekki að endurtaka sig, heyrirðu það, og þú segir Andrew ekkert um þetta. Alls ekkert. Skilurðu það ? Það er kominn tími til að þú vaxir úr grasi og hagir þér efir því. Ef þú vilt fara að mínum ráðum, þá skaltu gera hvað þú getur til að vinna Andrew aft- ur, því að þrátt fyrir allt, þá elskar hann þig. Það get ég gefið þér orð mitt upp á.“ Cathie leit á hann, hætti að gráta; var í senn undrandi og sár. „En hvað um þig?“ hrejdti hún úr sér. „Hvað ætlar þú sjálfur að gera? Fara aftur til Jill Arden og biðja liana um að giftast þér eftir allt saman? Er það það, sem þú ætlar þér?“ Iíann hristi höfuðið. „Ég er ekki nógu góður lranda Jill, það var bjánaskapur af mér að halda það. Hún má vera fegin að vera laus við mig, eins og ég hef farið með hana. En þú þarft ekki að hafa áhyggjur af mér lengur, Cathie. Ég skal gera það sem skyldan býður mér. Þú verður að hugsa til Andrews og framtíðarinnar —- Andrews og barnsins. Og farðu nú. Flýttu þér, það er það minnsta sem þú getur gert. Ég fer niður.“ Cathie bældi niður hiksta og hljáp frá hon- um. Hann gekk rólegur niður stigann. í að- alsetustofunni hitti hann fyrir ömmu sína ásamt Jocelyn og Alastair Farquhar, Andrew og Jill. „Þú ert nokkuð seinn fyrir, Nin.“ Gamla lafði Guise talaði lágt. „Já.“ Hann kyssti liana á kinnina, en kom ekki með neina skýringu. „Ég bið afsökun- ar, amma mín. Þig líka, Jocelyn. Ég biðst afsökunar / ‘ „Ég skal verða fyrst til að hafa þig af- sakaðan, eins og þú varst orðinn gegndrepa í dag,“ flýtti Jocelvn sér að segja. „Komdu og segðu okkur hvemig þér fannst hátíðin, þegar þú ert búinn að fá þér sherrýglas. Ég hef varla séð þig í allan dag.“ 116 HEIMILISBLAÐI®

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.